„Ísland á auðvitað möguleika á að komast í undanúrslit“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. desember 2022 13:30 Rasmus Boysen hefur trú á því að íslenska landsliðið geti farið í undanúrslit á HM í handbolta. Sanjin Strukic/Pixsell/MB Media/Getty Images Langt er síðan spennan fyrir stórmóti í handbolta var jafn mikil og hún er fyrir HM í Svíþjóð og Póllandi sem hefst eftir rétt rúmar tvær vikur. Rasmus Boysen, einn helsti handboltasérfræðingur heims, fór yfir möguleika Íslands á mótinu í sérstakri viðhafnarútgáfu af hlaðvarpinu Handkastið. Rasmus segir að það hafi verið ljóst á seinasta stórmóti, EM í Ungverjalandi og Slóvakíu, að íslenska liðið væri með gæðin til að fara langt. Hann segir að hópurinn hafi þróast frá því að vera bara með gott byrjunarlið yfir í að vera með heilsteyptan hóp sem á sínum degi getur unnið hvaða lið sem er. „Ég sá það á seinasta stórmóti að liðið er í hæsta gæðaflokki. Þegar íslenska liðið spilar sinn besta leik eru ekki mörg lið sem geta unnið þá. Mér finnst þið vera með mjög gott lið núna með mikið af góðum leikmönnum. Fyrir þrem til fjórum árum var Ísland með gott byrjunarlið, en núna eru þetta mun fleiri leikmenn sem geta staðið sig vel,“ sagði Rasmus Markvarðastaðan verið vandamál áður fyrr, en nú sé öldin önnur Þá segir Rasmus að markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson sé mikilvægt púsl í íslenska liðinu, enda hafi landsliðinu vantað markvörð í hæsta gæðaflokki undandarin ár. Rasmus Boysen er virkilega hrifinn af Viktori Gísla Hallgrímssyni.EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat „Ég held að framþróun Viktors Gísla Hallgrímssonar sé mjög mikilvæg því Ísland hefur oft verið með gott lið, en með fullri virðingu fyrir öðrum markmönnum þá hefur liðinu vantað markmann í hæsta gæðaflokki. Mér finnst Viktor Gísli hafa sýnt það á fyrri hluta tímabils með Nantes að hann getur verið einn besti markmaður í heimi þannig að nú á liðið góðan möguleika á að fara langt á heimsmeistaramótinu.“ Leiðin í undanúrslit erfið Rasmus segir einnig að þrátt fyrir góða möguleika Íslands á mótinu þurfi liðið fyrst að fara í gegnum mjög snúinn riðil. „Auðvitað er fullt af góðum liðum og Ísland er í erfiðum riðli. Liðið á mjög erfiðan leik strax í fyrstu umferð gegn Portúgal og ég held að það sé mikilvægt að ná í góð úrslit þar.“ Ísland á erfiðan leik gegn Portúgal í fyrstu umferð HM.Kolektiff Images/DeFodi Images via Getty Images „Síðan tekur við erfiður milliriðill og í átta liða úrslitum mætir Ísland líklega Danmörku eða Króatíu, kannski Egyptalandi. Þannig það verður erfitt fyrir Ísland að komast þangað, en íslenska liðið á auðvitað möguleika á að komast í undanúrslit. Það er möguleiki,“ sagði Rasmus að lokum. Rasmus rifjaði einnig upp þegar Danmörk tapaði gegn Frökkum á seinasta stórmóti og skítkastið sem hann og aðrir Danir fengu frá Íslendingum í kjölfarið á því. Þáttinn í heild sinni má heyra hér fyrir neðan, en umræðan um möguleika íslenska landsliðsins hefst eftir rúmar 32 mínútur. HM 2023 í handbolta Handkastið Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ Sjá meira
Rasmus segir að það hafi verið ljóst á seinasta stórmóti, EM í Ungverjalandi og Slóvakíu, að íslenska liðið væri með gæðin til að fara langt. Hann segir að hópurinn hafi þróast frá því að vera bara með gott byrjunarlið yfir í að vera með heilsteyptan hóp sem á sínum degi getur unnið hvaða lið sem er. „Ég sá það á seinasta stórmóti að liðið er í hæsta gæðaflokki. Þegar íslenska liðið spilar sinn besta leik eru ekki mörg lið sem geta unnið þá. Mér finnst þið vera með mjög gott lið núna með mikið af góðum leikmönnum. Fyrir þrem til fjórum árum var Ísland með gott byrjunarlið, en núna eru þetta mun fleiri leikmenn sem geta staðið sig vel,“ sagði Rasmus Markvarðastaðan verið vandamál áður fyrr, en nú sé öldin önnur Þá segir Rasmus að markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson sé mikilvægt púsl í íslenska liðinu, enda hafi landsliðinu vantað markvörð í hæsta gæðaflokki undandarin ár. Rasmus Boysen er virkilega hrifinn af Viktori Gísla Hallgrímssyni.EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat „Ég held að framþróun Viktors Gísla Hallgrímssonar sé mjög mikilvæg því Ísland hefur oft verið með gott lið, en með fullri virðingu fyrir öðrum markmönnum þá hefur liðinu vantað markmann í hæsta gæðaflokki. Mér finnst Viktor Gísli hafa sýnt það á fyrri hluta tímabils með Nantes að hann getur verið einn besti markmaður í heimi þannig að nú á liðið góðan möguleika á að fara langt á heimsmeistaramótinu.“ Leiðin í undanúrslit erfið Rasmus segir einnig að þrátt fyrir góða möguleika Íslands á mótinu þurfi liðið fyrst að fara í gegnum mjög snúinn riðil. „Auðvitað er fullt af góðum liðum og Ísland er í erfiðum riðli. Liðið á mjög erfiðan leik strax í fyrstu umferð gegn Portúgal og ég held að það sé mikilvægt að ná í góð úrslit þar.“ Ísland á erfiðan leik gegn Portúgal í fyrstu umferð HM.Kolektiff Images/DeFodi Images via Getty Images „Síðan tekur við erfiður milliriðill og í átta liða úrslitum mætir Ísland líklega Danmörku eða Króatíu, kannski Egyptalandi. Þannig það verður erfitt fyrir Ísland að komast þangað, en íslenska liðið á auðvitað möguleika á að komast í undanúrslit. Það er möguleiki,“ sagði Rasmus að lokum. Rasmus rifjaði einnig upp þegar Danmörk tapaði gegn Frökkum á seinasta stórmóti og skítkastið sem hann og aðrir Danir fengu frá Íslendingum í kjölfarið á því. Þáttinn í heild sinni má heyra hér fyrir neðan, en umræðan um möguleika íslenska landsliðsins hefst eftir rúmar 32 mínútur.
HM 2023 í handbolta Handkastið Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ Sjá meira