Glódís Perla og Hákon Arnar eru Knattspyrnufólk ársins 2022 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2022 10:35 Glódís Perla Viggósdóttir og Hákon Arnar Haraldsson í leik með íslensku landsliðunum á árinu 2022. Vísir/Hulda Margrét Glódís Perla Viggósdóttir og Hákon Arnar Haraldsson þóttu skara fram úr meðal íslensk knattspyrnufólks á árinu 2022 en Knattspyrnusamband Íslands hefur greint frá vali sínu. Svokallað Leikmannaval KSÍ valdi Glódísi Perlu og Hákon Arnar Knattspyrnufólk ársins 2022. Þetta er í nítjánda sinn sem knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ og eru það fjölmargir aðilar, meðal annars fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, sem velja. Glódís Perla Viggósdóttir og Hákon Arnar Haraldsson hafa verið valin Knattspyrnufólk ársins 2022 af Knattspyrnuvali KSÍ.https://t.co/pekIOVcc0K#dottir #fyririsland pic.twitter.com/q6BBp97xHd— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 19, 2022 Glódís Perla var frábær í vörn íslenska landsliðsins og stórliðs Bayern München á árinu. Hákon Arnar vann dönsku úrvalsdeildina með FCK á sínu fyrsta meistaraflokksári og varð einnig fjórði Íslendingurinn til að skora í Meistaradeildinni. Í næstu sætum á eftir Glódísi voru þær Sveindís Jane Jónsdóttir og Sandra Sigurðardóttir en í næstu sætum á eftir Hákoni enduðu þeir Arnór Sigurðsson og Höskuldur Gunnlaugsson. Hér fyrir neðan má sjá rökstuðning fyrir valinu. Knattspyrnukona ársins - 1. sæti Glódís Perla Viggósdóttir er Knattspyrnukona ársins í fyrsta skipti. Hún hefur verið fastur hlekkur í vörn Bayern München og íslenska landsliðsins á árinu, líkt og áður. Á síðastliðnu keppnistímabili lenti Bayern München í öðru sæti í þýsku úrvalsdeildinni og komst í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Liðið situr nú í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og er búið að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Glódís Perla lék 11 leiki með landsliðinu á árinu, þar af var hún í byrjunarliðinu í öllum þremur leikjum liðsins á EM í Englandi. - 2. sæti Sveindís Jane Jónsdóttir leikur með stórliði Wolfsburg í þýsku úrvalsdeildinni og lyfti með liðinu þýska titlinum á síðasta keppnistímabili ásamt því að vinna þýska bikarinn og komast í undanúrslit í Meistaradeild Evrópu. Á tímabilinu sem er í gangi í dag er Wolfsburg í efsta sæti í þýsku úrvalsdeildinni og er þegar búið að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Sveindís lék alla 12 leiki Íslands á árinu og er lykilmaður í leik liðsins. - 3. sæti Sandra Sigurðardóttir hefur átt frábært ár, bæði með Val og íslenska landsliðinu. Sandra varð bæði Íslands- og bikarmeistari með Val í sumar og var valin besti markmaður deildarinnar af Leikmannasamtökunum. Sandra lék níu landsleiki á árinu og átti frábært EM á Englandi í sumar og var með bestu markmönnum mótsins. - Knattspyrnumaður ársins - 1. sæti Það má með sanni segja að Hákon Arnar Haraldsson hafi komið fram á sjónvarsviðið með miklum krafti á árinu. Á sínu fyrsta heila keppnistímabili í meistaraflokki vann hann dönsku úrvalsdeildina með FCK, komst alla leið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem hann varð fjórði Íslendingurinn til að skora í keppninni, og svo lék hann fyrstu A-landsleiki sína, sjö talsins. - 2. sæti Arnór Sigurðsson lék með IFK Norrköping á síðastliðnu keppnistímabili á láni frá CSKA. Arnór lék frábærlega með sænska liðinu eftir að hann gekk til liðs við það í sumar, en þetta er í annað sinn sem hann leikur með félaginu. Hann lék 11 leiki í sænsku deildinni, skoraði í þeim sex mörk og gaf fjórar stoðsendingar. Arnór lék níu leiki árinu með Íslandi og skoraði eitt mark, gegn Ísrael í júní. - 3. sæti Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks, en liðið vann Bestu deild karla á sannfærandi hátt í sumar. Hann lék alla leiki liðsins á tímabilinu, allar mínútur þess utan fimm mínútna í einum leik og skoraði sjö mörk. Höskuldur spilaði sex landsleiki á árinu og var t.a.m. fyrirliði landsliðsins í leik þess gegn Suður-Kóreu í nóvember. KSÍ Fréttir ársins 2021 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Svokallað Leikmannaval KSÍ valdi Glódísi Perlu og Hákon Arnar Knattspyrnufólk ársins 2022. Þetta er í nítjánda sinn sem knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ og eru það fjölmargir aðilar, meðal annars fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, sem velja. Glódís Perla Viggósdóttir og Hákon Arnar Haraldsson hafa verið valin Knattspyrnufólk ársins 2022 af Knattspyrnuvali KSÍ.https://t.co/pekIOVcc0K#dottir #fyririsland pic.twitter.com/q6BBp97xHd— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 19, 2022 Glódís Perla var frábær í vörn íslenska landsliðsins og stórliðs Bayern München á árinu. Hákon Arnar vann dönsku úrvalsdeildina með FCK á sínu fyrsta meistaraflokksári og varð einnig fjórði Íslendingurinn til að skora í Meistaradeildinni. Í næstu sætum á eftir Glódísi voru þær Sveindís Jane Jónsdóttir og Sandra Sigurðardóttir en í næstu sætum á eftir Hákoni enduðu þeir Arnór Sigurðsson og Höskuldur Gunnlaugsson. Hér fyrir neðan má sjá rökstuðning fyrir valinu. Knattspyrnukona ársins - 1. sæti Glódís Perla Viggósdóttir er Knattspyrnukona ársins í fyrsta skipti. Hún hefur verið fastur hlekkur í vörn Bayern München og íslenska landsliðsins á árinu, líkt og áður. Á síðastliðnu keppnistímabili lenti Bayern München í öðru sæti í þýsku úrvalsdeildinni og komst í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Liðið situr nú í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og er búið að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Glódís Perla lék 11 leiki með landsliðinu á árinu, þar af var hún í byrjunarliðinu í öllum þremur leikjum liðsins á EM í Englandi. - 2. sæti Sveindís Jane Jónsdóttir leikur með stórliði Wolfsburg í þýsku úrvalsdeildinni og lyfti með liðinu þýska titlinum á síðasta keppnistímabili ásamt því að vinna þýska bikarinn og komast í undanúrslit í Meistaradeild Evrópu. Á tímabilinu sem er í gangi í dag er Wolfsburg í efsta sæti í þýsku úrvalsdeildinni og er þegar búið að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Sveindís lék alla 12 leiki Íslands á árinu og er lykilmaður í leik liðsins. - 3. sæti Sandra Sigurðardóttir hefur átt frábært ár, bæði með Val og íslenska landsliðinu. Sandra varð bæði Íslands- og bikarmeistari með Val í sumar og var valin besti markmaður deildarinnar af Leikmannasamtökunum. Sandra lék níu landsleiki á árinu og átti frábært EM á Englandi í sumar og var með bestu markmönnum mótsins. - Knattspyrnumaður ársins - 1. sæti Það má með sanni segja að Hákon Arnar Haraldsson hafi komið fram á sjónvarsviðið með miklum krafti á árinu. Á sínu fyrsta heila keppnistímabili í meistaraflokki vann hann dönsku úrvalsdeildina með FCK, komst alla leið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem hann varð fjórði Íslendingurinn til að skora í keppninni, og svo lék hann fyrstu A-landsleiki sína, sjö talsins. - 2. sæti Arnór Sigurðsson lék með IFK Norrköping á síðastliðnu keppnistímabili á láni frá CSKA. Arnór lék frábærlega með sænska liðinu eftir að hann gekk til liðs við það í sumar, en þetta er í annað sinn sem hann leikur með félaginu. Hann lék 11 leiki í sænsku deildinni, skoraði í þeim sex mörk og gaf fjórar stoðsendingar. Arnór lék níu leiki árinu með Íslandi og skoraði eitt mark, gegn Ísrael í júní. - 3. sæti Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks, en liðið vann Bestu deild karla á sannfærandi hátt í sumar. Hann lék alla leiki liðsins á tímabilinu, allar mínútur þess utan fimm mínútna í einum leik og skoraði sjö mörk. Höskuldur spilaði sex landsleiki á árinu og var t.a.m. fyrirliði landsliðsins í leik þess gegn Suður-Kóreu í nóvember.
Knattspyrnukona ársins - 1. sæti Glódís Perla Viggósdóttir er Knattspyrnukona ársins í fyrsta skipti. Hún hefur verið fastur hlekkur í vörn Bayern München og íslenska landsliðsins á árinu, líkt og áður. Á síðastliðnu keppnistímabili lenti Bayern München í öðru sæti í þýsku úrvalsdeildinni og komst í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Liðið situr nú í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og er búið að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Glódís Perla lék 11 leiki með landsliðinu á árinu, þar af var hún í byrjunarliðinu í öllum þremur leikjum liðsins á EM í Englandi. - 2. sæti Sveindís Jane Jónsdóttir leikur með stórliði Wolfsburg í þýsku úrvalsdeildinni og lyfti með liðinu þýska titlinum á síðasta keppnistímabili ásamt því að vinna þýska bikarinn og komast í undanúrslit í Meistaradeild Evrópu. Á tímabilinu sem er í gangi í dag er Wolfsburg í efsta sæti í þýsku úrvalsdeildinni og er þegar búið að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Sveindís lék alla 12 leiki Íslands á árinu og er lykilmaður í leik liðsins. - 3. sæti Sandra Sigurðardóttir hefur átt frábært ár, bæði með Val og íslenska landsliðinu. Sandra varð bæði Íslands- og bikarmeistari með Val í sumar og var valin besti markmaður deildarinnar af Leikmannasamtökunum. Sandra lék níu landsleiki á árinu og átti frábært EM á Englandi í sumar og var með bestu markmönnum mótsins. - Knattspyrnumaður ársins - 1. sæti Það má með sanni segja að Hákon Arnar Haraldsson hafi komið fram á sjónvarsviðið með miklum krafti á árinu. Á sínu fyrsta heila keppnistímabili í meistaraflokki vann hann dönsku úrvalsdeildina með FCK, komst alla leið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem hann varð fjórði Íslendingurinn til að skora í keppninni, og svo lék hann fyrstu A-landsleiki sína, sjö talsins. - 2. sæti Arnór Sigurðsson lék með IFK Norrköping á síðastliðnu keppnistímabili á láni frá CSKA. Arnór lék frábærlega með sænska liðinu eftir að hann gekk til liðs við það í sumar, en þetta er í annað sinn sem hann leikur með félaginu. Hann lék 11 leiki í sænsku deildinni, skoraði í þeim sex mörk og gaf fjórar stoðsendingar. Arnór lék níu leiki árinu með Íslandi og skoraði eitt mark, gegn Ísrael í júní. - 3. sæti Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks, en liðið vann Bestu deild karla á sannfærandi hátt í sumar. Hann lék alla leiki liðsins á tímabilinu, allar mínútur þess utan fimm mínútna í einum leik og skoraði sjö mörk. Höskuldur spilaði sex landsleiki á árinu og var t.a.m. fyrirliði landsliðsins í leik þess gegn Suður-Kóreu í nóvember.
KSÍ Fréttir ársins 2021 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira