Annar fangi tekinn af lífi í tengslum við mótmælin í Íran Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2022 08:06 Frá mótmælum gegn aftökum á írönskum mótmælendum sem voru haldin í Róm um helgina. Vísir/EPA Írönsk stjórnvöld tóku af lífi annan mann í tengslum við umfangsmikil mótmæli í landinu. Maðurinn var sakaður um að hafa stungið tvo varaliðsmenn til bana og reynt að flýja. Mannréttindasamtök saka klerkastjórnina um sýndaréttarhöld sem sé ætlað að ógna mótmælendum. Majidreza Rahnavard, 23 ára, var hengdur á almannafæri í Mashahd, næstfjölmennustu borg Írans, í morgun. Hann var sakfelldur fyrir að heyja „stríð gegn guði“ með því að stinga tvo varaliðsmenn íranska byltingarvarðarins til bana og særa fjóra aðra 17. nóvember, að sögn AP-fréttastofunnar. Í íranska ríkissjónvarpinu voru sýndar myndir úr réttarsal þar sem Rahnavard sagðist hafa lagt fæð á öryggissveitirnar eftir að hann sá myndbönd af því hvernig þær drápu og börðu mótmælendur á samfélagsmiðlum. Aftakan á Rahnavard átti sér stað aðeins fjórum dögum eftir að klerkastjórnin lét hengja Mohsen Shekari, annan ungan mótmælanda. Shekari var sakfelldur fyrir að særa öryggisvörð með hnífi og að loka götu í Teheran í mótmælaaðgerðum. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að írönsk stjórnvöld sækist nú eftir dauðarefsingu yfir 21 manni sem hefur verið handtekinn í tengslum við mótmælin sem blossuðu upp í september. Sýndarréttarhöldum yfir þeim sé ætlað að slá ótta í brjóst þeirra sem taka þátt í mótmælaaðgerðum. Kveikjan að mótmælunum var dauði Möhsu Amini, 22 ára gamallar kúrdískrar konu, í haldi siðgæðislögrelunnar í Teheran. Yfirvöld segja að hún hafi látist af völdum veikinda en fjölskylda hennar fullyrðir að hún hafi verið barin til dauða. Íran Mótmælaalda í Íran Dauðarefsingar Tengdar fréttir Fyrsti mótmælandinn tekinn af lífi í Íran Yfirvöld í Íran tóku í morgun fyrsta manninn af lífi sem hefur verið dæmdur vegna umfangsmikilla mótmæla þar í landi síðustu vikurnar. Mohsen Shekari var hengdur en aðrir sem hafa verið handteknir vegna mótmælanna standa einnig frammi fyrir dauðadómi. 8. desember 2022 16:39 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Majidreza Rahnavard, 23 ára, var hengdur á almannafæri í Mashahd, næstfjölmennustu borg Írans, í morgun. Hann var sakfelldur fyrir að heyja „stríð gegn guði“ með því að stinga tvo varaliðsmenn íranska byltingarvarðarins til bana og særa fjóra aðra 17. nóvember, að sögn AP-fréttastofunnar. Í íranska ríkissjónvarpinu voru sýndar myndir úr réttarsal þar sem Rahnavard sagðist hafa lagt fæð á öryggissveitirnar eftir að hann sá myndbönd af því hvernig þær drápu og börðu mótmælendur á samfélagsmiðlum. Aftakan á Rahnavard átti sér stað aðeins fjórum dögum eftir að klerkastjórnin lét hengja Mohsen Shekari, annan ungan mótmælanda. Shekari var sakfelldur fyrir að særa öryggisvörð með hnífi og að loka götu í Teheran í mótmælaaðgerðum. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja að írönsk stjórnvöld sækist nú eftir dauðarefsingu yfir 21 manni sem hefur verið handtekinn í tengslum við mótmælin sem blossuðu upp í september. Sýndarréttarhöldum yfir þeim sé ætlað að slá ótta í brjóst þeirra sem taka þátt í mótmælaaðgerðum. Kveikjan að mótmælunum var dauði Möhsu Amini, 22 ára gamallar kúrdískrar konu, í haldi siðgæðislögrelunnar í Teheran. Yfirvöld segja að hún hafi látist af völdum veikinda en fjölskylda hennar fullyrðir að hún hafi verið barin til dauða.
Íran Mótmælaalda í Íran Dauðarefsingar Tengdar fréttir Fyrsti mótmælandinn tekinn af lífi í Íran Yfirvöld í Íran tóku í morgun fyrsta manninn af lífi sem hefur verið dæmdur vegna umfangsmikilla mótmæla þar í landi síðustu vikurnar. Mohsen Shekari var hengdur en aðrir sem hafa verið handteknir vegna mótmælanna standa einnig frammi fyrir dauðadómi. 8. desember 2022 16:39 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Fyrsti mótmælandinn tekinn af lífi í Íran Yfirvöld í Íran tóku í morgun fyrsta manninn af lífi sem hefur verið dæmdur vegna umfangsmikilla mótmæla þar í landi síðustu vikurnar. Mohsen Shekari var hengdur en aðrir sem hafa verið handteknir vegna mótmælanna standa einnig frammi fyrir dauðadómi. 8. desember 2022 16:39