Leyndardómsfull fjöldagröf gæti hafa verið fæðingarstaður hvaleðla Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2022 16:56 Teikning af hópi hvaleðla. Þær voru rándýr sem gátu verið á stærð við strætisvagn með langa kjálka með beittum tönnum og risastórum hreifum. Hvaleðlur voru ekki risaeðlur þó að þær hafi verið samtíða þeim. AP/Gabriel Ugueto/NMNH Fornleifafræðingar hafa fundið vísbendingar um að þekkt steingervingasvæði í Bandaríkjunum sem hefur verið þeim ráðgáta lengi kunni að hafa verið fæðingarstaður hvaleðla fyrir hundruðum milljóna ára. Fjöldi steingerðra leifa svonefndra hvaleðla, risavaxinna skriðdýra sem réðu ríkjum í höfum jarðar á miðlífsöld, hefur fundist í Berlin-hvaleðluþjóðgarðinum í Nevada í Bandaríkjunum frá því að uppgröftur hófst þar á sjötta áratug síðustu aldar. Það sem nú er þurrt og rykugt landslag nærri yfirgefnum námubæ í Nevada var botninn á hitabeltishafi í fyrndinni. Fornleifafræðingar hafa fram að þessu ekki getað svarað því hvers vegna svo margar hvaleðlur hafi drepist á þessum sama bletti. Ný rannsókn bendir nú til þess að dýrin hafi alls ekki drepist á sama tíma heldur hafi leifar þeirra safnast upp með tímanum, jafnvel yfir hundruð þúsunda ára tímabil. Tilgáta vísindamannanna er að staðurinn hafi verið fæðingarstaður hvaleðlanna. „Nokkrir þræðir vísbendinga benda allir í eina átt hér: að þetta hafi verið staður þar sem risavaxnar hvaleðlur komu til að fæða,“ segir Nicholas Pyenson, safnstjóri sjávarspendýrasteingervinga við Smithsonian-safnið og einn höfunda greinar um rannsóknina, við AP-fréttastofuna. Steingerð beinagrind hvaleðlu í Berlin-hvaleðlugarðinum í Nevada í Bandaríkjunum.AP/Neil Kelley/Vanderbilt University Vísindamennirnir bjuggu til stafrænt líkan af hvaleðlunum með því að þrívíddarskanna stórgerð bein dýranna. Hryggjarliðir þeirra eru á stærð við matardiska. Með þessu hætti báru þeir kennsl á að minnsta kosti 37 hvaleðlur, þær elstu allt að 230 milljón ára gamlar. Beinin fundust í ólíkum berglögum og því gætu hundruð þúsunda ára liðið á milli þess sem einstök dýr drápust. Sérstaka athygli vakti að innan um fullvaxnar hvaleðlur fundust smávaxin steingerð bein úr fóstrum og nýfæddum dýrum. Því telja vísindamennirnir að beinin séu úr mæðrum og afkvæmum þeirra sem drápust þar yfir lengri tíma. „Að finna stað til þess að fæða sem er fjarri staðnum þar sem þú étur er virkilega algengt í samtímanum, á meðal hvala, á meðal hákarla,“ segir Pyenson. Engar vísbendingar fundust um að dýrin gætu hafa drepist öll í einu í meiriháttar eldgosi eða öðrum stórum umhverfisbreytingum. Þá fundust beinin á forna hafsbotninum, fremur fjarri ströndu, og því ólíklegt að hvaleðlurnar hafi strandað í stórum hópi og drepist. Teikning sem sýnir stærð hvaleðlu í samanburði við fullorðna manneskju og beinabyggingu eðlunnar.AP/Neil Kelley/Vanderbilt University Bandaríkin Vísindi Hvalir Risaeðlur Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Fjöldi steingerðra leifa svonefndra hvaleðla, risavaxinna skriðdýra sem réðu ríkjum í höfum jarðar á miðlífsöld, hefur fundist í Berlin-hvaleðluþjóðgarðinum í Nevada í Bandaríkjunum frá því að uppgröftur hófst þar á sjötta áratug síðustu aldar. Það sem nú er þurrt og rykugt landslag nærri yfirgefnum námubæ í Nevada var botninn á hitabeltishafi í fyrndinni. Fornleifafræðingar hafa fram að þessu ekki getað svarað því hvers vegna svo margar hvaleðlur hafi drepist á þessum sama bletti. Ný rannsókn bendir nú til þess að dýrin hafi alls ekki drepist á sama tíma heldur hafi leifar þeirra safnast upp með tímanum, jafnvel yfir hundruð þúsunda ára tímabil. Tilgáta vísindamannanna er að staðurinn hafi verið fæðingarstaður hvaleðlanna. „Nokkrir þræðir vísbendinga benda allir í eina átt hér: að þetta hafi verið staður þar sem risavaxnar hvaleðlur komu til að fæða,“ segir Nicholas Pyenson, safnstjóri sjávarspendýrasteingervinga við Smithsonian-safnið og einn höfunda greinar um rannsóknina, við AP-fréttastofuna. Steingerð beinagrind hvaleðlu í Berlin-hvaleðlugarðinum í Nevada í Bandaríkjunum.AP/Neil Kelley/Vanderbilt University Vísindamennirnir bjuggu til stafrænt líkan af hvaleðlunum með því að þrívíddarskanna stórgerð bein dýranna. Hryggjarliðir þeirra eru á stærð við matardiska. Með þessu hætti báru þeir kennsl á að minnsta kosti 37 hvaleðlur, þær elstu allt að 230 milljón ára gamlar. Beinin fundust í ólíkum berglögum og því gætu hundruð þúsunda ára liðið á milli þess sem einstök dýr drápust. Sérstaka athygli vakti að innan um fullvaxnar hvaleðlur fundust smávaxin steingerð bein úr fóstrum og nýfæddum dýrum. Því telja vísindamennirnir að beinin séu úr mæðrum og afkvæmum þeirra sem drápust þar yfir lengri tíma. „Að finna stað til þess að fæða sem er fjarri staðnum þar sem þú étur er virkilega algengt í samtímanum, á meðal hvala, á meðal hákarla,“ segir Pyenson. Engar vísbendingar fundust um að dýrin gætu hafa drepist öll í einu í meiriháttar eldgosi eða öðrum stórum umhverfisbreytingum. Þá fundust beinin á forna hafsbotninum, fremur fjarri ströndu, og því ólíklegt að hvaleðlurnar hafi strandað í stórum hópi og drepist. Teikning sem sýnir stærð hvaleðlu í samanburði við fullorðna manneskju og beinabyggingu eðlunnar.AP/Neil Kelley/Vanderbilt University
Bandaríkin Vísindi Hvalir Risaeðlur Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira