Lífið

Kraftlyftinga­kona og fót­bolta­kappi eiga von á barni

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Hér má sjá parið á góðri stundu á árshátíð Sýnar.
Hér má sjá parið á góðri stundu á árshátíð Sýnar. Vísir/Hulda Margrét

Arnhildur Anna Árnadóttir kraftlyftingakona og Alfreð Már Hjaltalín, fyrrverandi knattspyrnumaður og heilsunuddari, eiga von á sínu fyrsta barni saman. Þau greina frá tíðindunum á samfélagsmiðlum.

Mikil hamingja er með tíðindin eins og vænta má. Arnhildur Anna er dóttir Árna Haukssonar fjárfestis og Borghildar Erlingsdóttur, forstjóra Hugverkastofu, sem verða með þessu amma og afi.

Borghildur er gift Viðari Lúðvíkssyni lögmanni og nú stjúpafa. Árni er kvæntur Ingu Lind Karlsdóttur fjölmiðlakonu og nú stjúpömmu.

Í tilkynningu á Instagram frá parinu má sjá mynd af þremur pörum af UGG skóm og er þriðja parið ansi lítið og sætt. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.