Þungir dómar yfir öfgamönnum sem ætluðu að ræna ríkisstjóra Kjartan Kjartansson skrifar 29. desember 2022 16:03 Barry Croft yngri (t.v.) og Adam Fox (t.h.) voru leiðtogar hópsins sem ætlaði að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, árið 2020. AP/samsett Forsprakki hóps hægriöfgamanna sem ætlaði að ræna ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í rúmlega nítján ára fangelsi í gær. Dómurinn er sá þyngsti í málinu en annar leiðtoga hópsins hlaut sextán ára dóm á þriðjudag. Öfgamennirnir voru sakaðir um að leggja á ráðin um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, úr sumarhúsi sínu rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2020. Þeim grömdust sóttvarnaaðgerðir ríkisstjórans við upphaf kórónuveirufaraldursins og töldu auk þess að rétti þeirra til byssueignar væri ógnað, að sögn AP-fréttastofunnar. Barry Croft yngri, 47 ára gömlum vöruflutningabílstjóra frá Delaware, var lýst sem hugmyndafræðingi og andlegum leiðtoga hópsins. Saksóknarar kröfðust lífstíðardóms yfir honum en Croft var sakfelldur fyrir samsærið í ágúst. Hann hlaut á endanum ríflega nítján ára fangelsisdóm fyrir umdæmisdómstóli í Michigan í gær. Verjandi hans segist ætla að áfrýja. Croft tilheyrði vopnaði öfgahægrisveit sem nefnir sig Þrjú prósentin og er andsnúin stjórnvöldum. Degi áður var Adam Fox, samverkamaður Croft, dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir þátt sinn í samsærinu og vörslu á óskráðri sprengju. Átti að verða kveikjan að skálmöld í Bandaríkjunum Hópurinn komst aldrei svo langt að hrinda fyrirætlunum sínum í framkvæmd. Alríkislögreglan FBI laumaði útsendurum sínum inn í hópinn og handtók fjórtán manns. Mannráninu var sagt ætlað að vera upphafið að „skálmöld“ í Bandaríkjunum. Hópurinn ætlaði að ræna Whitmer vopnaður byssum, láta hana svara til saka við gerviréttarhöld og taka hana af lífi. Croft sá fyrir sér óeirðir og ofbeldi um allt landið og að kveikt yrði í opinberum embættismönnum þar sem þeir svæfu. Hann, Fox og fleiri ferðuðust að sumardvalarstað Whitmer til að kynna sér aðstæður. Þrír aðrir félagar í hópnum hafa hlotið þunga fangelsisdóma og fimm bíða enn réttarhalda. Tveir játuðu sig seka og báru vitni gegn Croft og Fox. Þeir hlutu vægari dómara. Whitmer kenndi Donald Trump, þáverandi forseta, um ráðabruggið að hluta þar sem hann hefði alið á ótta og sundrung. Trump hvatti meðal annars stuðningsmenn sína til þess að „frelsa“ Michigan á meðan sóttvarnaaðgerðir voru í gildi þar. Hann lýsti mannránssamsærinu sem „falsi“ fyrr á þessu ári. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Tveir sem ætluðu að ræna ríkisstjóra dæmdir Tveir menn hafa verið dæmdir fyrir ráðabrugg sem gekk út á að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum. Þeir tilheyrðu hópi sem ætlaði að ræna ríkisstjóranum vegna aðgerða hennar til að sporna gegn útbreiðslu Covid-19. Mennirnir ætluðu að halda einhverskonar „réttarhöld“ gegn Whitmer og mögulega taka hana af lífi. 23. ágúst 2022 18:16 Ráðgjafi forsetans hvatti íbúa til að rísa upp gegn sóttvörnum Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, segir henni hafa brugðið þegar hún sá að einn helsti sóttvarnaráðgjafi Donald Trumps, forseta, hefði kallað eftir því að íbúar ríkis hennar risu upp gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. 16. nóvember 2020 19:49 Flytja þurfti fjölskyldu Whitmer vegna öfgamanna Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, og fjölskylda hennar voru flutt á milli felustaða af lögregluþjónum á meðan fylgst var með mönnum sem lögðu á ráðin með að ræna henni. 9. október 2020 17:02 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Öfgamennirnir voru sakaðir um að leggja á ráðin um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, úr sumarhúsi sínu rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2020. Þeim grömdust sóttvarnaaðgerðir ríkisstjórans við upphaf kórónuveirufaraldursins og töldu auk þess að rétti þeirra til byssueignar væri ógnað, að sögn AP-fréttastofunnar. Barry Croft yngri, 47 ára gömlum vöruflutningabílstjóra frá Delaware, var lýst sem hugmyndafræðingi og andlegum leiðtoga hópsins. Saksóknarar kröfðust lífstíðardóms yfir honum en Croft var sakfelldur fyrir samsærið í ágúst. Hann hlaut á endanum ríflega nítján ára fangelsisdóm fyrir umdæmisdómstóli í Michigan í gær. Verjandi hans segist ætla að áfrýja. Croft tilheyrði vopnaði öfgahægrisveit sem nefnir sig Þrjú prósentin og er andsnúin stjórnvöldum. Degi áður var Adam Fox, samverkamaður Croft, dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir þátt sinn í samsærinu og vörslu á óskráðri sprengju. Átti að verða kveikjan að skálmöld í Bandaríkjunum Hópurinn komst aldrei svo langt að hrinda fyrirætlunum sínum í framkvæmd. Alríkislögreglan FBI laumaði útsendurum sínum inn í hópinn og handtók fjórtán manns. Mannráninu var sagt ætlað að vera upphafið að „skálmöld“ í Bandaríkjunum. Hópurinn ætlaði að ræna Whitmer vopnaður byssum, láta hana svara til saka við gerviréttarhöld og taka hana af lífi. Croft sá fyrir sér óeirðir og ofbeldi um allt landið og að kveikt yrði í opinberum embættismönnum þar sem þeir svæfu. Hann, Fox og fleiri ferðuðust að sumardvalarstað Whitmer til að kynna sér aðstæður. Þrír aðrir félagar í hópnum hafa hlotið þunga fangelsisdóma og fimm bíða enn réttarhalda. Tveir játuðu sig seka og báru vitni gegn Croft og Fox. Þeir hlutu vægari dómara. Whitmer kenndi Donald Trump, þáverandi forseta, um ráðabruggið að hluta þar sem hann hefði alið á ótta og sundrung. Trump hvatti meðal annars stuðningsmenn sína til þess að „frelsa“ Michigan á meðan sóttvarnaaðgerðir voru í gildi þar. Hann lýsti mannránssamsærinu sem „falsi“ fyrr á þessu ári.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Tveir sem ætluðu að ræna ríkisstjóra dæmdir Tveir menn hafa verið dæmdir fyrir ráðabrugg sem gekk út á að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum. Þeir tilheyrðu hópi sem ætlaði að ræna ríkisstjóranum vegna aðgerða hennar til að sporna gegn útbreiðslu Covid-19. Mennirnir ætluðu að halda einhverskonar „réttarhöld“ gegn Whitmer og mögulega taka hana af lífi. 23. ágúst 2022 18:16 Ráðgjafi forsetans hvatti íbúa til að rísa upp gegn sóttvörnum Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, segir henni hafa brugðið þegar hún sá að einn helsti sóttvarnaráðgjafi Donald Trumps, forseta, hefði kallað eftir því að íbúar ríkis hennar risu upp gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. 16. nóvember 2020 19:49 Flytja þurfti fjölskyldu Whitmer vegna öfgamanna Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, og fjölskylda hennar voru flutt á milli felustaða af lögregluþjónum á meðan fylgst var með mönnum sem lögðu á ráðin með að ræna henni. 9. október 2020 17:02 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Tveir sem ætluðu að ræna ríkisstjóra dæmdir Tveir menn hafa verið dæmdir fyrir ráðabrugg sem gekk út á að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum. Þeir tilheyrðu hópi sem ætlaði að ræna ríkisstjóranum vegna aðgerða hennar til að sporna gegn útbreiðslu Covid-19. Mennirnir ætluðu að halda einhverskonar „réttarhöld“ gegn Whitmer og mögulega taka hana af lífi. 23. ágúst 2022 18:16
Ráðgjafi forsetans hvatti íbúa til að rísa upp gegn sóttvörnum Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, segir henni hafa brugðið þegar hún sá að einn helsti sóttvarnaráðgjafi Donald Trumps, forseta, hefði kallað eftir því að íbúar ríkis hennar risu upp gegn sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. 16. nóvember 2020 19:49
Flytja þurfti fjölskyldu Whitmer vegna öfgamanna Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, og fjölskylda hennar voru flutt á milli felustaða af lögregluþjónum á meðan fylgst var með mönnum sem lögðu á ráðin með að ræna henni. 9. október 2020 17:02