Sér sjálfan sig í öðru ljósi eftir að myndin kom út Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. janúar 2023 11:31 Árni Jón Árnason heillaði þjóðina með heimildarmyndinni Velkominn Árni. Vísir/Vilhelm „Mér skilst að menn hafi orðið mjög hrifnir af mér svo ég fór að líta á mig öðrum augum en áður. Ég hef aldrei haft mikið álit á mér,“ segir Árni Jón Árnason, sem vann hug og hjörtu þjóðarinnar í heimildarmyndinni Velkominn Árni. Hann segir að gerð heimildarmyndarinnar hafi styrkt sig alveg gríðarlega. „Mér finnst ég vera allt annar maður.“ Myndin hefur vakið verðskuldaða athygli síðustu mánuði en þar heyrum við sögu Árna sem 73. aldursári kemst óvænt að því hver faðir hans kann að hafa verið. Í myndinni er Árna fylgt eftir í leit að svörum um uppruna sinn. Árni og Viktoría ræddu myndina í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Vildi komast í næsta kafla „Þetta byrjaði með útvarpsþætti árið 2017,“ útskýrir Viktoría. Í kjölfarið af útvarpsþáttunum Ástandsbörn hafði bandarískur maður samband við hana þar sem hann taldi sig eiga hálfbróður á Íslandi. Þá gerði hún þáttinn Á ég hálfbróður á Íslandi þar sem fólk fékk að kynnast Árna. Hún vissi svo strax að hún vildi halda áfram með söguna. „Ég bara óð af stað og allt í einu vorum við komin upp í flugvél á leið til Bandaríkjanna að fara að taka upp einhverja mögulega heimildarmynd.“ Árni Jón segir að fólk tengi við söguna. Vísir/Vilhelm Útkoman varð heimildarmyndin Velkominn Árni sem Viktoría gerði ásamt Allan Sigurðssyni. Þetta var langt ferli en vel þess virði. Myndin hlaut sem dæmi áhorfendaverðlaun Skjaldborgar á síðasta ári, sem er hátíð íslenskra heimildakvikmynda. „Ég var alveg til í að halda áfram með þessa sögu og reyna að komast í næsta kafla,“ segir Árni um myndina. Ekki á leið í samband Velkominn Árni er þroskasaga manns sem hefur ekki alltaf þorað að fylgja eftir draumum sínum. „Ég lifði mjög fábrotnu lífi og var bara piparsveinn,“ segir Árni um lífið fyrir þessa leit að upprunanum. „Líf mitt í dag er bara mjög gott. Ég er orðinn 77 ára og ennþá piparsveinn, þrátt fyrir ótal bónorð,“ segir Árni og hlær. „Ég er ekkert að hugsa mér að fara að breyta því neitt.“ Árni Jón Árnason segir að lífið sé betra í dag.Vísir/Vilhelm Hreyfði við fólki Árni er í dag í samskiptum við ættingja sína Vestanhafs og hálfbróðir hans David kemur reglulega til Íslands ásamt eiginmanni sínum. Hann segir að fólk stoppi sig út á götu og ræði myndina. „Maður finnur að fólki er hjartans alvara. Þetta er ekki bara eitthvað yfirborðslegt hjal, það er eitthvað sem hefur hreyft við því. Margir tengja við þetta.“ Árni var að gefa út ljóðabókina Seyðingur sem komin er í sölu hér á landi. „Ég horfi bara björtum augum fram á veginn.“ Viktoría útilokar ekki að fara með myndina áfram út í heim. „Ég held að þetta sé saga sem eigi erindi víða.“ Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Bylgjan Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Laug því að stóri bróðir væri faðir sinn Kópavogsbúi á áttræðisaldri með einstakan persónuleika er aðalpersónan í nýrri heimildarmynd þar sem fjallað er um leit hans að uppruna sínum í Bandaríkjunum. Rætt var við Árna Jón Árnason í Íslandi í dag, sem lýsir því hvernig líf hans hefur tekið stakkaskiptum að undanförnu. Viðtalið hefst á tólftu mínútu. 22. september 2022 08:52 „Ekki allir sem verða kvikmyndastjarna og ljóðskáld á einu kvöldi“ Heimildarmyndin Velkominn Árni var frumsýnd í Bíó Paradís í gær. Myndin segir sögu Árna Jóns Árnasonar sem vissi aldrei hver væri faðir sinn. Það var ekki fyrr en á áttræðisaldri sem hann komst óvænt að því hver faðir hans gæti hafa verið. 14. september 2022 20:01 Velkominn Árni og Hækkum rána sigurvegarar á Skjaldborg Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda var haldin á Patreksfirði í fimmtánda sinn um helgina. 7. júní 2022 13:30 Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Hann segir að gerð heimildarmyndarinnar hafi styrkt sig alveg gríðarlega. „Mér finnst ég vera allt annar maður.“ Myndin hefur vakið verðskuldaða athygli síðustu mánuði en þar heyrum við sögu Árna sem 73. aldursári kemst óvænt að því hver faðir hans kann að hafa verið. Í myndinni er Árna fylgt eftir í leit að svörum um uppruna sinn. Árni og Viktoría ræddu myndina í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Vildi komast í næsta kafla „Þetta byrjaði með útvarpsþætti árið 2017,“ útskýrir Viktoría. Í kjölfarið af útvarpsþáttunum Ástandsbörn hafði bandarískur maður samband við hana þar sem hann taldi sig eiga hálfbróður á Íslandi. Þá gerði hún þáttinn Á ég hálfbróður á Íslandi þar sem fólk fékk að kynnast Árna. Hún vissi svo strax að hún vildi halda áfram með söguna. „Ég bara óð af stað og allt í einu vorum við komin upp í flugvél á leið til Bandaríkjanna að fara að taka upp einhverja mögulega heimildarmynd.“ Árni Jón segir að fólk tengi við söguna. Vísir/Vilhelm Útkoman varð heimildarmyndin Velkominn Árni sem Viktoría gerði ásamt Allan Sigurðssyni. Þetta var langt ferli en vel þess virði. Myndin hlaut sem dæmi áhorfendaverðlaun Skjaldborgar á síðasta ári, sem er hátíð íslenskra heimildakvikmynda. „Ég var alveg til í að halda áfram með þessa sögu og reyna að komast í næsta kafla,“ segir Árni um myndina. Ekki á leið í samband Velkominn Árni er þroskasaga manns sem hefur ekki alltaf þorað að fylgja eftir draumum sínum. „Ég lifði mjög fábrotnu lífi og var bara piparsveinn,“ segir Árni um lífið fyrir þessa leit að upprunanum. „Líf mitt í dag er bara mjög gott. Ég er orðinn 77 ára og ennþá piparsveinn, þrátt fyrir ótal bónorð,“ segir Árni og hlær. „Ég er ekkert að hugsa mér að fara að breyta því neitt.“ Árni Jón Árnason segir að lífið sé betra í dag.Vísir/Vilhelm Hreyfði við fólki Árni er í dag í samskiptum við ættingja sína Vestanhafs og hálfbróðir hans David kemur reglulega til Íslands ásamt eiginmanni sínum. Hann segir að fólk stoppi sig út á götu og ræði myndina. „Maður finnur að fólki er hjartans alvara. Þetta er ekki bara eitthvað yfirborðslegt hjal, það er eitthvað sem hefur hreyft við því. Margir tengja við þetta.“ Árni var að gefa út ljóðabókina Seyðingur sem komin er í sölu hér á landi. „Ég horfi bara björtum augum fram á veginn.“ Viktoría útilokar ekki að fara með myndina áfram út í heim. „Ég held að þetta sé saga sem eigi erindi víða.“
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Bylgjan Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Laug því að stóri bróðir væri faðir sinn Kópavogsbúi á áttræðisaldri með einstakan persónuleika er aðalpersónan í nýrri heimildarmynd þar sem fjallað er um leit hans að uppruna sínum í Bandaríkjunum. Rætt var við Árna Jón Árnason í Íslandi í dag, sem lýsir því hvernig líf hans hefur tekið stakkaskiptum að undanförnu. Viðtalið hefst á tólftu mínútu. 22. september 2022 08:52 „Ekki allir sem verða kvikmyndastjarna og ljóðskáld á einu kvöldi“ Heimildarmyndin Velkominn Árni var frumsýnd í Bíó Paradís í gær. Myndin segir sögu Árna Jóns Árnasonar sem vissi aldrei hver væri faðir sinn. Það var ekki fyrr en á áttræðisaldri sem hann komst óvænt að því hver faðir hans gæti hafa verið. 14. september 2022 20:01 Velkominn Árni og Hækkum rána sigurvegarar á Skjaldborg Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda var haldin á Patreksfirði í fimmtánda sinn um helgina. 7. júní 2022 13:30 Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Laug því að stóri bróðir væri faðir sinn Kópavogsbúi á áttræðisaldri með einstakan persónuleika er aðalpersónan í nýrri heimildarmynd þar sem fjallað er um leit hans að uppruna sínum í Bandaríkjunum. Rætt var við Árna Jón Árnason í Íslandi í dag, sem lýsir því hvernig líf hans hefur tekið stakkaskiptum að undanförnu. Viðtalið hefst á tólftu mínútu. 22. september 2022 08:52
„Ekki allir sem verða kvikmyndastjarna og ljóðskáld á einu kvöldi“ Heimildarmyndin Velkominn Árni var frumsýnd í Bíó Paradís í gær. Myndin segir sögu Árna Jóns Árnasonar sem vissi aldrei hver væri faðir sinn. Það var ekki fyrr en á áttræðisaldri sem hann komst óvænt að því hver faðir hans gæti hafa verið. 14. september 2022 20:01
Velkominn Árni og Hækkum rána sigurvegarar á Skjaldborg Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda var haldin á Patreksfirði í fimmtánda sinn um helgina. 7. júní 2022 13:30