Vilja loka húsnæði sem hýsir hælisleitendur Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 12. janúar 2023 19:30 Vinnumálastofnun hefur hýst hælisleitendur í Grindavík þrátt fyrir mótmæli bæjaryfirvalda. Bæjarráð hefur beint því til skipulags- og byggingarfulltrúa að kanna hvort bærinn geti lokað húsnæðinu. Bæjarráð Grindavíkur samþykkti á fundi sínum fyrir tveimur dögum að mótmæla ákvörðun Vinnumálastofnunar að hýsa umsækjendur um alþjóðlega vernd í bænum. Þá segir einnig í ályktun bæjarráðs: Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að óska upplýsinga um málið frá Vinnumálastofnun og húseiganda og skoða í kjölfarið hvort tilefni geti verið til að beita heimildum skv. 55. og 56. gr. laga um mannvirki sem fjalla um stöðvun framkvæmda eða lokun mannvirkis eða ákvæðum 54. gr. skipulagslaga sem fjalla um heimildir til þess að beita dagsektum. Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs, segir bæinn sinna sínum lögbundnu skyldum. „Nei, deilan um starfsemi hússins er eitt. En síðan er það hitt að hér er komið fólk og það er búið að skrá það á póstnúmerið 240, ótilgreint í Grindavík. Það er náttúrulega bara okkar skylda sem sveitarfélag, bæði félagþjónusta og annað þá er þetta fólk komið svolítið í okkar umsjá sæki það eftir aðstoð og það höfum við gert.“ Siggeir F. Ævarsson, kennari og íbúi í Grindavík skilur ekki hvað bærinn ætlar sér í málinu. „Ég hafði nú fyrir því að fletta upp reglugerðinni og þeir vísa þarna í eitthvað um að stoppa starfsemi og fleira þar eftir götum. Þannig að ef þeir stoppa starfsemina hvað þá, þeir ætla ekki í útburð samt að stoppa þetta. Eg held það væri bara gaman að vita nákvæmlega hvað þeim gengur til og hvernig þeir sjá fyrir sé að lenda þessu máli.“ Siggeir áttar sig ekki alveg á hvaða vegferð bæjaryfirvöld eru. Vinnumálastofnun mun funda með bæjaryfirvöldum í fyrramálið en forstjóri stofnunarinnar, Unnur Sverrisdóttir, vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Flóttamenn Hælisleitendur Grindavík Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Bæjarráð Grindavíkur samþykkti á fundi sínum fyrir tveimur dögum að mótmæla ákvörðun Vinnumálastofnunar að hýsa umsækjendur um alþjóðlega vernd í bænum. Þá segir einnig í ályktun bæjarráðs: Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að óska upplýsinga um málið frá Vinnumálastofnun og húseiganda og skoða í kjölfarið hvort tilefni geti verið til að beita heimildum skv. 55. og 56. gr. laga um mannvirki sem fjalla um stöðvun framkvæmda eða lokun mannvirkis eða ákvæðum 54. gr. skipulagslaga sem fjalla um heimildir til þess að beita dagsektum. Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs, segir bæinn sinna sínum lögbundnu skyldum. „Nei, deilan um starfsemi hússins er eitt. En síðan er það hitt að hér er komið fólk og það er búið að skrá það á póstnúmerið 240, ótilgreint í Grindavík. Það er náttúrulega bara okkar skylda sem sveitarfélag, bæði félagþjónusta og annað þá er þetta fólk komið svolítið í okkar umsjá sæki það eftir aðstoð og það höfum við gert.“ Siggeir F. Ævarsson, kennari og íbúi í Grindavík skilur ekki hvað bærinn ætlar sér í málinu. „Ég hafði nú fyrir því að fletta upp reglugerðinni og þeir vísa þarna í eitthvað um að stoppa starfsemi og fleira þar eftir götum. Þannig að ef þeir stoppa starfsemina hvað þá, þeir ætla ekki í útburð samt að stoppa þetta. Eg held það væri bara gaman að vita nákvæmlega hvað þeim gengur til og hvernig þeir sjá fyrir sé að lenda þessu máli.“ Siggeir áttar sig ekki alveg á hvaða vegferð bæjaryfirvöld eru. Vinnumálastofnun mun funda með bæjaryfirvöldum í fyrramálið en forstjóri stofnunarinnar, Unnur Sverrisdóttir, vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu.
Flóttamenn Hælisleitendur Grindavík Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira