McCarthy í erfiðri stöðu og líkur á óreiðu á þingi Samúel Karl Ólason skrifar 2. janúar 2023 14:05 Kevin McCarthy þykir í erfiðri stöðu en hann hefur lagt mikið púður í það að verða forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Útlit er fyrir að honum muni mistakast það aftur. AP/Carolyn Kaster Nýtt kjörtímabil hefst í Bandaríkjunum á morgun og munu Demókratar þá formlega missa meirihluta í fulltrúadeildinni. Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, hefur unnið hörðum höndum að því að tryggja sér atkvæði 218 þingmanna svo hann geti orðið þingforseti en svo virðist sem hann nái því ekki. McCarthy hefur lengi viljað verða þingforseti og hefur aldrei farið leynt með það. Hann reyndi það síðast árið 2015 en þá mistókst honum að tryggja sér embættið og það endaði í höndum Paul Ryans. Repúblikanar tryggðu sér mjög nauman meirihluta í fulltrúadeildinni en hún skiptist 222-212 milli flokka. McCarthy má því ekki við því að fleiri en fjórir þingmenn Repúblikanaflokksins neiti að styðja hann. Eins og staðan er núna lítur út fyrir að það séu töluvert fleiri þingmenn en það sem vilja ekki að hann verði forseti þingsins. Þingmenn Repúblikanaflokksins sem þykja langt til hægri og öfgakenndir eru mótfallnir McCarthy og aðrir hófsamir Repúblikanar eru einnig sagðir óttast það að öfgakenndir þingmenn gætu notað sér veika stöðu McCarthy til að þvinga hann til að framfylgja vilja þeirra. Sjá einnig: Mætir mótspyrnu innan eigin flokks Samkvæmt frétt Politico ræddi McCarthy við þingflokkinn í gær og hét hann því að verða við kröfum þingmanna um að breytingar yrðu gerðar á reglum svo auðveldara yrði að víkja honum úr embætti. Breytingarnar yrðu á þá leið að einungis fimm þingmenn þyrftu að krefjast atkvæðagreiðslu um að víkja þingforseta úr embætti, í stað helmings þingflokksins. Í kjölfar þeirrar yfirlýsingar birtu níu íhaldssamir þingmenn flokksins yfirlýsingu um að McCarthy hefði ekki stuðning þeirra. Það er til viðbótar við fimm aðra þingmenn flokksins sem hafa lýst því yfir að þeir styðji McCarthy ekki. Sjá einnig: Slæmt gengi kemur niður á draumum McCarthy Einn þingmaður flokksins sem ræddi við blaðamenn Politico sagði þar að auki að einhverjir óákveðnir þingmenn ætluðu sér ekki að styðja hann. „Vandamálið er að fólk treystir Kevin McCarthy ekki og nokkrir ætla ekki að veita honum atkvæði,“ sagði þingmaðurinn sem ræddi við miðilinn gegn nafnleynd. Þingmaðurinn Bob Good sagði í viðtali í dag að hann myndi aldrei veita McCarthy atkvæði sitt. Aðspurður um annan mögulegan þingforseta, sagði Good að það kæmi í ljós á morgun. Rep. Bob Good says unequivocally on Fox & Friends that he won't vote for Kevin McCarthy for speaker, then says of an alternate candidate, "you'll see that name tomorrow on the second ballot" pic.twitter.com/I3ollpJw8A— Aaron Rupar (@atrupar) January 2, 2023 Bandaríski miðillinn Punchbowl News, sem sérhæfir sig í málefnum þingsins, segir að útlit sé fyrir að allavega fimm til tíu þingmenn ætli ekki að styðja McCarthy. Ekki sé þó ljóst hvort allir muni standa við það, því erfitt sé fyrir þingmenn að fara svo opinberlega gegn leiðtoga þingflokksins og að mikil óreiða gæti myndast á þinginu. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump hafði tekjur í fjölda ríkja á meðan hann var forseti Skattskýrslur Donalds Trump sýna að hann hafði tekjur í á öðrum tug landa á meðan hann var forseti Bandaríkjanna og að hann átti bankareikning í Kína. Trump greiddi enga alríkisskatta síðasta ár sitt sem forseti. 2. janúar 2023 12:20 Þungir dómar yfir öfgamönnum sem ætluðu að ræna ríkisstjóra Forsprakki hóps hægriöfgamanna sem ætlaði að ræna ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í rúmlega nítján ára fangelsi í gær. Dómurinn er sá þyngsti í málinu en annar leiðtoga hópsins hlaut sextán ára dóm á þriðjudag. 29. desember 2022 16:03 Rannsaka raðlygna verðandi þingmanninn Alríkis- og sýslusaksóknarar í Bandaríkjunum rannsaka nú fjármál nýkjörins þingmanns Repúblikanaflokksins og ítrekaðar lygar hans um sjálfan sig í kosningabaráttunni. Verðandi þingmaðurinn hefur átt erfitt með að skýra hvaðan fé sem hann notaði til framboðsins kom. 29. desember 2022 08:49 Viðurkennir að hafa logið á ferilskránni en ætlar samt inn á þing George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York-ríki í Bandaríkjunum fyrir Repúblikana, hefur viðurkennt að hafa logið á ferilskrá sinni. Hann gerir þó lítið úr fölsun sinni, segist einungis hafa gerst sekur um ýkja á ferilskránni og ætlar að taka sæti á þinginu eftir áramót líkt og hann var kosinn til þess að gera. 27. desember 2022 08:51 Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York í Bandaríkjunum, virðist hafa falsað stóran hluta ferilskrár sinnar. Santos sem er Repúblikani vann sæti sitt í fulltrúadeildinni í kosningunum í síðasta mánuði, en Repúblikanar náðu mjög naumum meirihluta þar. 20. desember 2022 16:19 Beina spjótum sínum að Trump Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins notuðu spjall- og fréttaþætti í Bandaríkjunum í gær til að reyna að fjarlægja sig frá Donald Trump, fyrrverandi forseta. Deilt er innan flokksins vegna slæms gengis hans í þingkosningum síðustu viku og vilja margir beina spjótum sínum að Trump. 14. nóvember 2022 09:21 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
McCarthy hefur lengi viljað verða þingforseti og hefur aldrei farið leynt með það. Hann reyndi það síðast árið 2015 en þá mistókst honum að tryggja sér embættið og það endaði í höndum Paul Ryans. Repúblikanar tryggðu sér mjög nauman meirihluta í fulltrúadeildinni en hún skiptist 222-212 milli flokka. McCarthy má því ekki við því að fleiri en fjórir þingmenn Repúblikanaflokksins neiti að styðja hann. Eins og staðan er núna lítur út fyrir að það séu töluvert fleiri þingmenn en það sem vilja ekki að hann verði forseti þingsins. Þingmenn Repúblikanaflokksins sem þykja langt til hægri og öfgakenndir eru mótfallnir McCarthy og aðrir hófsamir Repúblikanar eru einnig sagðir óttast það að öfgakenndir þingmenn gætu notað sér veika stöðu McCarthy til að þvinga hann til að framfylgja vilja þeirra. Sjá einnig: Mætir mótspyrnu innan eigin flokks Samkvæmt frétt Politico ræddi McCarthy við þingflokkinn í gær og hét hann því að verða við kröfum þingmanna um að breytingar yrðu gerðar á reglum svo auðveldara yrði að víkja honum úr embætti. Breytingarnar yrðu á þá leið að einungis fimm þingmenn þyrftu að krefjast atkvæðagreiðslu um að víkja þingforseta úr embætti, í stað helmings þingflokksins. Í kjölfar þeirrar yfirlýsingar birtu níu íhaldssamir þingmenn flokksins yfirlýsingu um að McCarthy hefði ekki stuðning þeirra. Það er til viðbótar við fimm aðra þingmenn flokksins sem hafa lýst því yfir að þeir styðji McCarthy ekki. Sjá einnig: Slæmt gengi kemur niður á draumum McCarthy Einn þingmaður flokksins sem ræddi við blaðamenn Politico sagði þar að auki að einhverjir óákveðnir þingmenn ætluðu sér ekki að styðja hann. „Vandamálið er að fólk treystir Kevin McCarthy ekki og nokkrir ætla ekki að veita honum atkvæði,“ sagði þingmaðurinn sem ræddi við miðilinn gegn nafnleynd. Þingmaðurinn Bob Good sagði í viðtali í dag að hann myndi aldrei veita McCarthy atkvæði sitt. Aðspurður um annan mögulegan þingforseta, sagði Good að það kæmi í ljós á morgun. Rep. Bob Good says unequivocally on Fox & Friends that he won't vote for Kevin McCarthy for speaker, then says of an alternate candidate, "you'll see that name tomorrow on the second ballot" pic.twitter.com/I3ollpJw8A— Aaron Rupar (@atrupar) January 2, 2023 Bandaríski miðillinn Punchbowl News, sem sérhæfir sig í málefnum þingsins, segir að útlit sé fyrir að allavega fimm til tíu þingmenn ætli ekki að styðja McCarthy. Ekki sé þó ljóst hvort allir muni standa við það, því erfitt sé fyrir þingmenn að fara svo opinberlega gegn leiðtoga þingflokksins og að mikil óreiða gæti myndast á þinginu.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump hafði tekjur í fjölda ríkja á meðan hann var forseti Skattskýrslur Donalds Trump sýna að hann hafði tekjur í á öðrum tug landa á meðan hann var forseti Bandaríkjanna og að hann átti bankareikning í Kína. Trump greiddi enga alríkisskatta síðasta ár sitt sem forseti. 2. janúar 2023 12:20 Þungir dómar yfir öfgamönnum sem ætluðu að ræna ríkisstjóra Forsprakki hóps hægriöfgamanna sem ætlaði að ræna ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í rúmlega nítján ára fangelsi í gær. Dómurinn er sá þyngsti í málinu en annar leiðtoga hópsins hlaut sextán ára dóm á þriðjudag. 29. desember 2022 16:03 Rannsaka raðlygna verðandi þingmanninn Alríkis- og sýslusaksóknarar í Bandaríkjunum rannsaka nú fjármál nýkjörins þingmanns Repúblikanaflokksins og ítrekaðar lygar hans um sjálfan sig í kosningabaráttunni. Verðandi þingmaðurinn hefur átt erfitt með að skýra hvaðan fé sem hann notaði til framboðsins kom. 29. desember 2022 08:49 Viðurkennir að hafa logið á ferilskránni en ætlar samt inn á þing George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York-ríki í Bandaríkjunum fyrir Repúblikana, hefur viðurkennt að hafa logið á ferilskrá sinni. Hann gerir þó lítið úr fölsun sinni, segist einungis hafa gerst sekur um ýkja á ferilskránni og ætlar að taka sæti á þinginu eftir áramót líkt og hann var kosinn til þess að gera. 27. desember 2022 08:51 Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York í Bandaríkjunum, virðist hafa falsað stóran hluta ferilskrár sinnar. Santos sem er Repúblikani vann sæti sitt í fulltrúadeildinni í kosningunum í síðasta mánuði, en Repúblikanar náðu mjög naumum meirihluta þar. 20. desember 2022 16:19 Beina spjótum sínum að Trump Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins notuðu spjall- og fréttaþætti í Bandaríkjunum í gær til að reyna að fjarlægja sig frá Donald Trump, fyrrverandi forseta. Deilt er innan flokksins vegna slæms gengis hans í þingkosningum síðustu viku og vilja margir beina spjótum sínum að Trump. 14. nóvember 2022 09:21 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Trump hafði tekjur í fjölda ríkja á meðan hann var forseti Skattskýrslur Donalds Trump sýna að hann hafði tekjur í á öðrum tug landa á meðan hann var forseti Bandaríkjanna og að hann átti bankareikning í Kína. Trump greiddi enga alríkisskatta síðasta ár sitt sem forseti. 2. janúar 2023 12:20
Þungir dómar yfir öfgamönnum sem ætluðu að ræna ríkisstjóra Forsprakki hóps hægriöfgamanna sem ætlaði að ræna ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í rúmlega nítján ára fangelsi í gær. Dómurinn er sá þyngsti í málinu en annar leiðtoga hópsins hlaut sextán ára dóm á þriðjudag. 29. desember 2022 16:03
Rannsaka raðlygna verðandi þingmanninn Alríkis- og sýslusaksóknarar í Bandaríkjunum rannsaka nú fjármál nýkjörins þingmanns Repúblikanaflokksins og ítrekaðar lygar hans um sjálfan sig í kosningabaráttunni. Verðandi þingmaðurinn hefur átt erfitt með að skýra hvaðan fé sem hann notaði til framboðsins kom. 29. desember 2022 08:49
Viðurkennir að hafa logið á ferilskránni en ætlar samt inn á þing George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York-ríki í Bandaríkjunum fyrir Repúblikana, hefur viðurkennt að hafa logið á ferilskrá sinni. Hann gerir þó lítið úr fölsun sinni, segist einungis hafa gerst sekur um ýkja á ferilskránni og ætlar að taka sæti á þinginu eftir áramót líkt og hann var kosinn til þess að gera. 27. desember 2022 08:51
Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York í Bandaríkjunum, virðist hafa falsað stóran hluta ferilskrár sinnar. Santos sem er Repúblikani vann sæti sitt í fulltrúadeildinni í kosningunum í síðasta mánuði, en Repúblikanar náðu mjög naumum meirihluta þar. 20. desember 2022 16:19
Beina spjótum sínum að Trump Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins notuðu spjall- og fréttaþætti í Bandaríkjunum í gær til að reyna að fjarlægja sig frá Donald Trump, fyrrverandi forseta. Deilt er innan flokksins vegna slæms gengis hans í þingkosningum síðustu viku og vilja margir beina spjótum sínum að Trump. 14. nóvember 2022 09:21