Gáttaður á Covid-reglum: „Eruð þið að reyna að eyðileggja íþróttina okkar?“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. janúar 2023 09:43 Björgvin Páll Gústavsson skilur ekkert í IHF. Vísir/Hulda Margrét Björgvin Páll Gústavsson, leikmaður Vals og landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, er afar ósáttur við þær reglur sem verða í gildi á komandi heimsmeistaramóti í handbolta er varða Covid-19. Sænskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að leikmenn yrðu skikkaðir í reglulegar skimanir; áður en mótið hefst, fyrir milliriðil, og fyrir átta liða úrslitin. Greinist menn jákvæðir fara þeir í fimm daga einangrun og mega ekki snúa aftur til móts við liðsfélaga fyrr en þeir greinast neikvæðir fyrir veirunni. @ihf_info are you joking with the covid-19 restrictions for the WC 2023? Are you trying to destroy our sport? Handball friends What to do? We gotta stop this!— Björgvin Páll Gústavsson (@BjoggiGustavs) January 3, 2023 Björgvin Páll ritaði á Twitter í morgun og merkir Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, í færslunni þar sem segir: „Eruð þið að grínast með þessar Covid-19 takmarkanir fyrir HM 2023? Eruð þið að reyna að eyðileggja íþróttina okkar? Handboltavinir… Hvað eigum við að gera? Hvernig komum við í veg fyrir þetta?“ Björgvin Páll er eflaust minnugur síðasta móts, EM í fyrra, þar sem hann sjálfur þurfti að vera í einangrun um hríð, sem og fjölmargir aðrir leikmenn íslenska liðsins. Töluvert var um breytingar á leikmannahópi liðsins á meðan því móti stóð sökum smita innan hópsins. Takmarkanir í gestgjafalöndunum, Svíþjóð og Póllandi, eru litlar sem engar en regluverkið sem um ræðir kemur frá IHF. Svíinn Michael Appelgren segir mótsstjórnir hafa lítið um málið að segja og að þær þurfi að lúta tilskipunum frá alþjóðasambandinu. Íslenski hópurinn kom saman til æfinga í gær og hefur leik gegn Portúgal þann 12. janúar. Ungverjaland og Suður-Kórea eru einnig í riðli Íslands. Liðið spilar tvo æfingaleiki við Þýskaland um komandi helgi í aðdraganda móts. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ Sjá meira
Sænskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að leikmenn yrðu skikkaðir í reglulegar skimanir; áður en mótið hefst, fyrir milliriðil, og fyrir átta liða úrslitin. Greinist menn jákvæðir fara þeir í fimm daga einangrun og mega ekki snúa aftur til móts við liðsfélaga fyrr en þeir greinast neikvæðir fyrir veirunni. @ihf_info are you joking with the covid-19 restrictions for the WC 2023? Are you trying to destroy our sport? Handball friends What to do? We gotta stop this!— Björgvin Páll Gústavsson (@BjoggiGustavs) January 3, 2023 Björgvin Páll ritaði á Twitter í morgun og merkir Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, í færslunni þar sem segir: „Eruð þið að grínast með þessar Covid-19 takmarkanir fyrir HM 2023? Eruð þið að reyna að eyðileggja íþróttina okkar? Handboltavinir… Hvað eigum við að gera? Hvernig komum við í veg fyrir þetta?“ Björgvin Páll er eflaust minnugur síðasta móts, EM í fyrra, þar sem hann sjálfur þurfti að vera í einangrun um hríð, sem og fjölmargir aðrir leikmenn íslenska liðsins. Töluvert var um breytingar á leikmannahópi liðsins á meðan því móti stóð sökum smita innan hópsins. Takmarkanir í gestgjafalöndunum, Svíþjóð og Póllandi, eru litlar sem engar en regluverkið sem um ræðir kemur frá IHF. Svíinn Michael Appelgren segir mótsstjórnir hafa lítið um málið að segja og að þær þurfi að lúta tilskipunum frá alþjóðasambandinu. Íslenski hópurinn kom saman til æfinga í gær og hefur leik gegn Portúgal þann 12. janúar. Ungverjaland og Suður-Kórea eru einnig í riðli Íslands. Liðið spilar tvo æfingaleiki við Þýskaland um komandi helgi í aðdraganda móts.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ Sjá meira