Dularfullt félag safnaði fúlgum fjár fyrir lygarann á þingi Samúel Karl Ólason skrifar 12. janúar 2023 23:50 George Santos, fyrir utan þinghús Bandaríkjanna. AP/Patrick Semansky Áður en bandaríski þingmaðurinn George Santos var kjörinn á þing, hringdi innherji í Repúblikanaflokknum í bakhjarla flokksins og bað um fjárveitingu sem átti að fara til kosningabaráttu þingmannsins. Einn þeirra skrifaði undir 25 þúsund dala ávísun en peningarnir virðast aldrei hafa skilað sér í kosningabaráttuna. Santos hefur verið mikið milli tannanna á fólki en komið hefur í ljós að hann hefur vafið um sig umfangsmiklum vef lyga. Repúblikanar í New York og á þingi hafa kallað eftir því að hann segi af sér, sem hann segist ekki ætla að gera. Sjá einnig: Krefjast afsagnar lygarans á þingi Áðurnefnd ávísun var send til félags sem kallast RedStone Strategies og átti peningunum að vera varið til kaupa á auglýsingum til stuðnings þingmannsins. Maðurinn sem hringdi sagði félagið hafa safnað 800 þúsund dölum og vildi safna sjö hundruð þúsund dölum til viðbótar. Kosningayfirvöld Bandaríkjanna hafa RedStone þó ekki á skrá sem svokallaða pólitíska aðgerðanefnd eða PAC. Samkvæmt lögum í Bandaríkjunum mega slíkar nefndir safna miklu fé til stuðnings bandarískra stjórnmálamanna. Nefndirnar mega þó ekki starfa með beinum hætti með umræddum stjórnmálamönnum, þurfa að vera skráðar hjá alríkiskosningastjórn Bandaríkjanna og þurfa að gefa upp lista yfir hverjir gefa þeim peninga. Safni einhver meira en þúsund dölum eða meira til vegna stjórnmálastarfs þarf að skrá viðkomandi félag sem PAC innan tíu daga, samkvæmt kosningalögum Bandaríkjanna. George Santos struggles to address questions about his character and slips on the newspaper. pic.twitter.com/KfhKvLkvFZ— Zachary Petrizzo (@ZTPetrizzo) January 12, 2023 Segir Santos hafa beðið sig um að safna peningum New York Times segir að maðurinn sem hringdi fyrir hönd RedStone hafi lengi verið virkur innan Repúblikanaflokksins í New York en kjördæmið sem Santos vann er þar. Heimildarmaður New York Times segir að maðurinn sem hringdi fyrir hönd RedStone hafi verið beðinn um það af Santos sjálfum í aðdraganda kosninganna. Santos hafi beðið hann um að hringja í bakhjarla sem hafi verið búnir að veita framboði hans þá hámarksupphæð sem lög leyfa og fá þá til að gefa meira til RedStone. Santos og lögmenn hans hafa neitað að svara spurningum blaðamanna um félagið en það hefur tengingu við þingmanninn. Árið 2021 var Devolder Organization, sem er fyrirtæki í eigu Santos, á skrá hjá RedStone sem einn af stjórnendum þess. Opinber gögn sýna einnig að félag í eigu systur Santos gaf RedStone sex þúsund dali í apríl í fyrra. Daily Beast hefur einnig sagt frá tengingu Santos við RedStone. Fjármál þingmannsins eru til rannsóknar hjá bæði alríkis- og sýslusaksóknurum og hafa yfirvöld í Brasilíu hann einnig til rannsóknar vegna fjársvikamáls. Þá lögðu hlutlaus eftirlitssamtök fram kvörtun í vikunni til kosningayfirvalda og sökuðu þau Santos um brot á kosningalögum. Kvörtunin sneri meðal annars að um fjörutíu útgjaldaskráningum kosningasjóðs þingmannsins upp á 199,99 dali. Samkvæmt kosningalögum vestanhafs þurfa kvittanir að fylgja öllum skráðum útgjöldum úr kosningasjóðum upp á tvö hundruð dali eða meira. Áðurnefnd samtök segja allt benda til þess að skráningarnar í bókhaldi þingmannsins séu ætlaðar til þess að fela í hvað peningarnir fóru raunverulega. Árið 2020 sagðist Santos hafa haft 55 þúsund dali í tekjur. Í fyrra lánaði hann svo eigin kosningasjóði rúma sjö hundruð þúsund dali, sem er rétt minna en RedStone hafði safnað til að aðstoða Santos í kosningabaráttunni. Annað félag tengt Santos hefur einnig vakið athygli en það kallast Rise NY og var stofnað af systur hans og fjármálastjóra framboðs hans. Það félags var skráð sem PAC og safnaði fúlgum fjár sem nota átti til kosningabaráttunnar. Í frétt NYT segir hins vegar að yfirlit yfir fjármál Rise NY bendi til ýmissa undarlegra og jafnvel ólöglegra fjárútláta. Fjármunir voru meðal annars notaðir til að greiða laun starfsmanna framboðs Santos og reikninga. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Taka aftur upp fjársvikamál gegn lygaþingmanninum Saksóknarar í Brasilíu ætla að taka aftur upp rannsókn á fjársvikamáli gegn George Santos, verðandi þingmanni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Rannsóknin var sett á ís á sínum tíma þar sem brasilísku lögreglunni tókst ekki að hafa uppi á Santos. 3. janúar 2023 09:46 Rannsaka raðlygna verðandi þingmanninn Alríkis- og sýslusaksóknarar í Bandaríkjunum rannsaka nú fjármál nýkjörins þingmanns Repúblikanaflokksins og ítrekaðar lygar hans um sjálfan sig í kosningabaráttunni. Verðandi þingmaðurinn hefur átt erfitt með að skýra hvaðan fé sem hann notaði til framboðsins kom. 29. desember 2022 08:49 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Sjá meira
Santos hefur verið mikið milli tannanna á fólki en komið hefur í ljós að hann hefur vafið um sig umfangsmiklum vef lyga. Repúblikanar í New York og á þingi hafa kallað eftir því að hann segi af sér, sem hann segist ekki ætla að gera. Sjá einnig: Krefjast afsagnar lygarans á þingi Áðurnefnd ávísun var send til félags sem kallast RedStone Strategies og átti peningunum að vera varið til kaupa á auglýsingum til stuðnings þingmannsins. Maðurinn sem hringdi sagði félagið hafa safnað 800 þúsund dölum og vildi safna sjö hundruð þúsund dölum til viðbótar. Kosningayfirvöld Bandaríkjanna hafa RedStone þó ekki á skrá sem svokallaða pólitíska aðgerðanefnd eða PAC. Samkvæmt lögum í Bandaríkjunum mega slíkar nefndir safna miklu fé til stuðnings bandarískra stjórnmálamanna. Nefndirnar mega þó ekki starfa með beinum hætti með umræddum stjórnmálamönnum, þurfa að vera skráðar hjá alríkiskosningastjórn Bandaríkjanna og þurfa að gefa upp lista yfir hverjir gefa þeim peninga. Safni einhver meira en þúsund dölum eða meira til vegna stjórnmálastarfs þarf að skrá viðkomandi félag sem PAC innan tíu daga, samkvæmt kosningalögum Bandaríkjanna. George Santos struggles to address questions about his character and slips on the newspaper. pic.twitter.com/KfhKvLkvFZ— Zachary Petrizzo (@ZTPetrizzo) January 12, 2023 Segir Santos hafa beðið sig um að safna peningum New York Times segir að maðurinn sem hringdi fyrir hönd RedStone hafi lengi verið virkur innan Repúblikanaflokksins í New York en kjördæmið sem Santos vann er þar. Heimildarmaður New York Times segir að maðurinn sem hringdi fyrir hönd RedStone hafi verið beðinn um það af Santos sjálfum í aðdraganda kosninganna. Santos hafi beðið hann um að hringja í bakhjarla sem hafi verið búnir að veita framboði hans þá hámarksupphæð sem lög leyfa og fá þá til að gefa meira til RedStone. Santos og lögmenn hans hafa neitað að svara spurningum blaðamanna um félagið en það hefur tengingu við þingmanninn. Árið 2021 var Devolder Organization, sem er fyrirtæki í eigu Santos, á skrá hjá RedStone sem einn af stjórnendum þess. Opinber gögn sýna einnig að félag í eigu systur Santos gaf RedStone sex þúsund dali í apríl í fyrra. Daily Beast hefur einnig sagt frá tengingu Santos við RedStone. Fjármál þingmannsins eru til rannsóknar hjá bæði alríkis- og sýslusaksóknurum og hafa yfirvöld í Brasilíu hann einnig til rannsóknar vegna fjársvikamáls. Þá lögðu hlutlaus eftirlitssamtök fram kvörtun í vikunni til kosningayfirvalda og sökuðu þau Santos um brot á kosningalögum. Kvörtunin sneri meðal annars að um fjörutíu útgjaldaskráningum kosningasjóðs þingmannsins upp á 199,99 dali. Samkvæmt kosningalögum vestanhafs þurfa kvittanir að fylgja öllum skráðum útgjöldum úr kosningasjóðum upp á tvö hundruð dali eða meira. Áðurnefnd samtök segja allt benda til þess að skráningarnar í bókhaldi þingmannsins séu ætlaðar til þess að fela í hvað peningarnir fóru raunverulega. Árið 2020 sagðist Santos hafa haft 55 þúsund dali í tekjur. Í fyrra lánaði hann svo eigin kosningasjóði rúma sjö hundruð þúsund dali, sem er rétt minna en RedStone hafði safnað til að aðstoða Santos í kosningabaráttunni. Annað félag tengt Santos hefur einnig vakið athygli en það kallast Rise NY og var stofnað af systur hans og fjármálastjóra framboðs hans. Það félags var skráð sem PAC og safnaði fúlgum fjár sem nota átti til kosningabaráttunnar. Í frétt NYT segir hins vegar að yfirlit yfir fjármál Rise NY bendi til ýmissa undarlegra og jafnvel ólöglegra fjárútláta. Fjármunir voru meðal annars notaðir til að greiða laun starfsmanna framboðs Santos og reikninga.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Taka aftur upp fjársvikamál gegn lygaþingmanninum Saksóknarar í Brasilíu ætla að taka aftur upp rannsókn á fjársvikamáli gegn George Santos, verðandi þingmanni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Rannsóknin var sett á ís á sínum tíma þar sem brasilísku lögreglunni tókst ekki að hafa uppi á Santos. 3. janúar 2023 09:46 Rannsaka raðlygna verðandi þingmanninn Alríkis- og sýslusaksóknarar í Bandaríkjunum rannsaka nú fjármál nýkjörins þingmanns Repúblikanaflokksins og ítrekaðar lygar hans um sjálfan sig í kosningabaráttunni. Verðandi þingmaðurinn hefur átt erfitt með að skýra hvaðan fé sem hann notaði til framboðsins kom. 29. desember 2022 08:49 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Sjá meira
Taka aftur upp fjársvikamál gegn lygaþingmanninum Saksóknarar í Brasilíu ætla að taka aftur upp rannsókn á fjársvikamáli gegn George Santos, verðandi þingmanni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Rannsóknin var sett á ís á sínum tíma þar sem brasilísku lögreglunni tókst ekki að hafa uppi á Santos. 3. janúar 2023 09:46
Rannsaka raðlygna verðandi þingmanninn Alríkis- og sýslusaksóknarar í Bandaríkjunum rannsaka nú fjármál nýkjörins þingmanns Repúblikanaflokksins og ítrekaðar lygar hans um sjálfan sig í kosningabaráttunni. Verðandi þingmaðurinn hefur átt erfitt með að skýra hvaðan fé sem hann notaði til framboðsins kom. 29. desember 2022 08:49
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent