Leyndardómsfull fjöldagröf gæti hafa verið fæðingarstaður hvaleðla Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2022 16:56 Teikning af hópi hvaleðla. Þær voru rándýr sem gátu verið á stærð við strætisvagn með langa kjálka með beittum tönnum og risastórum hreifum. Hvaleðlur voru ekki risaeðlur þó að þær hafi verið samtíða þeim. AP/Gabriel Ugueto/NMNH Fornleifafræðingar hafa fundið vísbendingar um að þekkt steingervingasvæði í Bandaríkjunum sem hefur verið þeim ráðgáta lengi kunni að hafa verið fæðingarstaður hvaleðla fyrir hundruðum milljóna ára. Fjöldi steingerðra leifa svonefndra hvaleðla, risavaxinna skriðdýra sem réðu ríkjum í höfum jarðar á miðlífsöld, hefur fundist í Berlin-hvaleðluþjóðgarðinum í Nevada í Bandaríkjunum frá því að uppgröftur hófst þar á sjötta áratug síðustu aldar. Það sem nú er þurrt og rykugt landslag nærri yfirgefnum námubæ í Nevada var botninn á hitabeltishafi í fyrndinni. Fornleifafræðingar hafa fram að þessu ekki getað svarað því hvers vegna svo margar hvaleðlur hafi drepist á þessum sama bletti. Ný rannsókn bendir nú til þess að dýrin hafi alls ekki drepist á sama tíma heldur hafi leifar þeirra safnast upp með tímanum, jafnvel yfir hundruð þúsunda ára tímabil. Tilgáta vísindamannanna er að staðurinn hafi verið fæðingarstaður hvaleðlanna. „Nokkrir þræðir vísbendinga benda allir í eina átt hér: að þetta hafi verið staður þar sem risavaxnar hvaleðlur komu til að fæða,“ segir Nicholas Pyenson, safnstjóri sjávarspendýrasteingervinga við Smithsonian-safnið og einn höfunda greinar um rannsóknina, við AP-fréttastofuna. Steingerð beinagrind hvaleðlu í Berlin-hvaleðlugarðinum í Nevada í Bandaríkjunum.AP/Neil Kelley/Vanderbilt University Vísindamennirnir bjuggu til stafrænt líkan af hvaleðlunum með því að þrívíddarskanna stórgerð bein dýranna. Hryggjarliðir þeirra eru á stærð við matardiska. Með þessu hætti báru þeir kennsl á að minnsta kosti 37 hvaleðlur, þær elstu allt að 230 milljón ára gamlar. Beinin fundust í ólíkum berglögum og því gætu hundruð þúsunda ára liðið á milli þess sem einstök dýr drápust. Sérstaka athygli vakti að innan um fullvaxnar hvaleðlur fundust smávaxin steingerð bein úr fóstrum og nýfæddum dýrum. Því telja vísindamennirnir að beinin séu úr mæðrum og afkvæmum þeirra sem drápust þar yfir lengri tíma. „Að finna stað til þess að fæða sem er fjarri staðnum þar sem þú étur er virkilega algengt í samtímanum, á meðal hvala, á meðal hákarla,“ segir Pyenson. Engar vísbendingar fundust um að dýrin gætu hafa drepist öll í einu í meiriháttar eldgosi eða öðrum stórum umhverfisbreytingum. Þá fundust beinin á forna hafsbotninum, fremur fjarri ströndu, og því ólíklegt að hvaleðlurnar hafi strandað í stórum hópi og drepist. Teikning sem sýnir stærð hvaleðlu í samanburði við fullorðna manneskju og beinabyggingu eðlunnar.AP/Neil Kelley/Vanderbilt University Bandaríkin Vísindi Hvalir Risaeðlur Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Fjöldi steingerðra leifa svonefndra hvaleðla, risavaxinna skriðdýra sem réðu ríkjum í höfum jarðar á miðlífsöld, hefur fundist í Berlin-hvaleðluþjóðgarðinum í Nevada í Bandaríkjunum frá því að uppgröftur hófst þar á sjötta áratug síðustu aldar. Það sem nú er þurrt og rykugt landslag nærri yfirgefnum námubæ í Nevada var botninn á hitabeltishafi í fyrndinni. Fornleifafræðingar hafa fram að þessu ekki getað svarað því hvers vegna svo margar hvaleðlur hafi drepist á þessum sama bletti. Ný rannsókn bendir nú til þess að dýrin hafi alls ekki drepist á sama tíma heldur hafi leifar þeirra safnast upp með tímanum, jafnvel yfir hundruð þúsunda ára tímabil. Tilgáta vísindamannanna er að staðurinn hafi verið fæðingarstaður hvaleðlanna. „Nokkrir þræðir vísbendinga benda allir í eina átt hér: að þetta hafi verið staður þar sem risavaxnar hvaleðlur komu til að fæða,“ segir Nicholas Pyenson, safnstjóri sjávarspendýrasteingervinga við Smithsonian-safnið og einn höfunda greinar um rannsóknina, við AP-fréttastofuna. Steingerð beinagrind hvaleðlu í Berlin-hvaleðlugarðinum í Nevada í Bandaríkjunum.AP/Neil Kelley/Vanderbilt University Vísindamennirnir bjuggu til stafrænt líkan af hvaleðlunum með því að þrívíddarskanna stórgerð bein dýranna. Hryggjarliðir þeirra eru á stærð við matardiska. Með þessu hætti báru þeir kennsl á að minnsta kosti 37 hvaleðlur, þær elstu allt að 230 milljón ára gamlar. Beinin fundust í ólíkum berglögum og því gætu hundruð þúsunda ára liðið á milli þess sem einstök dýr drápust. Sérstaka athygli vakti að innan um fullvaxnar hvaleðlur fundust smávaxin steingerð bein úr fóstrum og nýfæddum dýrum. Því telja vísindamennirnir að beinin séu úr mæðrum og afkvæmum þeirra sem drápust þar yfir lengri tíma. „Að finna stað til þess að fæða sem er fjarri staðnum þar sem þú étur er virkilega algengt í samtímanum, á meðal hvala, á meðal hákarla,“ segir Pyenson. Engar vísbendingar fundust um að dýrin gætu hafa drepist öll í einu í meiriháttar eldgosi eða öðrum stórum umhverfisbreytingum. Þá fundust beinin á forna hafsbotninum, fremur fjarri ströndu, og því ólíklegt að hvaleðlurnar hafi strandað í stórum hópi og drepist. Teikning sem sýnir stærð hvaleðlu í samanburði við fullorðna manneskju og beinabyggingu eðlunnar.AP/Neil Kelley/Vanderbilt University
Bandaríkin Vísindi Hvalir Risaeðlur Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira