Lífið

Myndir af nýjum stúdentaíbúðum á Hótel Sögu líta dagsins ljós

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Búist er við því að 111 stúdentar flytji inn núna í mars. Myndin er samsett.
Búist er við því að 111 stúdentar flytji inn núna í mars. Myndin er samsett. Facebook/Félagsstofnun stúdenta/Fasteignaljósmyndun

Félagsstofnun stúdenta hefur nú birt fyrstu myndirnar af nýjum stúdentagörðum í húsnæðinu sem áður var Hótel Saga.

Stúdentagarðarnir, sem nefndir hafa verið til heiðurs liðinnar tíðar munu einfaldlega bera nafnið „Saga“ og er búist við því að 111 stúdentar flytji þangað inn strax í marsmánuði.

Félagsstofnun stúdenta (FS) keypti undir lok árs 2021, 27 prósenta hlut í húsnæðinu á móti ríkinu á 4,9 milljarða króna. Koma á 113 stúdentaíbúðum fyrir á fjórðu til sjöundu hæð í norðurálmu hótelsins gamla. Þá óskaði FS einnig eftir því að fá að hefja veitingarekstur á fyrstu hæð hússins. 

Þá verður hótelið einnig nýtt sem húsnæði undir kennslu fyrir menntavísindasvið en sviðið hefur verið staðsett í Stakkahlíð og þá ansi aftengt miðju háskólasvæðisins. 

Myndir af íbúð á nýju stúdentagörðunum má sjá hér að neðan. 

Facebook/Félagsstofnun stúdenta/Fasteignaljósmyndun

Facebook/Félagsstofnun stúdenta/Fasteignaljósmyndun

Facebook/Félagsstofnun stúdenta/Fasteignaljósmyndun

Facebook/Félagsstofnun stúdenta/Fasteignaljósmyndun

Facebook/Félagsstofnun stúdenta/Fasteignaljósmyndun

Facebook/Félagsstofnun stúdenta/Fasteignaljósmyndun

Sjá má Þjóðarbókhlöðununa út um glugga íbúðarinnar ásamt Húsi íslenskra fræða.Facebook/Félagsstofnun stúdenta/Fasteignaljósmyndun

Facebook/Félagsstofnun stúdenta/Fasteignaljósmyndun

Tengdar fréttir

113 stúdenta­í­búðir verða út­búnar á Hótel Sögu

Félagsstofnun stúdenta (FS) mun fá fjórðu til sjöundu hæð norðurálmu Hótels Sögu í sinn hlut og verða 113 stúdentaíbúðir útbúnar þar. Þá hefur FS óskað eftir að fá að stunda veitingarekstur á fyrstu hæð hótelsins þar sem hefur verið rekið veitingahús.

Há­skólinn og FS kaupa Bænda­höllina fyrir 4,9 milljarða

Ríkissjóður og Félagsstofnun stúdenta munu greiða tæpa fimm milljarða króna fyrir kaupin á Hótel Sögu, Bændahöllinni, sem voru undirrituð í gær. Gert er ráð fyrir að ráðast þurfi í talsverðar viðgerðir og breytingar á byggingunni, sem verður nýtt bæði sem kennsluhúsnæði og í íbúðir fyrir stúdenta við Háskóla Íslands. 

Skrifað undir kaupin á Hótel Sögu

Ríkissjóður og Félagsstofnun stúdenta hafa fest kaup á Hótel Sögu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bændasamtökum Íslands, fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Félagsstofnun stúdenta. 

Segir spila­fíkla fjár­magna kaup HÍ á Hótel Sögu

„Spilafíklar kaupa Bændahöllina“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, í skoðanapistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins. Hann kallar eftir því að Háskóli Íslands og aðrir hagsmunaaðilar hætti rekstri spilakassa. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.