Ekki sýnt fram á að rekja megi banaslysið til jarðhræringa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. desember 2022 11:16 Karlmaður á sextugsaldri lést í slysinu. Vísir/Sigurjón GT verktakar eiga rétt á því að fá þriðjung þeirrar jarðýtu sem féll ofan í malarnámu í Þrengslunum árið 2020 bættan. Stjórnandi jarðýtunnar lést í slysinu. Hann er talinn hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi við stjórn jarðýtunnar. Ekki þykir sannað að stór jarðskjálfti, nokkrum dögum fyrir slysið, hafi átt þátt í því. Þann 22. október 2020 fannst karlmaður látinn í malarnámu í Þrengslunum. Strax var ljóst að jarðýta sem maðurinn stjórnaði fór fram af brún og féll ofan í námuna úr mikilli hæð. Maðurinn var við næturvinnu þegar slysið varð. Ýtan var af tegundinni Liebherr PR776 Litronic, vóg um 73 tonn og var í eigu GT verktaka sem eru með vinnslu í námunni. Jarðýtan hafði verið keypt árið áður á 160 milljónir króna, með kaupleigusamningi við Lykil fjármögnun. Verktakafyrirtækið var með húftryggingu fyrir jarðýtunni hjá tryggingarfélaginu VÍS. Tryggingafélagið hafnaði því hins vegar að bæta tjónið á þeim grundvelli að tjónið hafi orsakast af stórkostlegu gáleysi jarðýtustjórans og broti á varúðarreglu. Fór svo að verktakafyrirtækið stefndi VÍS vegna málsins. Jarðýtan er ein sú stærsta sinnar tegundar, sú stærsta sem Liebherr framleiðir.Vísir/Sigurjón Í dómi Héraðsdóms í málinu, sem féll í byrjun mánaðarins, kemur fram að við rannsókn lögreglu á slysinu komið í ljós að jarðýtustjórinn hafi neytt áfengis fyrir slysið, etanólmagn í blóði hans mældist 1,24 prómill. Byggði tryggingafélagið meðal annars mál sitt á því að með þessu hafi jarðýtustjórinn sýnt af sér stórkostlegt gáleysi. Því hafi tryggingafélagið verið í rétti í því að skerða bótarétt verktakafyrirtækisins að fullu. Stór skjálfti reið yfir tveimur dögum fyrir slysið Verktakafyrirtækið byggði meðal annars mál sitt á því að ýmsar ástæður kunni að hafa verir fyrir slysinu. Ómögulegt væri að slá því föstu hvað kunni að hafa gerst er slysið átti sér stað, sem varð að næturlagi. Taldi fyrirtækið að líklegasta skýringin væri sú að jarðhræringar á svæðinu hafi haft þær afleiðingar á jarðveg fjallshlíðarinnar í námunni að los eða sprunga hafi myndast. Brúnin hafi svo gefið sig undan þunga jarðýtunnar. Jarðskjálfti að stærðinni 5,6 reið yfir svæðið tveimur dögum fyrir slysið. Þá taldi fyrirtækið einnig mögulegt að bilun hafi komið upp í jarðýtunni. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að leggja verði til grundvallar að miðað við magn etanóls í blóði jarðýtustjórans hafi hann talist óhæfur til að stjórna jarðýtunni. Telja verði fullvíst að dómgreind hans hafi verið skert er jarðýtan fór fram af fjallsbrúninni. Telur dómurinn að með því að neyta áfengis við vinnuna umrætt kvöld hafi jarðýtustjórinn sýnt af sér stórkostlegt gáleysi, ekki síst þar sem aðstæður umrætt kvöld hafi verið sérstaklega varasamar vegna mikils myrkurs og hvassviðris. Margt á huldu Í dómi héraðsdóms segir þó að óljóst sé hvernig það nákvæmlega gerðist að jarðýtan fór fram af brúninni, og að á öðrum stað að margt sé á huldu um það atriði. Taldi dómurinn þó að þar sem sýnt hafi verið fram á að jarðýtustjórinn hafi verið undir áhrifum áfengis væri það á ábyrgð verktakafyrirtækisins að sýna fram á slysið hafi átt sér stað af öðrum orsökum. Úr dómi héraðsdóms Þótt margt sé á huldu um það hvernig það gerðist nákvæmlega að jarðýtan fór fram af fjallsbrúninni þessa nótt verður eigi að síður að telja að það hafi ekki getað gerst með öðrum hætti en þeim að hún hafi færst áfram, hvernig sem það hafi gerst. Verður jafnframt að leggja til grundvallar að það hafi gerst fyrir tilverknað stjórnanda jarðýtunnar. Fær það stuðning í því að sjá mátti för á fjallsbrúninni þar sem jarðýtan fór fram af, sbr. framburð fyrirsvarsmanns stefnanda fyrir dómi, enda getur jarðýta aðeins myndað slík för sé henni ekið áfram. Á einhverjum tímapunkti virðist jarðýtan þó hafa fallið niður og tekið með sér efni úr brún pallsins sem hún var staðsett á og þannig myndað skarð í brúnina. Kemur fram í dómi héraðsdóms að bíltæknirannsókn á vegum lögreglu hafi ekki leitt í ljós að bilun hafi orðið á jarðýtunni. Hvað varðar möguleikann á að jarðskjálfti hafi valdið slysinu telur héraðsdómur, sem meðal annars var skipaður Kristínu Jónsdóttur, eldfjalla- og jarðskjálftafræðingi, að ekkert bendi sérstaklega til þess að jarðhræringar hafi átt þátt í slysinu. Tekur dómurinn þó fram að ósanngjarnt sé að verktakafyrirtækið bæri eitt ábyrgð á tjóninu. Ekki verði séð að það hafi mátt vita af ölvunarástandi jarðýtustjórans, eða að það hafi verið í aðstöðu til að koma í veg fyrir það. Var niðurstaða héraðsdóms því að tryggingafélaginu beri að bæta verktakafyrirtækinu þriðjung jarðýtunnar. Dómsmál Ölfus Vinnuslys Tryggingar Tengdar fréttir Rannsókn á slysinu á byrjunarreit og upplýsinga óskað Lögreglan á Suðurlandi og Vinnueftirlit ríkisins rannsaka hvað gerðist þegar jarðýta féll til jarðar úr mikilli hæð í malarnámu í Þrengslunum í fyrrinótt. Karlmaður á sextugsaldri lést í slysinu. 23. október 2020 13:33 Banaslys í malarnámu í Þrengslunum Karlmaður á sextugsaldri fannst látinn í malarnámu í Þrengslunum í morgun. Jarðýta sem maðurinn stjórnaði virðist hafa farið fram af brún og fallið ofan í námuna úr mikilli hæð. 22. október 2020 17:06 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Þann 22. október 2020 fannst karlmaður látinn í malarnámu í Þrengslunum. Strax var ljóst að jarðýta sem maðurinn stjórnaði fór fram af brún og féll ofan í námuna úr mikilli hæð. Maðurinn var við næturvinnu þegar slysið varð. Ýtan var af tegundinni Liebherr PR776 Litronic, vóg um 73 tonn og var í eigu GT verktaka sem eru með vinnslu í námunni. Jarðýtan hafði verið keypt árið áður á 160 milljónir króna, með kaupleigusamningi við Lykil fjármögnun. Verktakafyrirtækið var með húftryggingu fyrir jarðýtunni hjá tryggingarfélaginu VÍS. Tryggingafélagið hafnaði því hins vegar að bæta tjónið á þeim grundvelli að tjónið hafi orsakast af stórkostlegu gáleysi jarðýtustjórans og broti á varúðarreglu. Fór svo að verktakafyrirtækið stefndi VÍS vegna málsins. Jarðýtan er ein sú stærsta sinnar tegundar, sú stærsta sem Liebherr framleiðir.Vísir/Sigurjón Í dómi Héraðsdóms í málinu, sem féll í byrjun mánaðarins, kemur fram að við rannsókn lögreglu á slysinu komið í ljós að jarðýtustjórinn hafi neytt áfengis fyrir slysið, etanólmagn í blóði hans mældist 1,24 prómill. Byggði tryggingafélagið meðal annars mál sitt á því að með þessu hafi jarðýtustjórinn sýnt af sér stórkostlegt gáleysi. Því hafi tryggingafélagið verið í rétti í því að skerða bótarétt verktakafyrirtækisins að fullu. Stór skjálfti reið yfir tveimur dögum fyrir slysið Verktakafyrirtækið byggði meðal annars mál sitt á því að ýmsar ástæður kunni að hafa verir fyrir slysinu. Ómögulegt væri að slá því föstu hvað kunni að hafa gerst er slysið átti sér stað, sem varð að næturlagi. Taldi fyrirtækið að líklegasta skýringin væri sú að jarðhræringar á svæðinu hafi haft þær afleiðingar á jarðveg fjallshlíðarinnar í námunni að los eða sprunga hafi myndast. Brúnin hafi svo gefið sig undan þunga jarðýtunnar. Jarðskjálfti að stærðinni 5,6 reið yfir svæðið tveimur dögum fyrir slysið. Þá taldi fyrirtækið einnig mögulegt að bilun hafi komið upp í jarðýtunni. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að leggja verði til grundvallar að miðað við magn etanóls í blóði jarðýtustjórans hafi hann talist óhæfur til að stjórna jarðýtunni. Telja verði fullvíst að dómgreind hans hafi verið skert er jarðýtan fór fram af fjallsbrúninni. Telur dómurinn að með því að neyta áfengis við vinnuna umrætt kvöld hafi jarðýtustjórinn sýnt af sér stórkostlegt gáleysi, ekki síst þar sem aðstæður umrætt kvöld hafi verið sérstaklega varasamar vegna mikils myrkurs og hvassviðris. Margt á huldu Í dómi héraðsdóms segir þó að óljóst sé hvernig það nákvæmlega gerðist að jarðýtan fór fram af brúninni, og að á öðrum stað að margt sé á huldu um það atriði. Taldi dómurinn þó að þar sem sýnt hafi verið fram á að jarðýtustjórinn hafi verið undir áhrifum áfengis væri það á ábyrgð verktakafyrirtækisins að sýna fram á slysið hafi átt sér stað af öðrum orsökum. Úr dómi héraðsdóms Þótt margt sé á huldu um það hvernig það gerðist nákvæmlega að jarðýtan fór fram af fjallsbrúninni þessa nótt verður eigi að síður að telja að það hafi ekki getað gerst með öðrum hætti en þeim að hún hafi færst áfram, hvernig sem það hafi gerst. Verður jafnframt að leggja til grundvallar að það hafi gerst fyrir tilverknað stjórnanda jarðýtunnar. Fær það stuðning í því að sjá mátti för á fjallsbrúninni þar sem jarðýtan fór fram af, sbr. framburð fyrirsvarsmanns stefnanda fyrir dómi, enda getur jarðýta aðeins myndað slík för sé henni ekið áfram. Á einhverjum tímapunkti virðist jarðýtan þó hafa fallið niður og tekið með sér efni úr brún pallsins sem hún var staðsett á og þannig myndað skarð í brúnina. Kemur fram í dómi héraðsdóms að bíltæknirannsókn á vegum lögreglu hafi ekki leitt í ljós að bilun hafi orðið á jarðýtunni. Hvað varðar möguleikann á að jarðskjálfti hafi valdið slysinu telur héraðsdómur, sem meðal annars var skipaður Kristínu Jónsdóttur, eldfjalla- og jarðskjálftafræðingi, að ekkert bendi sérstaklega til þess að jarðhræringar hafi átt þátt í slysinu. Tekur dómurinn þó fram að ósanngjarnt sé að verktakafyrirtækið bæri eitt ábyrgð á tjóninu. Ekki verði séð að það hafi mátt vita af ölvunarástandi jarðýtustjórans, eða að það hafi verið í aðstöðu til að koma í veg fyrir það. Var niðurstaða héraðsdóms því að tryggingafélaginu beri að bæta verktakafyrirtækinu þriðjung jarðýtunnar.
Úr dómi héraðsdóms Þótt margt sé á huldu um það hvernig það gerðist nákvæmlega að jarðýtan fór fram af fjallsbrúninni þessa nótt verður eigi að síður að telja að það hafi ekki getað gerst með öðrum hætti en þeim að hún hafi færst áfram, hvernig sem það hafi gerst. Verður jafnframt að leggja til grundvallar að það hafi gerst fyrir tilverknað stjórnanda jarðýtunnar. Fær það stuðning í því að sjá mátti för á fjallsbrúninni þar sem jarðýtan fór fram af, sbr. framburð fyrirsvarsmanns stefnanda fyrir dómi, enda getur jarðýta aðeins myndað slík för sé henni ekið áfram. Á einhverjum tímapunkti virðist jarðýtan þó hafa fallið niður og tekið með sér efni úr brún pallsins sem hún var staðsett á og þannig myndað skarð í brúnina.
Dómsmál Ölfus Vinnuslys Tryggingar Tengdar fréttir Rannsókn á slysinu á byrjunarreit og upplýsinga óskað Lögreglan á Suðurlandi og Vinnueftirlit ríkisins rannsaka hvað gerðist þegar jarðýta féll til jarðar úr mikilli hæð í malarnámu í Þrengslunum í fyrrinótt. Karlmaður á sextugsaldri lést í slysinu. 23. október 2020 13:33 Banaslys í malarnámu í Þrengslunum Karlmaður á sextugsaldri fannst látinn í malarnámu í Þrengslunum í morgun. Jarðýta sem maðurinn stjórnaði virðist hafa farið fram af brún og fallið ofan í námuna úr mikilli hæð. 22. október 2020 17:06 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Rannsókn á slysinu á byrjunarreit og upplýsinga óskað Lögreglan á Suðurlandi og Vinnueftirlit ríkisins rannsaka hvað gerðist þegar jarðýta féll til jarðar úr mikilli hæð í malarnámu í Þrengslunum í fyrrinótt. Karlmaður á sextugsaldri lést í slysinu. 23. október 2020 13:33
Banaslys í malarnámu í Þrengslunum Karlmaður á sextugsaldri fannst látinn í malarnámu í Þrengslunum í morgun. Jarðýta sem maðurinn stjórnaði virðist hafa farið fram af brún og fallið ofan í námuna úr mikilli hæð. 22. október 2020 17:06