Keppnin var hörð og þegar kom að lokaspurningunni munaði aðeins einu stigi á liðunum. Afturelding var með 24 stig og ÍBV með 23 stig. Lokaspurningin var svokölluð Þrjú hint spurning sem sem þrjú stig voru í boði fyrir rétt svar. Bæði lið áttu því jafna möguleika á sigri og var spennan mikil.
Spurt var um fyrirbæri sem leit fyrst dagsins ljós árið 1994. Rithöfundurinn Ólafur Jóhann Ólafsson átti þátt í sköpun fyrirbærisins þegar hann starfaði fyrir japanskt risafyrirtæki á þeim tíma sem fyrirbærið varð til.
Liðin giskuðu á bæði síma og tölvu en hvorugt var rétt.
Næsta vísbending var sú að fyrirbærið hefði verið ein vinsælasta jólagjöf ársins 2020. Fyrirbærið hefði jafnframt verið gefið út í fimm útgáfum.
ÍBV kom þá með svarið PlayStation sem reyndist rétt. Staðan var þá 26 - 24 fyrir ÍBV og stóð ÍBV þar með uppi sem sigurvegari þessarar fyrstu viðureignar.