
Fréttir ársins 2021

Glódís Perla og Hákon Arnar eru Knattspyrnufólk ársins 2022
Glódís Perla Viggósdóttir og Hákon Arnar Haraldsson þóttu skara fram úr meðal íslensk knattspyrnufólks á árinu 2022 en Knattspyrnusamband Íslands hefur greint frá vali sínu.

Barátta háð jafnt innan vígvallarins sem utan
Síðastliðið ár hefur ýmislegt gengið á jafnt innan landsteinanna sem utan. Hér verður stiklað á stóru á því helst sem gerðist í útlöndum á árinu.

Aron og Embla vinsælustu mannanöfnin í fyrra
Nafnið Aron var vinsælasta eiginnafnið á meðal nýfæddra drengja á Íslandi í fyrra, annað árið í röð Embla var vinsælasta stúlkunafnið.

Vilhelm tók mynd ársins og fréttamynd ársins
Ljósmyndari Vísis, Vilhelm Gunnarsson, hreppti tvö af sjö verðlaunum sem veitt voru í Ljósmyndasafni Reykjavíkur fyrir bestu myndir ársins 2021 í dag. Mynd Vilhelms af eldgosinu í Geldingadölum var valin mynd ársins og mynd hans af nýmyndaðri ríkisstjórn í roki og rigningu var valin fréttamynd ársins.

Bestu myndir ársins verðlaunaðar og sýndar almenningi
Árleg sýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands hefst á morgun klukkan 15 á Ljósmyndasafni Reykjavíkur í Grófarhúsinu. Bestu myndir ársins verða verðlaunaðar.

Hinn sænski DJ Seinfeld með lag ársins
Það er árlegur viðburður að umsjónarmenn danstónlistarþáttarins PartyZone hói í fjöldan allan af plötusnúðum og taki saman árslista yfir það sem stóð upp úr í danstónlist á árinu.

Tuttugu vinsælustu kvikmyndir ársins 2021 á Íslandi
Nýjasta James Bond myndin No Time to Die var tekjuhæsta kvikmynd síðasta árs í kvikmyndahúsum hér á landi. Íslenska kvikmyndin Leynilögga var í öðru sæti listans.

Fram undan 2022: EM í sumar, HM í desember og kosningar í Frakklandi og Svíþjóð
Árið 2021 er liðið og árið 2022 mætt í öllu sínu veldi. „Enginn veit neitt og allir eru að gera sitt besta“ á sem fyrr við á tímum kórónuveirufaraldursins og því ef til vill erfitt að spá fyrir um fréttaárið sem fram undan er.

Bóksölulisti uppgjör: Glæpasagnadrottningin Yrsa hrifsar til sín krúnuna
Fyrir liggur uppgjör um bóksölu á síðasta ári. Glæpasagnadrottningin Yrsa Sigurðardóttir er á toppi lista.

Um fimm hundruð manns sagt upp í hópuppsögnum á síðasta ári
Engar tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í desember 2021.

Toyota fallið úr toppsætinu og rafbílar sækja á
1.826 Kia fólksbílar voru nýskráðir hérlendis á seinasta ári og var merkið það söluhæsta í fyrsta skipti með 14,3% hlutdeild af sölu nýrra fólksbíla. Næst á eftir kom Toyota með 1.790 nýskráða bíla og 14% hlutdeild en japanski framleiðandinn hefur setið efst á lista yfir vinsælustu fólksbíla Íslendinga samfleytt í um þrjá áratugi.

Íslendingar óðir í búbblurnar árið 2021
Sala á freyðivíni og kampavíni jókst um 17 prósent á milli ára á meðan sala dróst saman í flest öllum öðrum söluflokkum í Vínbúðinni. Mestur var samdrátturinn í sölu á rauðvíni, eða um 5,9 prósent.

Öll fyrirtækin nema eitt í Kauphöllinni hækkuðu árið 2021
Verð á bréfum í Arion banka tvöfaldaðist árið 2021. Bréf í öllum fyrirtækjum í Kauphöllinni gáfu á bilinu tíu til hundrað prósent ávöxtun. Verð á bréfum Solid Clouds lækkaði um fjórðung.

Þetta eru 100 vinsælustu lög Bylgjunnar árið 2021
Bylgjan hefur tekið saman lista yfir hundrað vinsælustu lög stöðvarinnar árið 2021.

Áramótakviss 2022: Manstu eftir því sem gerðist á síðasta ári?
Hversu vel fylgdist þú með fréttum og líðandi stund á síðasta ári? Spreyttu þig og taktu áramótakvissið hér á Vísi.

Viðtöl ársins: Missir, ofbeldi, fitusmánun og óþægilegu hlutirnir
Í hundruðum viðtala sem birst hafa á Vísi á þessu ári hafa einstaklingar opnað sig um veikindi, áföll, afbrot, Covid, missi, klám, fyrirtækjarekstur, ferilinn sinn og svona mætti lengi telja.

Jón Jónsson og GDRN með lag ársins á FM957
Á þessum síðasta degi ársins er vert að líta yfir farinn veg í tónlistarheiminum en Árslisti FM957 kynnti fyrr í dag vinsælustu lög ársins 2021.

Ragnheiður Ósk valin maður ársins 2021
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, er maður ársins að mati fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Margir voru um hituna á viðburðaríku ári en tilkynnt var um valið í þættinum Kryddsíld í dag, þar sem árið 2021 er gert upp.

Guðmundur Felix maður ársins hjá hlustendum og lesendum
Guðmundur Felix Grétarsson er maður ársins að mati hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og lesenda Vísis. Guðmundur Felix fékk ágræddar hendur á árinu eftir langa bið í Frakklandi. Hann hefur með óbilandi trú og kjarki verið fyrirmynd fólks og sýnt mikla þrautseigju og bjartsýni.

Spurningar ársins: Kaupmálar, kynþörf, sambönd og skvört
Hvernig hefur ástarlíf landans verið á tímum skjálfandi jörðu, streymandi kviku og heimsfaraldurs?

Annálar 2021: Kosningaklúður, ástir og örlög Hollywood-stjarnanna og það besta frá Magnúsi Hlyni
Ólíkt fyrri árum ákvað fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar að brjóta aðeins upp á hinn árlega annál. Þetta árið birtist stuttur annáll á hverjum virkum degi í desembermánuði, þar sem farið var yfir það helsta á árinu.

Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu: Edda Falak, Sölvi Tryggva, hraðpróf og AirFryer
Stafræna auglýsingastofan Sahara hefur tekið saman óformlegan lista yfir það sem Íslendingar hafa leitað mest að á leitarvélinni Google á árinu sem er að líða.

Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2021
Þjóðþekktir Íslendingar kvöddu margir á árinu 2021 sem senn líður undir lok.

Kynþokkafyllsta yfirferð ársins
Flest erum við kynverur, upp að vissu marki að minnsta kosti, og þurfum útrás fyrir slíkar kenndir. Íslendingar virðast hafa beint þeirri útrás í ýmsa farvegi á árinu sem er að líða. Suma gamla og góða, en aðra nýja og talsvert djarfa.

Ár hinna ósögðu sagna
Eitruð karlmennska, gerendameðvirkni, útilokunarmenning, þolendaskömmun. Þetta eru orð sem reglulega báru á góma á árinu sem nú er að líða, árinu sem MeToo bylgjan tók á sig breytta mynd.

Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2021
Árið 2021 var nokkuð betra en árið 2020. Þetta er ekki eingöngu satt í tengslum við kvikmyndir heldur flest allt. Hér er þó að mestu verið að tala um kvikmyndir.

Þetta eru sigurvegarar ársins
Árið sem er að líða… var svolítil rússíbanareið. Á meðan sumir koma talsvert þjakaðir undan því standa aðrir uppi sem sigurvegarar. Og það eru þeir sem verða hér í forgrunni.

Frægir fjölguðu sér árið 2021
Það er ávallt mikið gleðiefni þegar börn koma í heiminn. Lífið hefur greint reglulega frá því þegar þekktir einstaklingar eignast börn. Hér að neðan má sjá yfirferð yfir nokkur kríli sem komu í heiminn á árinu 2021 og Vísir greindi frá.

Viðskiptaannáll Innherja 2021: Þrátt fyrir ótal óvissuþætti og krefjandi aðstæður þá blómstraði viðskiptalífið
Innherji gerði upp viðskiptaárið í stuttu myndbandi.

Þau kvöddu á árinu 2021
Fjölmargir þekktir einstaklingar úti í heimi kvöddu þennan heim á árinu sem brátt er á enda.