„Þetta verður erfitt“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. janúar 2023 19:44 Ragnar Þór sendir Sólveigu Önnu og hennar fólki baráttukveðjur en segir ljóst að baráttan verði erfið. vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir ljóst að baráttan framundan hjá Eflingu verði erfið en hann sendir þeim stuðningskveðjur. Betri samningur Eflingar sé til hagsbóta fyrir önnur verkalýðsfélög. „Efling og félagar hafa sinn sjálfstæða samningsrétt og okkur ber að virða þann samningsrétt,“ segir Ragnar Þór inntur eftir viðbrögðum við nýjustu vendingum í kjarasamningsviðræðum Eflingar. Hann var til viðtals á Reykjavík síðdegis. Efling sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í gær, 10. janúar, og stefnir nú í verkfall hjá félagsfólki Eflingar. Formaður SA sagði tilboð Eflingar hafa verið „óaðgengilegt“ og Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir stöðu Eflingar „afskaplega erfiða“. Ragnar segist styðja Eflingu til góðra verka í baráttunni framundan. Vonar að innbyrðisátökum linni „Þetta verður erfitt en við getum ekki gert annað en sent öllu félagsfólki Eflingar baráttu og stuðningskveðjur í sinni vegferð. Sömuleiðis vona ég innilega að orkan fari í að landa góðum samningi en ekki innbyrðis átök,“ segir Ragnar. Ólöf Adolfsdóttir, ritari Eflingar, segist hafa verið meinað að sækja fundi samninganefndar Eflingar, sem hún situr í. Lengi hefur andað köldu milli hennar og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, en Ólöf kveðst ósammála ákvörðun stéttarfélagsins að slíta kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. „Ég er rosalega sorgmæddur yfir þessari stöðu, að sjá félaga mína takast á, á opinberum vettvangi. Ég leyfi mér að vona að fólk geti einbeitt sér að þessu verkefni í friði og vonandi að Efling nái góðum og myndarlegum samningum fyrir sitt fólk,“ segir Ragnar. Heyra má viðtalið við Ragnar í heild sinni hér að neðan. Umræða um kjaraviðræður Eflingar hefst á 9:15. Fram að því ræðir Ragnar stöðu krónunnar. Betri samningur Eflingar gagnist öllum VR skrifaði undir samning við Samtök atvinnulífsins fyrir jól og segist Ragnar standa við þá ákvörðun. Nái Efling betri samningi muni það aðeins gagnast öðrum félögum, segir Ragnar sem tekur undir orð Sverris Albertssonar, framkvæmdastjóra Afls, starfsgreinafélags sem skrifar grein á Kjarnanum í dag. Þar hvetur hann aðildarfélög til þess að veita Eflingu stuðning í komandi baráttu. „Ég nefni að ein af kröfum okkar í þeim viðræðum, sem eru að hefjast núna um langtímasamning, er 30 daga orlof sem opinberu félögin náðu fram í sínum kjarasamningum síðast. Það er auðveldara fyrir okkur að fara fram með slíkar kröfur fyrir okkar félagsfólk ef aðrir hafa náð árangri.“ Hann segir að samninganefnd VR hafi verið sammála um að lengra yrði ekki komist með skammtímasamning í viðræðunum við SA fyrir jól. „Við lögðum það einfaldlega í dóm félagsfólks okkar og samningurinn var samþykktur með yfir 80 prósentum atkvæða,“ segir Ragnar og bætir við að félagsfólk VR hafi áttað sig á því að með því að fella slíkan samning yrði farið í átakafasa. „En þetta er stuttur samningur og við höfum þegar hafið viðræður um nýjan langtímasamning,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Reykjavík síðdegis Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
„Efling og félagar hafa sinn sjálfstæða samningsrétt og okkur ber að virða þann samningsrétt,“ segir Ragnar Þór inntur eftir viðbrögðum við nýjustu vendingum í kjarasamningsviðræðum Eflingar. Hann var til viðtals á Reykjavík síðdegis. Efling sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í gær, 10. janúar, og stefnir nú í verkfall hjá félagsfólki Eflingar. Formaður SA sagði tilboð Eflingar hafa verið „óaðgengilegt“ og Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir stöðu Eflingar „afskaplega erfiða“. Ragnar segist styðja Eflingu til góðra verka í baráttunni framundan. Vonar að innbyrðisátökum linni „Þetta verður erfitt en við getum ekki gert annað en sent öllu félagsfólki Eflingar baráttu og stuðningskveðjur í sinni vegferð. Sömuleiðis vona ég innilega að orkan fari í að landa góðum samningi en ekki innbyrðis átök,“ segir Ragnar. Ólöf Adolfsdóttir, ritari Eflingar, segist hafa verið meinað að sækja fundi samninganefndar Eflingar, sem hún situr í. Lengi hefur andað köldu milli hennar og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, en Ólöf kveðst ósammála ákvörðun stéttarfélagsins að slíta kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. „Ég er rosalega sorgmæddur yfir þessari stöðu, að sjá félaga mína takast á, á opinberum vettvangi. Ég leyfi mér að vona að fólk geti einbeitt sér að þessu verkefni í friði og vonandi að Efling nái góðum og myndarlegum samningum fyrir sitt fólk,“ segir Ragnar. Heyra má viðtalið við Ragnar í heild sinni hér að neðan. Umræða um kjaraviðræður Eflingar hefst á 9:15. Fram að því ræðir Ragnar stöðu krónunnar. Betri samningur Eflingar gagnist öllum VR skrifaði undir samning við Samtök atvinnulífsins fyrir jól og segist Ragnar standa við þá ákvörðun. Nái Efling betri samningi muni það aðeins gagnast öðrum félögum, segir Ragnar sem tekur undir orð Sverris Albertssonar, framkvæmdastjóra Afls, starfsgreinafélags sem skrifar grein á Kjarnanum í dag. Þar hvetur hann aðildarfélög til þess að veita Eflingu stuðning í komandi baráttu. „Ég nefni að ein af kröfum okkar í þeim viðræðum, sem eru að hefjast núna um langtímasamning, er 30 daga orlof sem opinberu félögin náðu fram í sínum kjarasamningum síðast. Það er auðveldara fyrir okkur að fara fram með slíkar kröfur fyrir okkar félagsfólk ef aðrir hafa náð árangri.“ Hann segir að samninganefnd VR hafi verið sammála um að lengra yrði ekki komist með skammtímasamning í viðræðunum við SA fyrir jól. „Við lögðum það einfaldlega í dóm félagsfólks okkar og samningurinn var samþykktur með yfir 80 prósentum atkvæða,“ segir Ragnar og bætir við að félagsfólk VR hafi áttað sig á því að með því að fella slíkan samning yrði farið í átakafasa. „En þetta er stuttur samningur og við höfum þegar hafið viðræður um nýjan langtímasamning,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Reykjavík síðdegis Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira