Tilnefningarnar verða afhjúpaðar á á YouTube-síðu Óskarsverðlaunanna. Hægt verður að fylgjast með í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi og hér á Vísi í spilaranum neðar í fréttinni.
Verðlaunahátíðin fer fram þann 12. mars næstkomandi en þetta er í 95. skipti sem Óskarsverðlaunin eru afhent. Hátíðin verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og fyrir afhendinguna verður hægt að fylgjast með stjörnunum mæta á rauða dregilinn á Stöð 2 Vísi.
Hægt verður að fylgjast með tilkynningu tilnefninganna í spilaranum hér fyrir neðan en viðburðurinn hefst klukkan 13:30 að íslenskum tíma. Í vakt hér neðar í fréttinni verður svo fjallað um það helsta sem fram kemur í útsendingunni.