„Sviðsettur blaðamannafundur“ hafi verið gróf atlaga að æru Áslaugar Thelmu Bjarki Sigurðsson skrifar 14. desember 2022 09:21 Áslaug Thelma Einarsdóttir og Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hennar. Vísir/Friðrik Þór Áslaug Thelma Einarsdóttir og Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hennar, segja blaðamannafund sem Orkuveita Reykjavíkur (OR) hélt um vinnustaðamenningu og mannauðsmál sín hafa verið sviðsettan. Markmiðið með fundinum hafi verið að vega gróflega gegn æru Áslaugar Thelmu og til að upphefja OR, dótturfélög fyrirtækisins og stjórnendur þeirra. Þetta kemur fram í stefnu Áslaugar Thelmu gegn Orku náttúrunnar (ON) sem er eitt dótturfélaga OR. Líkt og fram kom á Vísi í gær krefur Áslaug Thelma ON um 125 milljónir króna í skaða- og miskabætur vegna uppsagnar hennar árið 2018. Vísir hefur stefnuna undir höndum. Áslaugu Thelmu var sagt upp störfum árið 2018 og höfðaði hún mál gegn ON. Fyrirtækið var sýknað af ásökunum hennar um ólögmæta uppsögn en Landsréttur sneri dómnum við. OR ákvað að áfrýja þeirri niðurstöðu ekki. Forsaga málsins er rakin ítarlega í fréttaskýringu sem má lesa hér fyrir neðan. Í stefnu Áslaugar Thelmu kemur fram að samkvæmt dómi Landsréttar hafi ON bakað sér skaðabótaskyldu gegn Áslaugu vegna þess fjárhagslegs tjóns sem hún kynni að hafa orðið fyrir. Þá staðfesti dómurinn að eftir uppsögn Áslaugar hafi fyrirsvarsmenn ON vegið að æru hennar og persónu með síðbúnum skýringum um að uppsögnin hafi byggst á ófullnægjandi frammistöðu hennar í starfi. Samkvæmt stefnunni hefur Áslaug verið óvinnufær vegna áfallsins sem hún varð fyrir við uppsögnina. Lagt er fram vottorð frá sálfræðingi og lækni sem hafa metið hana óvinnufæra. Krafist er þess að ON greiði allan sjúkrakostnað, annað fjártjón og miska. Gífurlegt launatap Krafa Áslaugar um 125 milljónir er meðal annars byggð á gífurlegu launatapi. Á þessum tíma hefur hreint tekjutap hennar verið tæpar 65 milljónir króna. Miðað við árlegar viðræður um launakjör hefðu laun hennar hækkað árlega og því sé tekjutapið nær áttatíu milljónum í raun. Sigurður G., lögmaður Áslaugar, var gestur í Bítinu í morgun, þar sem hann útskýrði hvers vegna krafa þeirra sé svona há. „Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég fæ ekki þessar bætur dæmdar algjörlega þegjandi og hljóðalaust. En ég verð hins vegar að hafa þær hærri þar sem ég veit ekki fyrr en ég hef matsgrein í hendi hvaða áhrif þetta hafði á líf þessa einstaklings,“ segir Sigurður. Dómskvaddir matsmenn þurfi að meta hversu mikið uppsögnin skerti aflahæfni Áslaugar Thelmu það sem eftir er. Til þess að vera öruggur þurfi að hafa upphæðin hærri. Klippa: Bítið - Mannorðið í molum og vill bætir Í stefnunni segir að við ákvörðun miskabóta verði að taka tillit til alvarleika atlögu ON að starfsheiðri og starfsgetu Áslaugar. ON hafi ekki einungis sagt Áslaugu upp án skýringa og beðið hana um að yfirgefa vinnustaðinn þess í stað, heldur létu forsvarsmenn OR og ON innri endurskoðun Reykjavíkurborgar vinna úttekt á starfsmannamálum félaganna almennt, sérstaklega á ráðningu og störfum Áslaugar í því skyni að geta réttlætt uppsögnina. Skýrslan bar heitið „Vinnustaðamenning og mannauðsmál hjá Orkuveitu Reykjavíkur“ þegar hún var gerð opinber að hluta. Skýrslan var síðan kynnt fyrir starfsmönnum OR og ON og síðar var efnt til blaðamannafundar vegna hennar. „Blaðamannafundurinn var sviðsettur og stjórnað af þáverandi fréttahönnuði Orkuveitu Reykjavíkur, Eiríki Hjálmarssyni, og öllu tjaldað til svo gera mætti hann sem áhrifamestan, og aðili fenginn til að skrifa grein sem birt var í dagblaði í nafni Bjarna Más Júlíussonar, þess sem brotið hafði á stefnanda og síðan rekið hana,“ segir í stefnunni. Stormur í vatnsglasi Á fundinum var áréttað að allt væri og hefði verið í sóma í mannauðsmálum hjá OR og dótturfélögum, allir væru ánægðir og að Áslaugu hafi verið sagt upp vegna frammistöðuvanda. Áslaug hafi sjálf búið til „storm í vatnsglasi“ í kringum málið. Berglind Rán Ólafsdóttir.Aðsend „Blaðamannafundurinn og þær dylgjur og aðdróttanir sem þar komu fram og beindust að stefnanda fólu í sér grófa atlögu að æru stefnanda; atlögu sem var tilefnislaus og gerð til að upphefja Orkuveitu Reykjavíkur ohf., dótturfélög og stjórnendur þeirra á kostnað stefnanda. Þessa ógeðfelldu atlögu að æru stefnanda sem ekkert hafði unnið sér til sakar verður að bæta með háum miskabótum,“ segir í stefnunni. Í stefnunni er skorað á Berglindi Rán Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra ON, til að mæta fyrir hönd félagsins þegar málið verður dómtekið þann 27. október næstkomandi. Dómsmál Úttekt á uppsögnum hjá OR Vinnumarkaður Bítið Tengdar fréttir Áslaug Thelma hafði betur gegn Orku náttúrunnar í Landsrétti Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar (ON), gegn fyrirtækinu. ON hyggst una niðurstöðunni og ætlar ekki að áfrýja. 16. júní 2022 14:58 „Við hefðum átt að vanda okkur betur“ Framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar segir að fyrirtækið hefði átt að vanda sig betur í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns, sem stefndi fyrirtækinu fyrir ólögmæta uppsögn. Orkuveita Reykjavíkur var dæmd skaðabótaskyld í málinu í Landsrétti í dag. 16. júní 2022 19:20 Höfðu áhyggjur af frammistöðu Áslaugar Thelmu Starfsmannastjóri Orkuveitu Reykjavíkur og starfsmaður Capacent höfðu báðar áhyggjur af frammistöðu Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar, áður en henni var sagt upp í september 2018. 23. október 2020 09:01 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Þetta kemur fram í stefnu Áslaugar Thelmu gegn Orku náttúrunnar (ON) sem er eitt dótturfélaga OR. Líkt og fram kom á Vísi í gær krefur Áslaug Thelma ON um 125 milljónir króna í skaða- og miskabætur vegna uppsagnar hennar árið 2018. Vísir hefur stefnuna undir höndum. Áslaugu Thelmu var sagt upp störfum árið 2018 og höfðaði hún mál gegn ON. Fyrirtækið var sýknað af ásökunum hennar um ólögmæta uppsögn en Landsréttur sneri dómnum við. OR ákvað að áfrýja þeirri niðurstöðu ekki. Forsaga málsins er rakin ítarlega í fréttaskýringu sem má lesa hér fyrir neðan. Í stefnu Áslaugar Thelmu kemur fram að samkvæmt dómi Landsréttar hafi ON bakað sér skaðabótaskyldu gegn Áslaugu vegna þess fjárhagslegs tjóns sem hún kynni að hafa orðið fyrir. Þá staðfesti dómurinn að eftir uppsögn Áslaugar hafi fyrirsvarsmenn ON vegið að æru hennar og persónu með síðbúnum skýringum um að uppsögnin hafi byggst á ófullnægjandi frammistöðu hennar í starfi. Samkvæmt stefnunni hefur Áslaug verið óvinnufær vegna áfallsins sem hún varð fyrir við uppsögnina. Lagt er fram vottorð frá sálfræðingi og lækni sem hafa metið hana óvinnufæra. Krafist er þess að ON greiði allan sjúkrakostnað, annað fjártjón og miska. Gífurlegt launatap Krafa Áslaugar um 125 milljónir er meðal annars byggð á gífurlegu launatapi. Á þessum tíma hefur hreint tekjutap hennar verið tæpar 65 milljónir króna. Miðað við árlegar viðræður um launakjör hefðu laun hennar hækkað árlega og því sé tekjutapið nær áttatíu milljónum í raun. Sigurður G., lögmaður Áslaugar, var gestur í Bítinu í morgun, þar sem hann útskýrði hvers vegna krafa þeirra sé svona há. „Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég fæ ekki þessar bætur dæmdar algjörlega þegjandi og hljóðalaust. En ég verð hins vegar að hafa þær hærri þar sem ég veit ekki fyrr en ég hef matsgrein í hendi hvaða áhrif þetta hafði á líf þessa einstaklings,“ segir Sigurður. Dómskvaddir matsmenn þurfi að meta hversu mikið uppsögnin skerti aflahæfni Áslaugar Thelmu það sem eftir er. Til þess að vera öruggur þurfi að hafa upphæðin hærri. Klippa: Bítið - Mannorðið í molum og vill bætir Í stefnunni segir að við ákvörðun miskabóta verði að taka tillit til alvarleika atlögu ON að starfsheiðri og starfsgetu Áslaugar. ON hafi ekki einungis sagt Áslaugu upp án skýringa og beðið hana um að yfirgefa vinnustaðinn þess í stað, heldur létu forsvarsmenn OR og ON innri endurskoðun Reykjavíkurborgar vinna úttekt á starfsmannamálum félaganna almennt, sérstaklega á ráðningu og störfum Áslaugar í því skyni að geta réttlætt uppsögnina. Skýrslan bar heitið „Vinnustaðamenning og mannauðsmál hjá Orkuveitu Reykjavíkur“ þegar hún var gerð opinber að hluta. Skýrslan var síðan kynnt fyrir starfsmönnum OR og ON og síðar var efnt til blaðamannafundar vegna hennar. „Blaðamannafundurinn var sviðsettur og stjórnað af þáverandi fréttahönnuði Orkuveitu Reykjavíkur, Eiríki Hjálmarssyni, og öllu tjaldað til svo gera mætti hann sem áhrifamestan, og aðili fenginn til að skrifa grein sem birt var í dagblaði í nafni Bjarna Más Júlíussonar, þess sem brotið hafði á stefnanda og síðan rekið hana,“ segir í stefnunni. Stormur í vatnsglasi Á fundinum var áréttað að allt væri og hefði verið í sóma í mannauðsmálum hjá OR og dótturfélögum, allir væru ánægðir og að Áslaugu hafi verið sagt upp vegna frammistöðuvanda. Áslaug hafi sjálf búið til „storm í vatnsglasi“ í kringum málið. Berglind Rán Ólafsdóttir.Aðsend „Blaðamannafundurinn og þær dylgjur og aðdróttanir sem þar komu fram og beindust að stefnanda fólu í sér grófa atlögu að æru stefnanda; atlögu sem var tilefnislaus og gerð til að upphefja Orkuveitu Reykjavíkur ohf., dótturfélög og stjórnendur þeirra á kostnað stefnanda. Þessa ógeðfelldu atlögu að æru stefnanda sem ekkert hafði unnið sér til sakar verður að bæta með háum miskabótum,“ segir í stefnunni. Í stefnunni er skorað á Berglindi Rán Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra ON, til að mæta fyrir hönd félagsins þegar málið verður dómtekið þann 27. október næstkomandi.
Dómsmál Úttekt á uppsögnum hjá OR Vinnumarkaður Bítið Tengdar fréttir Áslaug Thelma hafði betur gegn Orku náttúrunnar í Landsrétti Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar (ON), gegn fyrirtækinu. ON hyggst una niðurstöðunni og ætlar ekki að áfrýja. 16. júní 2022 14:58 „Við hefðum átt að vanda okkur betur“ Framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar segir að fyrirtækið hefði átt að vanda sig betur í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns, sem stefndi fyrirtækinu fyrir ólögmæta uppsögn. Orkuveita Reykjavíkur var dæmd skaðabótaskyld í málinu í Landsrétti í dag. 16. júní 2022 19:20 Höfðu áhyggjur af frammistöðu Áslaugar Thelmu Starfsmannastjóri Orkuveitu Reykjavíkur og starfsmaður Capacent höfðu báðar áhyggjur af frammistöðu Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar, áður en henni var sagt upp í september 2018. 23. október 2020 09:01 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Áslaug Thelma hafði betur gegn Orku náttúrunnar í Landsrétti Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar (ON), gegn fyrirtækinu. ON hyggst una niðurstöðunni og ætlar ekki að áfrýja. 16. júní 2022 14:58
„Við hefðum átt að vanda okkur betur“ Framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar segir að fyrirtækið hefði átt að vanda sig betur í máli Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns, sem stefndi fyrirtækinu fyrir ólögmæta uppsögn. Orkuveita Reykjavíkur var dæmd skaðabótaskyld í málinu í Landsrétti í dag. 16. júní 2022 19:20
Höfðu áhyggjur af frammistöðu Áslaugar Thelmu Starfsmannastjóri Orkuveitu Reykjavíkur og starfsmaður Capacent höfðu báðar áhyggjur af frammistöðu Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar, áður en henni var sagt upp í september 2018. 23. október 2020 09:01