Þátturinn Körrent verður sýndur á Vísi, Stöð 2 Vísi og Stöð 2+ á fimmtudögum. Þá verður hann einnig á dagskrá Stöðvar 2 á föstudögum fyrir kvöldfréttir.
Í þáttunum KÖRRENT ætla Lil Curly, Dóra Júlía og Kristín Ruth að vera með puttann á púlsinum á Idolinu næstu vikurnar ásamt því að fylgjast grant með víbrum borgarinnar og öllu sem er körrent í íslensku samfélagi í dag, hvort sem það er djammið eða háfleygir menningarviðburðir.
Fyrsti þáttur verður aðgengilegur á Vísi klukkan eitt á morgun en mun þó framvegis koma inn á fimmtudögum.
