Endaði í fanginu á Pelé: „Þykir mjög vænt um þessa mynd“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. desember 2022 07:01 Hafþór Theodórsson í fanginu á sjálfum Pelé. MYNDASAFN JGK Þeir eru ekki margir sem eiga mynd af sér í fanginu á sjálfum Pelé. En Hafþór Theodórsson getur stært sig af því. Brasilíska fótboltagoðið féll frá í fyrradag, 82 ára að aldri. Hans hefur víða verið minnst meðal annars hér á landi og Íslandsheimsókn í ágúst 1991 rifjuð upp. Margir hafa birt af sér mynd af Pelé á samfélagsmiðlum, meðal annars Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram í handbolta. „Þetta er mjög eftirminnilegt. Það átti að fara að loka dyrunum að einhverjum sal þar sem eðalmenni áttu að fá að vera í friði. Þá rífur hann í mig,“ sagði Einar við Vísi um kynni sín af Pelé. Annar Frammari sem birti mynd af sér með Pelé er Hafþór Theodórsson. Eða ekki bara með Pelé heldur í fanginu á honum. Hafþór var þá tíu ára. „Þetta var Pelé-mót var haldið sérstaklega því hann var hér. Við unnum það og ég var fyrirliði. Hann kallaði eftir fyrirliðanum og tók mig í fangið,“ sagði Hafþór í samtali við Vísi. „Ég man alveg smá eftir þessu en vissi ekki mikið um hann. Ég fór í viðtal á Rás 2 eftir þetta og eina sem mér fannst skrítið við Pelé var hvað hann var hvítur í höndunum. En seinna áttaði maður sig á því hversu stór karakter þetta var. Ég held mikið upp á þessa mynd.“ Pelé og kátir Frammarar.MYNDASAFN JGK Sá sem mænir á þá Pelé og Hafþór er tvíburabróðir þess síðarnefnda, Eyþór, sem var einnig í liði Fram þennan daginn. „Bróðir horfir upp til okkar og hann er oft minntur á það,“ segir Hafþór á léttum nótum. „Pabbi var líka liðsstjóri og hann var mjög stoltur. Hann vissi alveg hver Pelé var.“ Meðal annarra í liði Fram eru Kristinn V. Jóhannesson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, Daði Guðmundsson, einn leikjahæsti leikmaður í sögu Fram, og Stefán Baldvin Stefánsson, sem lék lengi með handboltaliði Fram. Hann var markvörður Fram-liðsins þarna. Fram vann Val í úrslitaleik Pelé-mótsins.MYNDASAFN JGK Hafþór segir að þeim Pelé hafi ekki farið mikið í milli en þó nógu mikið til að hann muni eftir þessari stund, 31 ári seinna. „Hann óskaði mér til hamingju og ég skildi það en ekki mikið meira,“ sagði Hafþór hlæjandi að lokum. Fótbolti Fram Andlát Pele Einu sinni var... Tengdar fréttir Einstök ævi Pelés á 25 mínútum | Myndbönd Brasilíska fótboltagoðið Pelé lést í gær, 82 ára að aldri, eftir baráttu við krabbamein. Genginn er þar einn besti fótbolta- og íþróttamaður sögunnar. 30. desember 2022 13:46 Myndaveisla frá heimsókn Pele: Reif í einn ljóshærðan hnokka fyrir myndatöku „Þetta er mjög eftirminnilegt. Það átti að fara að loka dyrunum að einhverjum sal þar sem eðalmenni áttu að fá að vera í friði. Þá rífur hann í mig,“ segir Einar Jónsson um kynni sín af knattspyrnugoðsögninni Pele. Svarta perlan kvaddi þennan heim 82 ára að aldri í gær eftir glímu við krabbamein. 30. desember 2022 12:25 Ein mesta íþróttahetja sögunnar fallin frá: „Fyrir tíma Pelé var fótbolti bara íþrótt“ Edson Arantes do Nascimento, betur þekktur sem brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé, lést í kvöld, 82 ára að aldri. Pelé er af mörgum talinn einn allra besti knattspyrnumaður sögunnar. 29. desember 2022 23:01 Þriggja daga þjóðarsorg lýst yfir Brasilísk yfirvöld hafa lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna andláts knattsyrnugoðsagnarinnar Pelé, sem lést í gær. Fjölmargir hafa minnst kappans. 30. desember 2022 07:52 Pelé er látinn Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé er látinn. 29. desember 2022 19:05 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Fleiri fréttir Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Sjá meira
Brasilíska fótboltagoðið féll frá í fyrradag, 82 ára að aldri. Hans hefur víða verið minnst meðal annars hér á landi og Íslandsheimsókn í ágúst 1991 rifjuð upp. Margir hafa birt af sér mynd af Pelé á samfélagsmiðlum, meðal annars Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram í handbolta. „Þetta er mjög eftirminnilegt. Það átti að fara að loka dyrunum að einhverjum sal þar sem eðalmenni áttu að fá að vera í friði. Þá rífur hann í mig,“ sagði Einar við Vísi um kynni sín af Pelé. Annar Frammari sem birti mynd af sér með Pelé er Hafþór Theodórsson. Eða ekki bara með Pelé heldur í fanginu á honum. Hafþór var þá tíu ára. „Þetta var Pelé-mót var haldið sérstaklega því hann var hér. Við unnum það og ég var fyrirliði. Hann kallaði eftir fyrirliðanum og tók mig í fangið,“ sagði Hafþór í samtali við Vísi. „Ég man alveg smá eftir þessu en vissi ekki mikið um hann. Ég fór í viðtal á Rás 2 eftir þetta og eina sem mér fannst skrítið við Pelé var hvað hann var hvítur í höndunum. En seinna áttaði maður sig á því hversu stór karakter þetta var. Ég held mikið upp á þessa mynd.“ Pelé og kátir Frammarar.MYNDASAFN JGK Sá sem mænir á þá Pelé og Hafþór er tvíburabróðir þess síðarnefnda, Eyþór, sem var einnig í liði Fram þennan daginn. „Bróðir horfir upp til okkar og hann er oft minntur á það,“ segir Hafþór á léttum nótum. „Pabbi var líka liðsstjóri og hann var mjög stoltur. Hann vissi alveg hver Pelé var.“ Meðal annarra í liði Fram eru Kristinn V. Jóhannesson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, Daði Guðmundsson, einn leikjahæsti leikmaður í sögu Fram, og Stefán Baldvin Stefánsson, sem lék lengi með handboltaliði Fram. Hann var markvörður Fram-liðsins þarna. Fram vann Val í úrslitaleik Pelé-mótsins.MYNDASAFN JGK Hafþór segir að þeim Pelé hafi ekki farið mikið í milli en þó nógu mikið til að hann muni eftir þessari stund, 31 ári seinna. „Hann óskaði mér til hamingju og ég skildi það en ekki mikið meira,“ sagði Hafþór hlæjandi að lokum.
Fótbolti Fram Andlát Pele Einu sinni var... Tengdar fréttir Einstök ævi Pelés á 25 mínútum | Myndbönd Brasilíska fótboltagoðið Pelé lést í gær, 82 ára að aldri, eftir baráttu við krabbamein. Genginn er þar einn besti fótbolta- og íþróttamaður sögunnar. 30. desember 2022 13:46 Myndaveisla frá heimsókn Pele: Reif í einn ljóshærðan hnokka fyrir myndatöku „Þetta er mjög eftirminnilegt. Það átti að fara að loka dyrunum að einhverjum sal þar sem eðalmenni áttu að fá að vera í friði. Þá rífur hann í mig,“ segir Einar Jónsson um kynni sín af knattspyrnugoðsögninni Pele. Svarta perlan kvaddi þennan heim 82 ára að aldri í gær eftir glímu við krabbamein. 30. desember 2022 12:25 Ein mesta íþróttahetja sögunnar fallin frá: „Fyrir tíma Pelé var fótbolti bara íþrótt“ Edson Arantes do Nascimento, betur þekktur sem brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé, lést í kvöld, 82 ára að aldri. Pelé er af mörgum talinn einn allra besti knattspyrnumaður sögunnar. 29. desember 2022 23:01 Þriggja daga þjóðarsorg lýst yfir Brasilísk yfirvöld hafa lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna andláts knattsyrnugoðsagnarinnar Pelé, sem lést í gær. Fjölmargir hafa minnst kappans. 30. desember 2022 07:52 Pelé er látinn Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé er látinn. 29. desember 2022 19:05 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Fleiri fréttir Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Sjá meira
Einstök ævi Pelés á 25 mínútum | Myndbönd Brasilíska fótboltagoðið Pelé lést í gær, 82 ára að aldri, eftir baráttu við krabbamein. Genginn er þar einn besti fótbolta- og íþróttamaður sögunnar. 30. desember 2022 13:46
Myndaveisla frá heimsókn Pele: Reif í einn ljóshærðan hnokka fyrir myndatöku „Þetta er mjög eftirminnilegt. Það átti að fara að loka dyrunum að einhverjum sal þar sem eðalmenni áttu að fá að vera í friði. Þá rífur hann í mig,“ segir Einar Jónsson um kynni sín af knattspyrnugoðsögninni Pele. Svarta perlan kvaddi þennan heim 82 ára að aldri í gær eftir glímu við krabbamein. 30. desember 2022 12:25
Ein mesta íþróttahetja sögunnar fallin frá: „Fyrir tíma Pelé var fótbolti bara íþrótt“ Edson Arantes do Nascimento, betur þekktur sem brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé, lést í kvöld, 82 ára að aldri. Pelé er af mörgum talinn einn allra besti knattspyrnumaður sögunnar. 29. desember 2022 23:01
Þriggja daga þjóðarsorg lýst yfir Brasilísk yfirvöld hafa lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna andláts knattsyrnugoðsagnarinnar Pelé, sem lést í gær. Fjölmargir hafa minnst kappans. 30. desember 2022 07:52