Fékk brjálæðiskast yfir frönskum kartöflum Árni Sæberg skrifar 9. janúar 2023 19:40 Mikið var að gera á Just Wingin It á laugardagskvöld en þar er iðullega röð út úr dyrum. facebook/Just Wingin It Viðskiptavinum veitingastaðarins Just Wingin It í Garðabæ brá heldur betur í brún á laugardagskvöld þegar karlmaður á fertugsaldri missti stjórn á skapi sínu eftir að hafa ekki fengið franskar kartöflur með vængjunum sínum. Starfsfólk staðarins var í óða önn að steikja vængi og tilheyrandi og töluverður fjöldi viðskiptavina beið spenntur eftir því að fá mat til að taka með um klukkan 20 á laugardagskvöld. Einn þeirra hefur verið æstari en aðrir og þegar hann fékk ekki þær franskar sem hann hafði pantað með vængjunum fékk hann brjálæðiskast. Einn viðskiptavinanna segir í samtali við Vísi að hann og aðrir viðskiptavinir hafi orðið skelkaðir þegar maðurinn, sem virtist á fertugsaldri, hóf að öskra á starfsfólk. Þá hafi maðurinn horft með ógnandi hætti á viðskiptavini og strunsað um staðinn. „Allir þeir sem voru að bíða eftir mat voru komnir út í horn þétt saman,“ segir viðskiptavinurinn. Tvær pantanir af 300 mistókust Justin Shouse, körfuboltakempa og eigandi Just Wingin It, staðfestir í samtali við Vísi að maður hafi misst stjórn á sér á staðnum á laugardagskvöld. Hann var ekki sjálfur á staðnum en hefur rætt við þann sem stýrði vaktinni og fengið lýsingu á atburðarásinni. Justin Shouse hefur snúið sér alfarið að því að selja kjúklingavængi eftir að hafa leikið körfubolta með Stjörnunni um árabil.Bylgjan Hann segir mikið hafa verið að gera á staðnum og þrjú hundruð pantanir hafi verið afgreiddar. Mistök hafi verið gerð við afgreiðslu tveggja þeirra. „Önnur mistökin vöktu mjög hávær viðbrögð en þau snerust bara um franskar,“ segir hann. Justin segir að brjálæðiskast mannsins hafi þó ekki varað lengi og starfsfólk staðarins hafi tekið á því á fagmannlegan hátt. Mistökin hafi verið leiðrétt á örfáum mínútum og maðurinn farið sína leið. Þá hafi verið rætt við viðskiptavini og starfsfólkið og allt farið vel. Hafa aldrei lent í öðru eins Justin segir að á þeim átján mánuðum sem staðurinn hefur verið rekinn í Litlatúni í Garðabæ hafi ekkert á borð við atvikið á laugardagskvöldið gerst. „Við gerum mjög sjaldan mistök og við fáum sjaldan kvartanir. Almennt er kúnnahópurinn okkar mjög jákvæður og ánægður. Þetta voru klárlega ekki venjuleg viðbrögð,“ segir Justin Veitingastaðir Garðabær Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira
Starfsfólk staðarins var í óða önn að steikja vængi og tilheyrandi og töluverður fjöldi viðskiptavina beið spenntur eftir því að fá mat til að taka með um klukkan 20 á laugardagskvöld. Einn þeirra hefur verið æstari en aðrir og þegar hann fékk ekki þær franskar sem hann hafði pantað með vængjunum fékk hann brjálæðiskast. Einn viðskiptavinanna segir í samtali við Vísi að hann og aðrir viðskiptavinir hafi orðið skelkaðir þegar maðurinn, sem virtist á fertugsaldri, hóf að öskra á starfsfólk. Þá hafi maðurinn horft með ógnandi hætti á viðskiptavini og strunsað um staðinn. „Allir þeir sem voru að bíða eftir mat voru komnir út í horn þétt saman,“ segir viðskiptavinurinn. Tvær pantanir af 300 mistókust Justin Shouse, körfuboltakempa og eigandi Just Wingin It, staðfestir í samtali við Vísi að maður hafi misst stjórn á sér á staðnum á laugardagskvöld. Hann var ekki sjálfur á staðnum en hefur rætt við þann sem stýrði vaktinni og fengið lýsingu á atburðarásinni. Justin Shouse hefur snúið sér alfarið að því að selja kjúklingavængi eftir að hafa leikið körfubolta með Stjörnunni um árabil.Bylgjan Hann segir mikið hafa verið að gera á staðnum og þrjú hundruð pantanir hafi verið afgreiddar. Mistök hafi verið gerð við afgreiðslu tveggja þeirra. „Önnur mistökin vöktu mjög hávær viðbrögð en þau snerust bara um franskar,“ segir hann. Justin segir að brjálæðiskast mannsins hafi þó ekki varað lengi og starfsfólk staðarins hafi tekið á því á fagmannlegan hátt. Mistökin hafi verið leiðrétt á örfáum mínútum og maðurinn farið sína leið. Þá hafi verið rætt við viðskiptavini og starfsfólkið og allt farið vel. Hafa aldrei lent í öðru eins Justin segir að á þeim átján mánuðum sem staðurinn hefur verið rekinn í Litlatúni í Garðabæ hafi ekkert á borð við atvikið á laugardagskvöldið gerst. „Við gerum mjög sjaldan mistök og við fáum sjaldan kvartanir. Almennt er kúnnahópurinn okkar mjög jákvæður og ánægður. Þetta voru klárlega ekki venjuleg viðbrögð,“ segir Justin
Veitingastaðir Garðabær Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira