Yfirgnæfandi meirihluti blaðamanna samþykkti kjarasamning Atli Ísleifsson skrifar 19. janúar 2023 13:35 Sigríður Dögg Auðunsdóttir er formaður Blaðamannafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Rúmlega 98 prósent félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands greiddu atkvæði með samþykkt nýs skammtímakjarasamnings félagsins við Samtök atvinnulífsins. Af þeim sem voru á kjörskrá hjá Félagi fréttamanna greiddu rúmlega 96 prósent atkvæði með samþykkt samningsins. Atkvæðagreiðslu um samning Blaðamannafélagsins við Samtök atvinnulífsins, ásamt framlengdum samningi Félags fréttamanna við SA/RÚV ohf lauk á hádegi og voru niðurstöður atkvæðagreiðslunnar birtar á vef Blaðamannafélagsins nokkru síðar. Þar kemur fram að alls hafi 124 greitt atkvæði um samning BÍ við SA, 122 með og tveir á móti, það er rúmlega 98 prósent samþykktu. Alls voru 397 á kjörskrá. „Af þeim 49 sem voru á kjörskrá Félags fréttamanna greiddu 29 atkvæði; 28 með en 1 á móti. Það samsvarar því að 96,5% þeirra sem greiddu atkvæði samþykktu samninginn. Niðurstöðurnar hafa verið tilkynntar viðsemjendum BÍ hjá Samtökum atvinnulífsins og til Ríkissáttasemjara, sem heldur utan um gagnagrunn allra kjarasamninga. Með hinu formlega samþykki samninganna taka þeir gildi. Þeir eru afturvirkir til 1. nóvember 2022 og gilda út janúar 2024. Uppsöfnuð launahækkun þriggja mánaða – nóvember, desember og janúar – ætti því að koma til útborgunar til félagsmanna um næstu mánaðamót. Kjarasamningar við viðsemjendur BÍ sem standa utan Samtaka atvinnulífsins eru flestir frágengnir. Greidd verða atkvæði um þá inni á hverjum vinnustað sem um ræðir,“ segir á vef Blaðamannafélagsins. Samningurinn var kynntur félagsmönnum í síðustu á þeim vinnustöðum sem SA semja fyrir; Ríkisútvarpið, Árvakur og Sýn; og svo borinn undir atkvæði. Einnig var samið um það að dagskrárgerðarfólk á RÚV, sem séu félagar í BÍ fengi sömu grunnhækkanir, einnig afturvirkar til 1. nóvember 2022. Vísir er í eigu Sýnar. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Fjölmiðlar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Blaðamenn gera skammtímasamning Blaðamannafélag Íslands og Samtök atvinnulífsins skrifuðu undir skammtímakjarasamning í dag. Samningurinn er samhljóða þeim sem undirritaðir hafa verið á almennum markaði undanfarnar vikur. 6. janúar 2023 17:56 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Atkvæðagreiðslu um samning Blaðamannafélagsins við Samtök atvinnulífsins, ásamt framlengdum samningi Félags fréttamanna við SA/RÚV ohf lauk á hádegi og voru niðurstöður atkvæðagreiðslunnar birtar á vef Blaðamannafélagsins nokkru síðar. Þar kemur fram að alls hafi 124 greitt atkvæði um samning BÍ við SA, 122 með og tveir á móti, það er rúmlega 98 prósent samþykktu. Alls voru 397 á kjörskrá. „Af þeim 49 sem voru á kjörskrá Félags fréttamanna greiddu 29 atkvæði; 28 með en 1 á móti. Það samsvarar því að 96,5% þeirra sem greiddu atkvæði samþykktu samninginn. Niðurstöðurnar hafa verið tilkynntar viðsemjendum BÍ hjá Samtökum atvinnulífsins og til Ríkissáttasemjara, sem heldur utan um gagnagrunn allra kjarasamninga. Með hinu formlega samþykki samninganna taka þeir gildi. Þeir eru afturvirkir til 1. nóvember 2022 og gilda út janúar 2024. Uppsöfnuð launahækkun þriggja mánaða – nóvember, desember og janúar – ætti því að koma til útborgunar til félagsmanna um næstu mánaðamót. Kjarasamningar við viðsemjendur BÍ sem standa utan Samtaka atvinnulífsins eru flestir frágengnir. Greidd verða atkvæði um þá inni á hverjum vinnustað sem um ræðir,“ segir á vef Blaðamannafélagsins. Samningurinn var kynntur félagsmönnum í síðustu á þeim vinnustöðum sem SA semja fyrir; Ríkisútvarpið, Árvakur og Sýn; og svo borinn undir atkvæði. Einnig var samið um það að dagskrárgerðarfólk á RÚV, sem séu félagar í BÍ fengi sömu grunnhækkanir, einnig afturvirkar til 1. nóvember 2022. Vísir er í eigu Sýnar.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Fjölmiðlar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Blaðamenn gera skammtímasamning Blaðamannafélag Íslands og Samtök atvinnulífsins skrifuðu undir skammtímakjarasamning í dag. Samningurinn er samhljóða þeim sem undirritaðir hafa verið á almennum markaði undanfarnar vikur. 6. janúar 2023 17:56 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Blaðamenn gera skammtímasamning Blaðamannafélag Íslands og Samtök atvinnulífsins skrifuðu undir skammtímakjarasamning í dag. Samningurinn er samhljóða þeim sem undirritaðir hafa verið á almennum markaði undanfarnar vikur. 6. janúar 2023 17:56