N1 selur Prime: Krakkarnir hringdu og spurðust fyrir fram á nótt Bjarki Sigurðsson skrifar 16. desember 2022 12:28 Vörurnar eru komnar á N1 en reikna má með að þær seljist eins og heitar lummur. Vísir/Elísabet Inga Hinn vinsæli íþróttadrykkur Prime er komin í sölu á þremur bensínstöðvum N1, í Fossvogi, Lækjargötu í Hafnarfirði og Ártúnshöfða. Markaðsstjóri N1 reiknar með því að drykkirnir seljist upp á augabragði. Fjallað var um drykkinn hér á Vísi í gær eftir að drykkurinn seldist upp í verslunum Krónunnar á mettíma. Vöruflokkastjóri Krónunnar sagðist aldrei hafa séð annað eins ástand. Fólki var bannað að kaupa meira en tólf flöskur í einu. Nú hafa nokkrar bensínstöðvar N1 hafið sölu á drykknum. Í tilkynningu á Facebook-síðu N1 segir að vegna mikillar eftirspurnar og takmarkaðs magns séu aðeins tvær flöskur á mann á meðan birgðir endast. Þyrí Dröfn Konráðsdóttir, markaðsstjóri N1, segist aldrei hafa kynnst öðru eins á tíu árum í starfi á markaðssviði N1. N1 er eins og Krónan hluti af Festi sem hefur tryggt sér drykkinn. En hvað er Prime? Spurning sem krakkar geta flestir svarað á núll einni á meðan fullorðna fólkið klórar sér í hausnum. „Ég eiginlega veit það ekki. Þetta er svolítið líkt Gatorade,“ segir Þyrí og viðurkennir að varan kveiki hjá henni blendnar tilfinningar. En þetta sé þó mjög skemmtilegt. Drykkurinn kom í verslanir Krónunnar í gær og seldist hratt upp. Hann er framleiddur af heimsfrægum áhrifavöldum og að mestu auglýstur á samfélagsmiðlum og efnisveitum eins og TikTok, Instagram og Youtube. Hann nýtur gífurlegra vinsælda meðal ungs fólks. KSI, annar áhrifavaldurinn, tísti í gær að drykkurinn væri á leið í N1. Þyrí segir símann hjá N1 strax hafa farið að hringja. „Það var verið að hringja í starfsfólk í nótt,“ segir Þyrí en sumar verslanir eru opnar allan sólarhringinn. Þá streymi símtöl í þjónustuverið. „Hype-ið hefur verið svakalegt. Ég hef aldrei kynnst svona!“ Hún segir magnið hjá N1 ekki sérstaklega mikið og alveg öruggt að varan muni seljast upp. Fréttablaðið greindi frá því, og birti áhugavert myndband, að nemendur í Árbæjarskóla hefðu sumir hverjir sleppt því að mæta á réttum tíma í skólann. Þess í stað hefði strollan farið í Krónuna og í röð til að tryggja sér drykk. Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri í Árbæjarskóla, kannaðist ekki við að nemendur hefðu skrópað en vel gæti verið að þeir hefðu farið og keypt sér umtalaðan drykk. Þannig var að jólaball var í skólanum í gær og máttu nemendur því mæta seinna í dag. Þeir virðast því hafa nýtt morgunstundina í að tryggja sér Prime. Verslun Neytendur Tengdar fréttir Aldrei séð annað eins ástand í Krónunni Öngþveiti skapaðist í verslunum Krónunnar í dag þegar Prime vítamíns- og íþróttadrykkur var tekinn í sölu. Drykkurinn seldist hratt upp en hann er framleiddur af heimsfrægum áhrifavöldum og er hann að mestu auglýstur á samfélagsmiðlum og efnisveitum eins og TikTok, Instagram og Youtube og nýtur gífurlegra vinsælda meðal ungs fólks. 15. desember 2022 18:20 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira
Fjallað var um drykkinn hér á Vísi í gær eftir að drykkurinn seldist upp í verslunum Krónunnar á mettíma. Vöruflokkastjóri Krónunnar sagðist aldrei hafa séð annað eins ástand. Fólki var bannað að kaupa meira en tólf flöskur í einu. Nú hafa nokkrar bensínstöðvar N1 hafið sölu á drykknum. Í tilkynningu á Facebook-síðu N1 segir að vegna mikillar eftirspurnar og takmarkaðs magns séu aðeins tvær flöskur á mann á meðan birgðir endast. Þyrí Dröfn Konráðsdóttir, markaðsstjóri N1, segist aldrei hafa kynnst öðru eins á tíu árum í starfi á markaðssviði N1. N1 er eins og Krónan hluti af Festi sem hefur tryggt sér drykkinn. En hvað er Prime? Spurning sem krakkar geta flestir svarað á núll einni á meðan fullorðna fólkið klórar sér í hausnum. „Ég eiginlega veit það ekki. Þetta er svolítið líkt Gatorade,“ segir Þyrí og viðurkennir að varan kveiki hjá henni blendnar tilfinningar. En þetta sé þó mjög skemmtilegt. Drykkurinn kom í verslanir Krónunnar í gær og seldist hratt upp. Hann er framleiddur af heimsfrægum áhrifavöldum og að mestu auglýstur á samfélagsmiðlum og efnisveitum eins og TikTok, Instagram og Youtube. Hann nýtur gífurlegra vinsælda meðal ungs fólks. KSI, annar áhrifavaldurinn, tísti í gær að drykkurinn væri á leið í N1. Þyrí segir símann hjá N1 strax hafa farið að hringja. „Það var verið að hringja í starfsfólk í nótt,“ segir Þyrí en sumar verslanir eru opnar allan sólarhringinn. Þá streymi símtöl í þjónustuverið. „Hype-ið hefur verið svakalegt. Ég hef aldrei kynnst svona!“ Hún segir magnið hjá N1 ekki sérstaklega mikið og alveg öruggt að varan muni seljast upp. Fréttablaðið greindi frá því, og birti áhugavert myndband, að nemendur í Árbæjarskóla hefðu sumir hverjir sleppt því að mæta á réttum tíma í skólann. Þess í stað hefði strollan farið í Krónuna og í röð til að tryggja sér drykk. Guðlaug Sturlaugsdóttir, skólastjóri í Árbæjarskóla, kannaðist ekki við að nemendur hefðu skrópað en vel gæti verið að þeir hefðu farið og keypt sér umtalaðan drykk. Þannig var að jólaball var í skólanum í gær og máttu nemendur því mæta seinna í dag. Þeir virðast því hafa nýtt morgunstundina í að tryggja sér Prime.
Verslun Neytendur Tengdar fréttir Aldrei séð annað eins ástand í Krónunni Öngþveiti skapaðist í verslunum Krónunnar í dag þegar Prime vítamíns- og íþróttadrykkur var tekinn í sölu. Drykkurinn seldist hratt upp en hann er framleiddur af heimsfrægum áhrifavöldum og er hann að mestu auglýstur á samfélagsmiðlum og efnisveitum eins og TikTok, Instagram og Youtube og nýtur gífurlegra vinsælda meðal ungs fólks. 15. desember 2022 18:20 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira
Aldrei séð annað eins ástand í Krónunni Öngþveiti skapaðist í verslunum Krónunnar í dag þegar Prime vítamíns- og íþróttadrykkur var tekinn í sölu. Drykkurinn seldist hratt upp en hann er framleiddur af heimsfrægum áhrifavöldum og er hann að mestu auglýstur á samfélagsmiðlum og efnisveitum eins og TikTok, Instagram og Youtube og nýtur gífurlegra vinsælda meðal ungs fólks. 15. desember 2022 18:20