Tónlist

Madonna tilkynnir tónleikaferðalag

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Söngkonan Madonna stefnir á tónleikaferðalag í sumar.
Söngkonan Madonna stefnir á tónleikaferðalag í sumar. Ethan Miller/Getty Images

Súperstjarnan Madonna tilkynnti í dag væntanlegt tónleikaferðalag sitt, The Celebration Tour 2023, sem fagnar rúmum fjórum áratugum hennar í tónlistarsenunni.

Hér að neðan má sjá myndbandið þar sem Madonna tilkynnir fréttirnar en grínistinn Amy Schumer manar hana hér til að fara í tónleikaferðalag um heiminn og taka sín frægustu lög, sem hún samþykkir.

Madonna á að baki sér fjölmarga ofursmelli og má þar meðal annars nefna Like A Prayer, 4 minutes, VogueMaterial Girl og Like A Virgin. Þá hefur hún einnig farið með hlutverk í kvikmyndum eins og Desperatly Seeking Susan og hannað fatalínur með risum á borð við H&M og Macy's. 

Í tilkynningunni kemur fram að Madonna muni taka alla sína þekktustu smelli frá ferlinum á tónleikaferðalaginu umrædda en herlegheitin hefjast 15. júlí í Vancouver, Kanada. Fram til október mun hún koma fram víða um Norður Ameríku og færa sig svo til Evrópu en tónleikaferðalaginu lýkur í Amsterdam þann fyrsta desember.

Nánari upplýsingar um tímasetningar á tónleikum hennar má finna hér.


Tengdar fréttir

Madonna hefur verið valin

Leikkonan Julia Garner hefur fengið boð um að leika stjörnuna Madonnu í kvikmynd um lífið hennar samkvæmt Variety. Madonna hyggst sjálf ætla að setjast í leikstjórastólinn og mun myndin fara yfir upphafið á hennar ferli.

Leður­klædd Madonna opnaði MTV verð­launa­há­tíðina í nótt

MTV VMA (Video music awards) hátíðin fór fram með pompi og prakt í New York í nótt. MTV sjónvarpsstöðin fagnar 40 ára afmæli sínu í ár og voru allar helstu stjörnur úr tónlistarheiminum samankomnar til þess að uppskera eða samgleðjast. Söngkonan Doja Cat var kynnir kvöldsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.