„Ég mun tryggja að svona gerist ekki aftur“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. desember 2022 18:29 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ætlar að tryggja að álíka ástand og verið hefur á Reykjanesbraut síðustu sólarhringa, með tilheyrandi raski á flugumferð, myndist ekki aftur. Hann segir flókið að taka ákvörðun um lokun brautarinnar og segir að ástandið ætti að opna augu fólks fyrir öryggishlutverki Reykjavíkurflugvallar. Búið er að opna Reykjanesbrautina í báðar áttir og brátt mun eðlileg flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefjast á ný. Ástandinu á Keflavíkurflugvelli hefur hins vegar verið lýst sem martraðarkenndu þar sem fjöldi fólks hefur þurft að dvelja vegna aflýstra flugferða. Svona var ástandið á Keflavíkurflugvelli síðdegis í dag.vísir Sigurður Ingi ræddi ástandið við þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis. Hann var meðal annars spurður út í hvort að yfirvöld hafi ekki lært neitt á síðasta vetri þegar svipað veður gekk yfir með álíka afleiðingum. „Þá ræddi ég nú við veðurfræðinga sem sögðu að veðrið hafi verið óvenju vont óvenju lengi. Áður fyrr komu hvellir sem gengu yfir á nokkrum klukkutímum, síðan var hægt að moka og úr varð ágætur dagur þó fleiri hvellir kæmu daginn þar á eftir.“ Þá ræddi hann að erfitt sé að taka ákvörðun um lokun Reykjanesbrautarinnar. Sé ákvörðun tekin of seint sitja fleiri bílar fastir þannig að gríðarlegan tíma tekur að losa þá og koma til byggða. Hins vegar sé það einnig gagnrýnt þegar ákvörðun er tekin skjótt. „Á meðan flugvöllurinn er opinn þá hljótum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að vegirnir til og frá flugvellinum verði opnir. Auðvitað getur komið veður þar sem við ráðum ekki við það tímabundið, en þá þarf það tímabil að vera eins stutt og hægt er,“ segir Sigurður Ingi. Staðfesti tilverurétt Reykjavíkurflugvallar Sigurður nefnir að skoða verði hvort Vegagerðin hafi nægjanlegar heimildir til að draga bíla á brott. „Menn hafa stundum reynt svona fylgdarakstur snjóruðningsbíla. Það endar hins vegar oftast með því að röðin verði of löng, þegar að veðrið er orðið þannig að síðasti bíllinn byrjar að stoppa. Þá er sú leið orðin lokuð.“ Hann segist vera búinn að kalla saman fólk í dag til að finna endanlega lausn á þessu vandamáli. Sigurður Ingi tekur einnig undir það að ástandið staðfesti tilverurétt Reykjavíkurflugvallar. „Ég hef unnið að því og náð samkomulagi um það að Reykjavíkurflugvöllur verði þar sem hann er þangað til annar, nýr og betri flugvöllur er kominn. Það er ekki að gerast á næstu árum og ég held að við ættum að hætta að tala um þetta,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Samgöngur Veður Reykjavíkurflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Snjómokstur Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Við viljum ekki að svona komi fyrir aftur“ Búið er að opna Reykjanesbrautina í báðar áttir og brátt mun eðlileg flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefjast á ný. Forstjóri Icelandair tók á móti farþegum tveggja þota sem flogið var frá Keflavík til Reykjavíkur í dag. 20. desember 2022 15:32 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Búið er að opna Reykjanesbrautina í báðar áttir og brátt mun eðlileg flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefjast á ný. Ástandinu á Keflavíkurflugvelli hefur hins vegar verið lýst sem martraðarkenndu þar sem fjöldi fólks hefur þurft að dvelja vegna aflýstra flugferða. Svona var ástandið á Keflavíkurflugvelli síðdegis í dag.vísir Sigurður Ingi ræddi ástandið við þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis. Hann var meðal annars spurður út í hvort að yfirvöld hafi ekki lært neitt á síðasta vetri þegar svipað veður gekk yfir með álíka afleiðingum. „Þá ræddi ég nú við veðurfræðinga sem sögðu að veðrið hafi verið óvenju vont óvenju lengi. Áður fyrr komu hvellir sem gengu yfir á nokkrum klukkutímum, síðan var hægt að moka og úr varð ágætur dagur þó fleiri hvellir kæmu daginn þar á eftir.“ Þá ræddi hann að erfitt sé að taka ákvörðun um lokun Reykjanesbrautarinnar. Sé ákvörðun tekin of seint sitja fleiri bílar fastir þannig að gríðarlegan tíma tekur að losa þá og koma til byggða. Hins vegar sé það einnig gagnrýnt þegar ákvörðun er tekin skjótt. „Á meðan flugvöllurinn er opinn þá hljótum við að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að vegirnir til og frá flugvellinum verði opnir. Auðvitað getur komið veður þar sem við ráðum ekki við það tímabundið, en þá þarf það tímabil að vera eins stutt og hægt er,“ segir Sigurður Ingi. Staðfesti tilverurétt Reykjavíkurflugvallar Sigurður nefnir að skoða verði hvort Vegagerðin hafi nægjanlegar heimildir til að draga bíla á brott. „Menn hafa stundum reynt svona fylgdarakstur snjóruðningsbíla. Það endar hins vegar oftast með því að röðin verði of löng, þegar að veðrið er orðið þannig að síðasti bíllinn byrjar að stoppa. Þá er sú leið orðin lokuð.“ Hann segist vera búinn að kalla saman fólk í dag til að finna endanlega lausn á þessu vandamáli. Sigurður Ingi tekur einnig undir það að ástandið staðfesti tilverurétt Reykjavíkurflugvallar. „Ég hef unnið að því og náð samkomulagi um það að Reykjavíkurflugvöllur verði þar sem hann er þangað til annar, nýr og betri flugvöllur er kominn. Það er ekki að gerast á næstu árum og ég held að við ættum að hætta að tala um þetta,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Samgöngur Veður Reykjavíkurflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Snjómokstur Fréttir af flugi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Við viljum ekki að svona komi fyrir aftur“ Búið er að opna Reykjanesbrautina í báðar áttir og brátt mun eðlileg flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefjast á ný. Forstjóri Icelandair tók á móti farþegum tveggja þota sem flogið var frá Keflavík til Reykjavíkur í dag. 20. desember 2022 15:32 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
„Við viljum ekki að svona komi fyrir aftur“ Búið er að opna Reykjanesbrautina í báðar áttir og brátt mun eðlileg flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefjast á ný. Forstjóri Icelandair tók á móti farþegum tveggja þota sem flogið var frá Keflavík til Reykjavíkur í dag. 20. desember 2022 15:32