Einn úr áhöfn taílenska herskipsins fannst á lífi Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2022 14:18 Einn sjóliða HTMS Sukhothai í Bangsaphan í gær. AP/Anuthep Cheysakron Björgunarlið fann einn sjóliða úr áhöfn taílensks herskips á lífi í gær, um hálfum sólarhring eftir að það sökk á aðfaranótt mánudags. Á þriðja tug manna er enn saknað en yfirvöld viðurkenna að ekki hafi verið nógu mörg björgunarvesti um borð í skipinu. HTMS Sukhothai, 35 ára gömul korvetta, sökk með 105 manns um borð í stórsjó í Taílandsflóa á sunnudag. AP-fréttastofan segir að taílenski herinn hafi staðfest að 76 manns hafi verið bjargað, fimm hafi fundist látnir og 24 sé enn saknað. Sjóliðinn og líkin fimm fundust um sextíu kílómetrum frá þeim stað þar sem skipið sökk. Hann sást fljótandi í sjónum um miðjan dag í gær. Flutningaskip sem átti leið hjá bjargaði honum úr sjónum en herfreigáta flytur hann nú í land. Ástand hans er sagt slæmt. Vonir um að fleiri finnist á lífi fara nú þverrandi. Sjóherinn telur ólíklegt að nokkur gæti lifað lengur en tvo daga í sjónum. Fjögur stór herskip, flugvélar, þyrlur og drónar eru notaðir við leitina. Ekki hefur verið hægt að leita á minni fleyjum þar sem enn er vont í sjóinn á svæðinu. Þeir sem komust lífs af hafa sagt taílenskum fjölmiðlum að ekki hafi verið nógu mörg björgunarvesti þar sem skipið var með gesti auk hefðbundinnar áhafnar. Herinn segir að vanalega séu 87 sjóliðar og foringjar um borð í skipinu. Taíland Tengdar fréttir Tuga sjóliða saknað eftir að taílensku herskipi hvolfdi Taílensku herskipi hvolfdi í ofsaveðri á Taílandsflóa í gær og lentu um hundrað sjóliðar í sjónum þegar skipið sökk. 19. desember 2022 08:21 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Sjá meira
HTMS Sukhothai, 35 ára gömul korvetta, sökk með 105 manns um borð í stórsjó í Taílandsflóa á sunnudag. AP-fréttastofan segir að taílenski herinn hafi staðfest að 76 manns hafi verið bjargað, fimm hafi fundist látnir og 24 sé enn saknað. Sjóliðinn og líkin fimm fundust um sextíu kílómetrum frá þeim stað þar sem skipið sökk. Hann sást fljótandi í sjónum um miðjan dag í gær. Flutningaskip sem átti leið hjá bjargaði honum úr sjónum en herfreigáta flytur hann nú í land. Ástand hans er sagt slæmt. Vonir um að fleiri finnist á lífi fara nú þverrandi. Sjóherinn telur ólíklegt að nokkur gæti lifað lengur en tvo daga í sjónum. Fjögur stór herskip, flugvélar, þyrlur og drónar eru notaðir við leitina. Ekki hefur verið hægt að leita á minni fleyjum þar sem enn er vont í sjóinn á svæðinu. Þeir sem komust lífs af hafa sagt taílenskum fjölmiðlum að ekki hafi verið nógu mörg björgunarvesti þar sem skipið var með gesti auk hefðbundinnar áhafnar. Herinn segir að vanalega séu 87 sjóliðar og foringjar um borð í skipinu.
Taíland Tengdar fréttir Tuga sjóliða saknað eftir að taílensku herskipi hvolfdi Taílensku herskipi hvolfdi í ofsaveðri á Taílandsflóa í gær og lentu um hundrað sjóliðar í sjónum þegar skipið sökk. 19. desember 2022 08:21 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Sjá meira
Tuga sjóliða saknað eftir að taílensku herskipi hvolfdi Taílensku herskipi hvolfdi í ofsaveðri á Taílandsflóa í gær og lentu um hundrað sjóliðar í sjónum þegar skipið sökk. 19. desember 2022 08:21