Skipað að sýna Infantino á öllum leikjum HM í Katar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2023 18:01 Gianni Infantino er búinn að afhenda Lionel Messi heimsbikarinn og er að stýra honum þangað sem sá argentínski átti að lyfta honum. Getty/Markus Gilliar Gianni Infantino, forseti FIFA, er duglegur að koma sér í fréttirnar þessi misserin og þá helst á á neikvæðan hátt. Það er ljós að vinsældir hans eru ekki að aukast og gagnrýnin eykst dag frá degi. Infantino gerði lítið úr mannréttindabrotum í Katar fyrir heimsmeistarakeppnina þar og varði gestgjafaþjóðina út í hið óendanlega. Eftir að rannsókn hófst í Sviss á meintum brotum hans árið 2020 flutti Infantino búferlum til Katar þar sem hann býr nú með fjölskyldu sinni. World Cup TV crews ordered to film Fifa president Infantino during matches - by @martynziegler . So petty yet still so depressing https://t.co/nvcTp9Us2D— Matt Dickinson (@DickinsonTimes) January 12, 2023 Infantino var yfirheyrður af lögregluyfirvöldum í Sviss í vikunni vegna meintra glæpa hans. Hann á að hafa hvatt til misbeitingar valds og hindrað refsiaðgerðir lögreglu- og dómsvaldsins. Breska tímaritið The Times slær því nú síðast upp að Alþjóða knattspyrnusambandið hafi skipað að sýna Infantino á öllum leikjum HM í Katar. Forseti FIFA nýtti sér það að leikirnir voru spilaðir á leikvöngum sem voru mjög nálægt hverjum öðrum. Það var því hægt að sjá marga leiki á dag ólíkt flestum öðrum heimsmeistaramótum. Infantino var duglegur að mæta en það átti líka að passa það að heimurinn fengi að sjá hversu duglegur hann var. The Times komst að því að fyrirskipunin um að sýna myndir af Infantino á hverjum leik hafi komið frá HBS, sem er svissneskt félag sem sér um sjónvarpsútsendingar frá leikjum fyrri hönd Alþjóða knattspyrnusambandsins. World Cup television crews were ordered to show the Fifa president Gianni Infantino at least once during matches in Qatar and to ensure that he was not pictured while on his mobile phone https://t.co/xOTFfdUtfA— Times Sport (@TimesSport) January 12, 2023 Fyrirtækið skipaði framleiðendum útsendinganna að sýna forsetann en þeirra efni er síðan sent út um allan heim þar á meðal til íslenska Ríkisútvarpsins sem var með réttinn á HM hér heima á Íslandi. Í fyrrnefndri skipun kom fram hversu oft átti að sýna Infantino og hvernig. Það mátti þannig ekki sýna hann þegar hann var að nota farsímann sinn. Sjónvarpsstöðvarnar út um allan heim höfðu því ekkert um það að segja hversu oft forsetinn kom á skjáinn í miðjum leikjum á heimsmeistaramótinu. Fyrst var forsetinn alltaf sýndur líka upp á stjóra skjánum á leikvöngunum sjálfum en eftir að það var púað all svakalega á hann í hvert skiptið þá bannaði hann það. Þegar myndirnar af Infantino voru sýndar í sjónvarpsútsendingunni þá voru þær ekki sýndar á skjánum á vellinum. FIFA neitaði að tjá sig um málið þegar blaðamaður The Times leitaði eftir viðbrögðum. HM 2022 í Katar FIFA Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Handbolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Nauðsynlegt og löngu tímabært Íslenski boltinn Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Fótbolti Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Enski boltinn Dagskráin: Báðar Bónus deildirnar og Liverpool Sport Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Fleiri fréttir Íslendingarnir allir ósammála valinu á Vinicius Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Nauðsynlegt og löngu tímabært Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Ofurdeild Evrópu aftur á dagskrá en undir nýju nafni og með 96 liðum Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Eyddi níu milljónum í bikara fyrir starfsliðið Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Ronaldo býður sig fram til forseta brasilíska knattspyrnusambandsins Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce FIFA þurfti að biðja verðandi mótherja Íslands afsökunar Sif gaf Fortuna síðustu treyju föður síns Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Inter á hælum toppliðanna eftir stórsigur Gleði hjá Vålerenga eftir að liðsfélagi Sædísar heldur áfram að spila Höfuðkúpubraut fótboltamann Lamine Yamal aftur meiddur og nú frá í margar vikur Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Sjá meira
Infantino gerði lítið úr mannréttindabrotum í Katar fyrir heimsmeistarakeppnina þar og varði gestgjafaþjóðina út í hið óendanlega. Eftir að rannsókn hófst í Sviss á meintum brotum hans árið 2020 flutti Infantino búferlum til Katar þar sem hann býr nú með fjölskyldu sinni. World Cup TV crews ordered to film Fifa president Infantino during matches - by @martynziegler . So petty yet still so depressing https://t.co/nvcTp9Us2D— Matt Dickinson (@DickinsonTimes) January 12, 2023 Infantino var yfirheyrður af lögregluyfirvöldum í Sviss í vikunni vegna meintra glæpa hans. Hann á að hafa hvatt til misbeitingar valds og hindrað refsiaðgerðir lögreglu- og dómsvaldsins. Breska tímaritið The Times slær því nú síðast upp að Alþjóða knattspyrnusambandið hafi skipað að sýna Infantino á öllum leikjum HM í Katar. Forseti FIFA nýtti sér það að leikirnir voru spilaðir á leikvöngum sem voru mjög nálægt hverjum öðrum. Það var því hægt að sjá marga leiki á dag ólíkt flestum öðrum heimsmeistaramótum. Infantino var duglegur að mæta en það átti líka að passa það að heimurinn fengi að sjá hversu duglegur hann var. The Times komst að því að fyrirskipunin um að sýna myndir af Infantino á hverjum leik hafi komið frá HBS, sem er svissneskt félag sem sér um sjónvarpsútsendingar frá leikjum fyrri hönd Alþjóða knattspyrnusambandsins. World Cup television crews were ordered to show the Fifa president Gianni Infantino at least once during matches in Qatar and to ensure that he was not pictured while on his mobile phone https://t.co/xOTFfdUtfA— Times Sport (@TimesSport) January 12, 2023 Fyrirtækið skipaði framleiðendum útsendinganna að sýna forsetann en þeirra efni er síðan sent út um allan heim þar á meðal til íslenska Ríkisútvarpsins sem var með réttinn á HM hér heima á Íslandi. Í fyrrnefndri skipun kom fram hversu oft átti að sýna Infantino og hvernig. Það mátti þannig ekki sýna hann þegar hann var að nota farsímann sinn. Sjónvarpsstöðvarnar út um allan heim höfðu því ekkert um það að segja hversu oft forsetinn kom á skjáinn í miðjum leikjum á heimsmeistaramótinu. Fyrst var forsetinn alltaf sýndur líka upp á stjóra skjánum á leikvöngunum sjálfum en eftir að það var púað all svakalega á hann í hvert skiptið þá bannaði hann það. Þegar myndirnar af Infantino voru sýndar í sjónvarpsútsendingunni þá voru þær ekki sýndar á skjánum á vellinum. FIFA neitaði að tjá sig um málið þegar blaðamaður The Times leitaði eftir viðbrögðum.
HM 2022 í Katar FIFA Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Handbolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Nauðsynlegt og löngu tímabært Íslenski boltinn Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Fótbolti Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Enski boltinn Dagskráin: Báðar Bónus deildirnar og Liverpool Sport Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Fleiri fréttir Íslendingarnir allir ósammála valinu á Vinicius Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Nauðsynlegt og löngu tímabært Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Ofurdeild Evrópu aftur á dagskrá en undir nýju nafni og með 96 liðum Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Eyddi níu milljónum í bikara fyrir starfsliðið Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Ronaldo býður sig fram til forseta brasilíska knattspyrnusambandsins Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce FIFA þurfti að biðja verðandi mótherja Íslands afsökunar Sif gaf Fortuna síðustu treyju föður síns Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Inter á hælum toppliðanna eftir stórsigur Gleði hjá Vålerenga eftir að liðsfélagi Sædísar heldur áfram að spila Höfuðkúpubraut fótboltamann Lamine Yamal aftur meiddur og nú frá í margar vikur Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Sjá meira