„Ég hætti þegar ég er dauður” – Segir 86 ára prentari á Egilsstöðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. janúar 2023 21:00 Þráinn með konu sinni, Önnu Gunnhildi Ingvarsdóttur en þau eiga og reka Héraðsprent á Egilsstöðum af miklum myndarskap. Magnús Hlynur Hreiðarsson Á sama tíma og prentsmiðjum landsins fækkar og fækkar þá hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikið að gera eins og hjá Héraðsprenti á Egilsstöðum. Eigandinn og prentsmiðjustjórinn, sem stendur vaktina alla daga verður 86 ára á árinu og gefur ekki tommu eftir við að stýra fyrirtækinu. Héraðsprent var stofnað á Egilsstöðum í september 1972 af hjónunum Þráni Skarphéðinssyni og Önnu Gunnhildi Ingvarsdóttur. Með meistarabréf Þráins í prentun og eina litla trukkprentvél að vopni var fyrirtækið snúið í gang og fyrirtækið er enn í fullum rekstri og brjálað að gera. Þráinn, sem verður 86 ára á þessu ári stendur vaktina alla daga enda engan bilbug á honum að finna. „Við gefum út Dagskrá hérna, sem er gefin út einu sinni í viku, prentum Austurgluggann og það eru ný komnar út tvær bækur, sem við prentuðum. Svo er bara allskonar smáprent fyrir norður og austurland og Reykjavíkurmarkað líka, sem við erum að sinna”, segir Þráinn. Þráinn segist vera síðasti móhíkaninn þegar prentsmiðjur eru annar vegar. „Já, það liggur við, það er allt horfið á Norður- og Austurlandi, allt komið á Reykjavíkursvæðið.” Það er ekki að sjá á Þráni að hann verði 86 ára á þessu ári, hann lítur svo vel út. „Það er bara skemmtileg vinna, sem heldur manni gangandi,” segir hann og hlær. En hvernig gengur honum að tileinka sér tæknina og allar þær nýjungar, sem eiga sér stað þar? Héraðsprent var stofnað 1972 af hjónunum Þráni og Önnu Gunnhildi. Reksturinn gengur mjög vel og er alltaf meira en nóg að gera hjá fyrirtækinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég byrjaði bara í blýi og þetta erum við komin með, allt stafrænt og skemmtilegt. Þetta er léttara en þegar við vorum að prenta bækur í blýi, það voru nokkur tonn af blýi, sem fóru í eina bók,” segir hann. En hvað ætlar Þráinn að standa vaktina mikið lengur í Héraðsprenti? „Ég hætti þegar ég er dauður.” Heimasíða Héraðsprents Múlaþing Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Sjá meira
Héraðsprent var stofnað á Egilsstöðum í september 1972 af hjónunum Þráni Skarphéðinssyni og Önnu Gunnhildi Ingvarsdóttur. Með meistarabréf Þráins í prentun og eina litla trukkprentvél að vopni var fyrirtækið snúið í gang og fyrirtækið er enn í fullum rekstri og brjálað að gera. Þráinn, sem verður 86 ára á þessu ári stendur vaktina alla daga enda engan bilbug á honum að finna. „Við gefum út Dagskrá hérna, sem er gefin út einu sinni í viku, prentum Austurgluggann og það eru ný komnar út tvær bækur, sem við prentuðum. Svo er bara allskonar smáprent fyrir norður og austurland og Reykjavíkurmarkað líka, sem við erum að sinna”, segir Þráinn. Þráinn segist vera síðasti móhíkaninn þegar prentsmiðjur eru annar vegar. „Já, það liggur við, það er allt horfið á Norður- og Austurlandi, allt komið á Reykjavíkursvæðið.” Það er ekki að sjá á Þráni að hann verði 86 ára á þessu ári, hann lítur svo vel út. „Það er bara skemmtileg vinna, sem heldur manni gangandi,” segir hann og hlær. En hvernig gengur honum að tileinka sér tæknina og allar þær nýjungar, sem eiga sér stað þar? Héraðsprent var stofnað 1972 af hjónunum Þráni og Önnu Gunnhildi. Reksturinn gengur mjög vel og er alltaf meira en nóg að gera hjá fyrirtækinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég byrjaði bara í blýi og þetta erum við komin með, allt stafrænt og skemmtilegt. Þetta er léttara en þegar við vorum að prenta bækur í blýi, það voru nokkur tonn af blýi, sem fóru í eina bók,” segir hann. En hvað ætlar Þráinn að standa vaktina mikið lengur í Héraðsprenti? „Ég hætti þegar ég er dauður.” Heimasíða Héraðsprents
Múlaþing Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Sjá meira