McCarthy vantar enn fjögur atkvæði Árni Sæberg skrifar 6. janúar 2023 21:42 McCarthy þokast nær embætti forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Jose Luis Magana/AP Repúblikanann Kevin McCarthy vantar enn atkvæði fjögurra þingmanna fulltrúadeildar Bandaríkjaþings til þess að verða forseti þingsins. Í dag fóru tólftu og þrettándu umferðir kosningar í embættið fram. Nýtt kjörtímabil hófst á Bandaríkjaþingi á dögunum en það fer heldur brösuglega af stað. Þingmönnum virðist fyrirmunað að koma sér saman um það hver eigi að vera forseti fulltrúadeildar þingsins. Undir venjulegum kringumstæðum er það ekkert tiltökumál, sá flokkur sem fleiri þingmenn hefur á þingi velur sér einfaldlega forseta. Í nýafstöðnum þingkosningum hlutu Repúblikanar 222 fulltrúa gegn 212 fulltrúum Demókrata. 218 atkvæði þarf til þess að verða þingforseti og því mætti ætla að Repúblikanar ættu auðvelt með koma sínum manni í stólinn eftirsótta. Sá galli er hins vegar á að meirihluti Repúblikana hefur komið sér saman um að kjósa Kevin McCarthy, sem hefur um árabil leitt þingflokk þeirra, en hluti þeirra vill ekki sjá McCarthy í forsetastóli. Fyrir þingfund í dag ræddi McCarthy við þennan hóp andstæðinga sinna til þess að reyna að fá þá yfir á sína hlið. Hann tjáði fréttamönnum í morgun að sá fundur hefði gengið vel og að hann væri bjartsýnn á framhaldið. Betur má ef duga skal Á þingfundi í dag reyndu fulltrúar enn og aftur að kjósa sér nýjan forseta þegar tólfta atkvæðagreiðslan þess efnis fór fram. McCarthy bætti vel við fylgi sitt þegar hann hlaut 213 atkvæði í stað þeirra 200 sem hann hafði fengið í þremur atkvæðagreiðslum í röð. Að lokinni talningu var strax blásið til annarrar atkvæðagreiðslu þar sem aðeins McCarthy og Hakeem Jeffries, þingforsetaefni Demókrata, voru tilnefndir. Í þeirri atkvæðagreiðslu, þeirri þrettándu í heildina, bætti McCarthy við sig einu atkvæði og hlaut 214 stykki. AP greinir frá niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar. Því er ljóst að betur má ef duga skal og að McCarthy þurfi að ganga aftur að samningaborðinu við andstæðinga sína innan eigin flokks. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Enginn forseti í fulltrúadeildinni eftir ellefu tilraunir Það gengur hvorki né rekur hjá bandaríska þingmanninum Kevin McCarthy að ná kjöri sem forseti fulltrúadeildarinnar. Eitthvað virðist þó þokast í samkomulagsátt innan Repúblikanaflokksins. 6. janúar 2023 07:48 Niðurlæging þingforsetaefnis repúblikana hélt áfram Pattstaða ríkir enn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir að Kevin McCarthy, leiðtoga repúblikana, mistókst enn og aftur að tryggja sér nógu mörg atkvæði flokkssystkina sinna til þess að ná kjöri sem forseti deildarinnar. Ekkert liggur fyrir um hvernig hægt verður að skera á hnútinn. 5. janúar 2023 09:00 Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, varð í gær fyrstur manna í hundrað ár til að ná ekki að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar í fyrstu atkvæðagreiðslu. 4. janúar 2023 07:33 Trump kallar eftir stuðningi við McCarthy Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, kallar eftir því að Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fylki liði við bak Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins. McCarthy vill verða forseti fulltrúadeildarinnar en mistókst það í þremur atkvæðagreiðslum í gær. 4. janúar 2023 14:23 Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Sjá meira
Nýtt kjörtímabil hófst á Bandaríkjaþingi á dögunum en það fer heldur brösuglega af stað. Þingmönnum virðist fyrirmunað að koma sér saman um það hver eigi að vera forseti fulltrúadeildar þingsins. Undir venjulegum kringumstæðum er það ekkert tiltökumál, sá flokkur sem fleiri þingmenn hefur á þingi velur sér einfaldlega forseta. Í nýafstöðnum þingkosningum hlutu Repúblikanar 222 fulltrúa gegn 212 fulltrúum Demókrata. 218 atkvæði þarf til þess að verða þingforseti og því mætti ætla að Repúblikanar ættu auðvelt með koma sínum manni í stólinn eftirsótta. Sá galli er hins vegar á að meirihluti Repúblikana hefur komið sér saman um að kjósa Kevin McCarthy, sem hefur um árabil leitt þingflokk þeirra, en hluti þeirra vill ekki sjá McCarthy í forsetastóli. Fyrir þingfund í dag ræddi McCarthy við þennan hóp andstæðinga sinna til þess að reyna að fá þá yfir á sína hlið. Hann tjáði fréttamönnum í morgun að sá fundur hefði gengið vel og að hann væri bjartsýnn á framhaldið. Betur má ef duga skal Á þingfundi í dag reyndu fulltrúar enn og aftur að kjósa sér nýjan forseta þegar tólfta atkvæðagreiðslan þess efnis fór fram. McCarthy bætti vel við fylgi sitt þegar hann hlaut 213 atkvæði í stað þeirra 200 sem hann hafði fengið í þremur atkvæðagreiðslum í röð. Að lokinni talningu var strax blásið til annarrar atkvæðagreiðslu þar sem aðeins McCarthy og Hakeem Jeffries, þingforsetaefni Demókrata, voru tilnefndir. Í þeirri atkvæðagreiðslu, þeirri þrettándu í heildina, bætti McCarthy við sig einu atkvæði og hlaut 214 stykki. AP greinir frá niðurstöðum atkvæðagreiðslunnar. Því er ljóst að betur má ef duga skal og að McCarthy þurfi að ganga aftur að samningaborðinu við andstæðinga sína innan eigin flokks.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Enginn forseti í fulltrúadeildinni eftir ellefu tilraunir Það gengur hvorki né rekur hjá bandaríska þingmanninum Kevin McCarthy að ná kjöri sem forseti fulltrúadeildarinnar. Eitthvað virðist þó þokast í samkomulagsátt innan Repúblikanaflokksins. 6. janúar 2023 07:48 Niðurlæging þingforsetaefnis repúblikana hélt áfram Pattstaða ríkir enn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir að Kevin McCarthy, leiðtoga repúblikana, mistókst enn og aftur að tryggja sér nógu mörg atkvæði flokkssystkina sinna til þess að ná kjöri sem forseti deildarinnar. Ekkert liggur fyrir um hvernig hægt verður að skera á hnútinn. 5. janúar 2023 09:00 Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, varð í gær fyrstur manna í hundrað ár til að ná ekki að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar í fyrstu atkvæðagreiðslu. 4. janúar 2023 07:33 Trump kallar eftir stuðningi við McCarthy Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, kallar eftir því að Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fylki liði við bak Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins. McCarthy vill verða forseti fulltrúadeildarinnar en mistókst það í þremur atkvæðagreiðslum í gær. 4. janúar 2023 14:23 Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Sjá meira
Enginn forseti í fulltrúadeildinni eftir ellefu tilraunir Það gengur hvorki né rekur hjá bandaríska þingmanninum Kevin McCarthy að ná kjöri sem forseti fulltrúadeildarinnar. Eitthvað virðist þó þokast í samkomulagsátt innan Repúblikanaflokksins. 6. janúar 2023 07:48
Niðurlæging þingforsetaefnis repúblikana hélt áfram Pattstaða ríkir enn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir að Kevin McCarthy, leiðtoga repúblikana, mistókst enn og aftur að tryggja sér nógu mörg atkvæði flokkssystkina sinna til þess að ná kjöri sem forseti deildarinnar. Ekkert liggur fyrir um hvernig hægt verður að skera á hnútinn. 5. janúar 2023 09:00
Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, varð í gær fyrstur manna í hundrað ár til að ná ekki að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar í fyrstu atkvæðagreiðslu. 4. janúar 2023 07:33
Trump kallar eftir stuðningi við McCarthy Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, kallar eftir því að Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fylki liði við bak Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins. McCarthy vill verða forseti fulltrúadeildarinnar en mistókst það í þremur atkvæðagreiðslum í gær. 4. janúar 2023 14:23