Lærði af reynslu síðasta móts og tók Óðinn með Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. desember 2022 12:42 Guðmundur Guðmundsson er á leið með íslenska landsliðið á enn eitt stórmótið. vísir/hulda margrét Guðmundur Guðmundsson segir að það reynst erfitt að velja íslenska landsliðshópinn fyrir HM. Eftir reynslu síðasta móts ákvað hann að velja tvo hægri hornamenn. „Á bak við svona val er mikil. Auðvitað er ég búinn að skoða mjög mikið af leikjum hjá liðum hér á landi og úti um allan heim, sérstaklega þar sem maður er að velja á milli manna. Að baki þessu liggur mikil vinna og miklar pælingar,“ sagði Guðmundur við Stefán Árna Pálsson eftir blaðamannafundinn þar sem hann kynnti HM-hópinn. Öfugt við EM í byrjun þessa árs eru tveir hægri hornamenn í íslenska hópnum; Óðinn Þór Ríkharðsson og Sigvaldi Guðjónsson. Sá síðarnefndi spilaði nánast hverja einustu mínútu á EM og var meiddur í nokkra mánuði eftir mótið. En sá Guðmundur eftir því að hafa bara tekið einn hægri hornamann með á síðasta mót? „Já, að vissu leyti,“ svaraði Guðmundur. „Hugsunin þá var að hafa Teit [Örn Einarsson] inni og hann stóð sig mjög vel. Þetta þróaðist þannig að Sigvaldi spilaði svo vel í hverjum einasta leik. Það sem gerðist auðvitað á síðasta stórmóti var að við höfðum enga menn að menn að sækja. Við gátum ekki stækkað hópinn. Mig minnir að Óðinn hafi verið með Covid þannig ég gat ekki tekið hann á síðari stigum.“ Klippa: Viðtal við Guðmund um HM-hópinn Hákon Daði Styrmisson hafði betur í baráttunni við Stiven Tobar Valencia og Orra Frey Þorkelsson í valinu á öðrum vinstri hornamanni með Bjarka Má Elíssyni. Guðmundur segir að bæði Stiven og Orri hafi komið til greina í hópinn. „Já, algjörlega. Ég er búinn að sjá alla leikina með Val í Evrópukeppninni og séð Stiven standa sig vel þar. Orri gerði líka mjög vel með okkur á síðasta móti og hann var möguleiki,“ sagði Guðmundur sem er samt sáttur með valið sitt. „Hákon er búinn að spila frábærlega í þýsku úrvalsdeildinni, sterkustu deild í heimi, og er með sjötíu prósent skotnýtingu. Hann hefur komið inn í landsliðið og hefur staðið sig mjög vel.“ Allt viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ Sjá meira
„Á bak við svona val er mikil. Auðvitað er ég búinn að skoða mjög mikið af leikjum hjá liðum hér á landi og úti um allan heim, sérstaklega þar sem maður er að velja á milli manna. Að baki þessu liggur mikil vinna og miklar pælingar,“ sagði Guðmundur við Stefán Árna Pálsson eftir blaðamannafundinn þar sem hann kynnti HM-hópinn. Öfugt við EM í byrjun þessa árs eru tveir hægri hornamenn í íslenska hópnum; Óðinn Þór Ríkharðsson og Sigvaldi Guðjónsson. Sá síðarnefndi spilaði nánast hverja einustu mínútu á EM og var meiddur í nokkra mánuði eftir mótið. En sá Guðmundur eftir því að hafa bara tekið einn hægri hornamann með á síðasta mót? „Já, að vissu leyti,“ svaraði Guðmundur. „Hugsunin þá var að hafa Teit [Örn Einarsson] inni og hann stóð sig mjög vel. Þetta þróaðist þannig að Sigvaldi spilaði svo vel í hverjum einasta leik. Það sem gerðist auðvitað á síðasta stórmóti var að við höfðum enga menn að menn að sækja. Við gátum ekki stækkað hópinn. Mig minnir að Óðinn hafi verið með Covid þannig ég gat ekki tekið hann á síðari stigum.“ Klippa: Viðtal við Guðmund um HM-hópinn Hákon Daði Styrmisson hafði betur í baráttunni við Stiven Tobar Valencia og Orra Frey Þorkelsson í valinu á öðrum vinstri hornamanni með Bjarka Má Elíssyni. Guðmundur segir að bæði Stiven og Orri hafi komið til greina í hópinn. „Já, algjörlega. Ég er búinn að sjá alla leikina með Val í Evrópukeppninni og séð Stiven standa sig vel þar. Orri gerði líka mjög vel með okkur á síðasta móti og hann var möguleiki,“ sagði Guðmundur sem er samt sáttur með valið sitt. „Hákon er búinn að spila frábærlega í þýsku úrvalsdeildinni, sterkustu deild í heimi, og er með sjötíu prósent skotnýtingu. Hann hefur komið inn í landsliðið og hefur staðið sig mjög vel.“ Allt viðtalið við Guðmund má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ Sjá meira