Segja fullyrðingar SA skáldskap Árni Sæberg skrifar 7. janúar 2023 14:00 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Efling hafnar því með öllu að semja um sömu launatöflu og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa samið um við Samtök atvinnulífsins. Félagið krefst þess að sérstaða Eflingarfólks vegna annarrar samsetningar starfa og annars starfsaldursmynsturs, sem og vegna hærri framfærslukostnaðar á höfuðborgarsvæðinu, verði að fullu virt. Þetta segir í yfirlýsingu Eflingar vegna tilboðs sem Samtök atvinnulífsins gáfu félaginu á samningafundi þann 4. janúar síðastliðinn. Á miðvikudaginn lögðu SA til að gerður verði efnislega samhljóða kjarasamningur milli SA og Eflingar-stéttarfélags og þegar hefur verið samþykktur af átján af nítján aðildarfélögum SGS. Þá buðu SA afturvirka samninga til 1. nóvember síðasta árs ef semjist fyrir 11. janúar. Ef marka má yfirlýsingu Eflingar verður að teljast harla ólíklegt að samningar takist fyrir það tímamark. Verulega ámælisverður málflutningur Í yfirlýsingunni segir að í greinargerð SA með tilboðinu sé settur fram verulega ámælisverður málflutningur sem nauðsynlegt sé að gera athugasemdir við. Dregin sé upp villandi mynd af launa- og kaupmáttarþróun á grundvelli SGS-samningsins. Horft sé fram hjá því að launatafla SGS félaga skili meirihluta Eflingarfólks mun minni kjarabótum en landsbyggðarfélögum. Horft sé fram hjá því að kostnaðarmat SGS-samningsins sé verulega ótraust sem mælikvarði á launakostnað Eflingarfólks. Þá sé verulegur munur á framfærslukostnaði á höfuðborgarsvæði og landsbyggð sagður ómálefnalegur í greinargerðinni. Samtök atvinnulífsins hafa gefið út að allir kjarasamningar sem þau munu gera í yfirstandandi kjaraviðræðum muni þurfa að byggja á sama kostnaðarmati og samningurinn við Starfsgreinasambandið. Í yfirlýsingu Eflingar segir að það kostnaðarmat sé augljóslega á mjög veikum forsendum byggt, einkum hvað snertir ólíka dreifingu félagsmanna SGS og Eflingar á starfsaldursþrep. „Sá samningur yrði mun ódýrari hjá fyrirtækjum þar sem Eflingarfólk starfar en hjá fyrirtækjum þar sem meirihluti SGS-félaga starfar. Það er því ekki hægt að byggja á því kostnaðarmati að óbreyttu,“ segir í yfirlýsingu. Fullyrðingar skáldskapur og í ætt við leirburð Í yfirlýsingunni segir að í greinargerð SA séu taldar allar launahækkanir úr Lífskjarasamningi frá árinu 2020 og þær lagðar saman við hækkun í SGS-samningnum. Þetta búi til stórlega ýkta mynd af launahækkunum sem raktar eru til samnings SGS frá nóvember síðastliðnum. „Lífskjarasamningurinn var gerður þegar verðbólga var einungis um þriðjungur af því sem nú er. Fráleitt er því að hinn nýi samningur geti náð sömu kaupmáttaraukningu fyrir alla og náðist með Lífskjarasamningnum. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins leyfa sér hins vegar að fullyrða að kaupmáttaraukning á árinu 2023 verði svipuð eða meiri en af Lífskjarasamningnum. Sú fullyrðing byggir á þeirri forsendu að verðbólga verði um 5% í janúar 2024 og er vænt kaupmáttarþróun taxta á árinu 2023 byggð á þeirri tölu. Spár gera ráð fyrir meiri meðal verðbólgu á árinu 2023. Þetta er því ekki einungis skáldskapur hjá SA-mönnum heldur meira í ætt við leirburð,“ segir í yfirlýsingu. Þá segir að meginmarkmið lífskjarasamningsins hafi verið að auka kaupmátt meðallauna og að aukning kaupmáttar lægri launa yrði mest. Það hafi verið tryggt með flatri krónutöluhækkun upp launastigann. Samkvæmt málflutningi SA sé markmið hinna nýju samninga að halda kaupmætti en ekki að auka hann á næsta ári, þrátt fyrir óvenju mikinn hagvöxt og afar góða afkomu þorra fyrirtækja. Nú komi mesta krónutöluhækkunin til hærri launahópa en þeir lægst launuðu fái helmingi færri krónur í launaumslagið í nýju samningunum. Því sé vægast sagt villandi að segja hina nýju samninga framhald af lífskjarasamningnum. Yfirlýsingu Eflingar má lesa í heild sinni í tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl Yfirlýsing_EflingarPDF345KBSækja skjal Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Þetta segir í yfirlýsingu Eflingar vegna tilboðs sem Samtök atvinnulífsins gáfu félaginu á samningafundi þann 4. janúar síðastliðinn. Á miðvikudaginn lögðu SA til að gerður verði efnislega samhljóða kjarasamningur milli SA og Eflingar-stéttarfélags og þegar hefur verið samþykktur af átján af nítján aðildarfélögum SGS. Þá buðu SA afturvirka samninga til 1. nóvember síðasta árs ef semjist fyrir 11. janúar. Ef marka má yfirlýsingu Eflingar verður að teljast harla ólíklegt að samningar takist fyrir það tímamark. Verulega ámælisverður málflutningur Í yfirlýsingunni segir að í greinargerð SA með tilboðinu sé settur fram verulega ámælisverður málflutningur sem nauðsynlegt sé að gera athugasemdir við. Dregin sé upp villandi mynd af launa- og kaupmáttarþróun á grundvelli SGS-samningsins. Horft sé fram hjá því að launatafla SGS félaga skili meirihluta Eflingarfólks mun minni kjarabótum en landsbyggðarfélögum. Horft sé fram hjá því að kostnaðarmat SGS-samningsins sé verulega ótraust sem mælikvarði á launakostnað Eflingarfólks. Þá sé verulegur munur á framfærslukostnaði á höfuðborgarsvæði og landsbyggð sagður ómálefnalegur í greinargerðinni. Samtök atvinnulífsins hafa gefið út að allir kjarasamningar sem þau munu gera í yfirstandandi kjaraviðræðum muni þurfa að byggja á sama kostnaðarmati og samningurinn við Starfsgreinasambandið. Í yfirlýsingu Eflingar segir að það kostnaðarmat sé augljóslega á mjög veikum forsendum byggt, einkum hvað snertir ólíka dreifingu félagsmanna SGS og Eflingar á starfsaldursþrep. „Sá samningur yrði mun ódýrari hjá fyrirtækjum þar sem Eflingarfólk starfar en hjá fyrirtækjum þar sem meirihluti SGS-félaga starfar. Það er því ekki hægt að byggja á því kostnaðarmati að óbreyttu,“ segir í yfirlýsingu. Fullyrðingar skáldskapur og í ætt við leirburð Í yfirlýsingunni segir að í greinargerð SA séu taldar allar launahækkanir úr Lífskjarasamningi frá árinu 2020 og þær lagðar saman við hækkun í SGS-samningnum. Þetta búi til stórlega ýkta mynd af launahækkunum sem raktar eru til samnings SGS frá nóvember síðastliðnum. „Lífskjarasamningurinn var gerður þegar verðbólga var einungis um þriðjungur af því sem nú er. Fráleitt er því að hinn nýi samningur geti náð sömu kaupmáttaraukningu fyrir alla og náðist með Lífskjarasamningnum. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins leyfa sér hins vegar að fullyrða að kaupmáttaraukning á árinu 2023 verði svipuð eða meiri en af Lífskjarasamningnum. Sú fullyrðing byggir á þeirri forsendu að verðbólga verði um 5% í janúar 2024 og er vænt kaupmáttarþróun taxta á árinu 2023 byggð á þeirri tölu. Spár gera ráð fyrir meiri meðal verðbólgu á árinu 2023. Þetta er því ekki einungis skáldskapur hjá SA-mönnum heldur meira í ætt við leirburð,“ segir í yfirlýsingu. Þá segir að meginmarkmið lífskjarasamningsins hafi verið að auka kaupmátt meðallauna og að aukning kaupmáttar lægri launa yrði mest. Það hafi verið tryggt með flatri krónutöluhækkun upp launastigann. Samkvæmt málflutningi SA sé markmið hinna nýju samninga að halda kaupmætti en ekki að auka hann á næsta ári, þrátt fyrir óvenju mikinn hagvöxt og afar góða afkomu þorra fyrirtækja. Nú komi mesta krónutöluhækkunin til hærri launahópa en þeir lægst launuðu fái helmingi færri krónur í launaumslagið í nýju samningunum. Því sé vægast sagt villandi að segja hina nýju samninga framhald af lífskjarasamningnum. Yfirlýsingu Eflingar má lesa í heild sinni í tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl Yfirlýsing_EflingarPDF345KBSækja skjal
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira