Tólf á sakamannabekk fyrir að hygla ættingjum sínum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 26. desember 2022 14:30 Arcos de la Frontera í Andalúsíu á Suður-Spáni. Wikimedia Commons Tólf fyrrverandi bæjarfulltrúar í litlum bæ á Suður-Spáni hafa verið ákærðir fyrir spillingu. Á þriggja ára tímabili úthlutuðu þeir ættingjum og vinum hvers annars opinberum framkvæmdum í 150 tilfellum. Ein stór fjölskylda Bærinn Arcos de la Frontera í Andalúsíu, hér á Suður-Spáni er gott dæmi um frændhygli stjórnmálamanna. Það má segja að um tíma hafi bæjarstjórnin í Arcos de la Frontera verið eins og ein stór og samhent fjölskylda. Í bókstaflegum skilningi. Í upphafi síðasta áratugar keyrði frændhyglin um þverbak í þessum litla bæ, sem er á pari við Hafnarfjörð með um 30 þúsund íbúa. Þá var vart þverfótað fyrir börnum, frændum og frænkum, mágum og mágkonum og gömlum skólafélögum bæjarstjórans og hinna bæjarfulltrúanna 11 sem mynduðu meirihlutann í bæjarstjórn, í verkefnum og nefndum bæjarins. Úthlutuðu 150 verkefnum til vina og ættingja Allt í allt úthlutaði bæjarstjórn á þriggja ára tímabili 150 verkefnum eða nefndarsetum til sinna nánustu ættingja og vina. Ekkert lát var á frændhyglinni fyrr en árið 2014 þegar bæjarfulltrúi sósíalista kærði þessa framkomu. Málið hefur síðan verið í rannsókn, en nú hefur verið gefin út ákæra á hendur tólfmenningunum; bæjarstjóranum fyrrverandi og bæjarfulltrúunum ellefu. Í ákæruskjalinu er farið fram á að þeim verði öllum meinað að gegna opinberum embættum á næstu átta til tólf árum. Földu spillinguna Í ákæruskjalinu er farið yfir hvernig hin spillta bæjarstjórn faldi frændhyglina. Bæjarfulltrúar gættu þess að ráða aldrei eigin ættingja og vini í verkefni sem þeir stýrðu, heldur skiptust á að ráða vini og ættingja hvers annars. Dæmi er tekið af mági bæjarstjórans sem fékk sautján sinnum úthlutað nefndarsætum eða opinberum framkvæmdum, ýmist sem smiður, verkamaður eða embættismaður. Í öðru tilviki var dóttir bæjarfulltrúa, sem bar ábyrgð á málefnum fatlaðra í sveitarfélaginu, fengin til að laga til skýrslu þar sem gagnrýnd var staðan í málaflokknum, til að fegra ímynd bæjarfulltrúans, föður síns. Dóttirin sú arna hafði hvorki þekkingu né reynslu af málefnum fatlaðra, hún er menntuð sem hárgreiðslukona og starfar sem slík í bænum. Rannsókn málsins hefur tekið 8 ár en nýverið var gefin út ákæra á hendur tólfmenningunum og vonir standa til að dæmt verði í málinu á næstu vikum, í öllu falli fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara á Spáni í lok maí á næsta ári. Spánn Erlend sakamál Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Ein stór fjölskylda Bærinn Arcos de la Frontera í Andalúsíu, hér á Suður-Spáni er gott dæmi um frændhygli stjórnmálamanna. Það má segja að um tíma hafi bæjarstjórnin í Arcos de la Frontera verið eins og ein stór og samhent fjölskylda. Í bókstaflegum skilningi. Í upphafi síðasta áratugar keyrði frændhyglin um þverbak í þessum litla bæ, sem er á pari við Hafnarfjörð með um 30 þúsund íbúa. Þá var vart þverfótað fyrir börnum, frændum og frænkum, mágum og mágkonum og gömlum skólafélögum bæjarstjórans og hinna bæjarfulltrúanna 11 sem mynduðu meirihlutann í bæjarstjórn, í verkefnum og nefndum bæjarins. Úthlutuðu 150 verkefnum til vina og ættingja Allt í allt úthlutaði bæjarstjórn á þriggja ára tímabili 150 verkefnum eða nefndarsetum til sinna nánustu ættingja og vina. Ekkert lát var á frændhyglinni fyrr en árið 2014 þegar bæjarfulltrúi sósíalista kærði þessa framkomu. Málið hefur síðan verið í rannsókn, en nú hefur verið gefin út ákæra á hendur tólfmenningunum; bæjarstjóranum fyrrverandi og bæjarfulltrúunum ellefu. Í ákæruskjalinu er farið fram á að þeim verði öllum meinað að gegna opinberum embættum á næstu átta til tólf árum. Földu spillinguna Í ákæruskjalinu er farið yfir hvernig hin spillta bæjarstjórn faldi frændhyglina. Bæjarfulltrúar gættu þess að ráða aldrei eigin ættingja og vini í verkefni sem þeir stýrðu, heldur skiptust á að ráða vini og ættingja hvers annars. Dæmi er tekið af mági bæjarstjórans sem fékk sautján sinnum úthlutað nefndarsætum eða opinberum framkvæmdum, ýmist sem smiður, verkamaður eða embættismaður. Í öðru tilviki var dóttir bæjarfulltrúa, sem bar ábyrgð á málefnum fatlaðra í sveitarfélaginu, fengin til að laga til skýrslu þar sem gagnrýnd var staðan í málaflokknum, til að fegra ímynd bæjarfulltrúans, föður síns. Dóttirin sú arna hafði hvorki þekkingu né reynslu af málefnum fatlaðra, hún er menntuð sem hárgreiðslukona og starfar sem slík í bænum. Rannsókn málsins hefur tekið 8 ár en nýverið var gefin út ákæra á hendur tólfmenningunum og vonir standa til að dæmt verði í málinu á næstu vikum, í öllu falli fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara á Spáni í lok maí á næsta ári.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira