Sammála um að landsliðsferill Arons sé vonbrigði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. janúar 2023 09:01 Aron Pálmarsson náði sér ekki á strik á HM. vísir/vilhelm Strákarnir í Handkastinu voru sammála um að ferill Arons Pálmarssonar með íslenska handboltalandsliðinu hafi verið vonbrigði. Aron skoraði níu mörk í fyrstu fjórum leikjum Íslands á HM en missti af síðustu tveimur leikjunum vegna meiðsla. Hafnfirðingurinn hefur aðeins klárað þrjú af síðustu tíu stórmótum. Í síðasta þætti Handkastsins spurði Arnar Daði Arnarsson þá Theodór Inga Pálmason og Loga Geirsson hvort landsliðsferill Arons væri ekki ein stór vonbrigði. Engin kóngastaða „Jú, hann er ekki búinn að halda út stórmótin. En aðeins honum til varnar, hann hefur verið notaður fimmtán mínútur í hvorum hálfleik í liðunum sem hann hefur verið í. Svo kemur hann í landsliðið og er bara inn á í 55 mínútur í fyrstu þremur leikjunum. Það er drulluerfitt,“ sagði Logi. Aron hefur verið í íslenska landsliðinu síðan 2008.vísir/vilhelm „Vinstri skyttustaðan er kóngastaðan í Þýskalandi en rusl á þessu móti hjá okkur. Það kom ekki mark þaðan og ekkert að frétta.“ Bara í prófessor-handbolta Logi benti þó á að Aron væri notaður vitlaust í landsliðinu. Íslendingar ættu að nýta hann eins og Danir nýta Mikkel Hansen. „Hann er lúxusleikmaður. Hann fer aldrei í „kontakt“ eða fintu. Hann fær boltann, fer upp og skýtur. Við hefðum þurft að nota Aron þannig en hann er ekki einu sinni að gera þau mörk,“ sagði Logi. „Hann er bara í prófessor-handbolta, kíkja í hornið, er einhver í betri stöðu en ég. Þú þarft ekki þannig mann í vinstri skyttuna. Þú þarft bara mann sem skýtur á f-ing markið.“ Ekki lengur hægt að treysta á Aron Theodór segir að þeir tímar að hægt sé að treysta á að Aron leiði íslenska liðið áfram séu liðnir. „Við tökum það alltaf með inn í jöfnuna að við eigum að ná þessum árangri því við erum með Aron Pálmarsson. Þurfum við ekki að taka hann út úr myndinni sem þann prófíl?,“ sagði Theodór. „Það er búið,“ sagði Logi. „Enn eitt mótið, allt undir, liðið geggjað og væntingar. Það kom ekkert út úr honum.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Handkastið Tengdar fréttir Logi Geirs: „Við verðum að fá breytingar og mig langar í nýjan þjálfara“ Logi Geirsson vill fá nýjan þjálfara fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta. Hann var afar ósáttur við hvernig Guðmundur Guðmundsson stýrði Íslandi á HM. 26. janúar 2023 08:01 Bjarki Már bestur á HM en Aron og Ýmir verstir Bjarki Már Elísson var besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta á HM samkvæmt einkunnagjöf íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. 25. janúar 2023 09:01 Formaður HSÍ: Ekkert breyst með framtíð Guðmundar sem landsliðsþjálfara Guðmundur Guðmundsson verður áfram þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta ef marka má viðtal Guðjóns Guðmundssonar við Guðmund B. Ólafsson, formann Handknattleikssambands Íslands. 25. janúar 2023 08:01 Logi Geirs reiður: Enginn tók ábyrgð, liðinu illa stýrt og Guðmundur að gaslýsa Logi Geirsson, fyrrverandi landsliðsmaður og handboltasérfræðingur, gagnrýnir íslenska handboltalandsliðið og þá sérstaklega stjórnun liðsins á nýloknu heimsmeistaramóti. 25. janúar 2023 07:30 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
Aron skoraði níu mörk í fyrstu fjórum leikjum Íslands á HM en missti af síðustu tveimur leikjunum vegna meiðsla. Hafnfirðingurinn hefur aðeins klárað þrjú af síðustu tíu stórmótum. Í síðasta þætti Handkastsins spurði Arnar Daði Arnarsson þá Theodór Inga Pálmason og Loga Geirsson hvort landsliðsferill Arons væri ekki ein stór vonbrigði. Engin kóngastaða „Jú, hann er ekki búinn að halda út stórmótin. En aðeins honum til varnar, hann hefur verið notaður fimmtán mínútur í hvorum hálfleik í liðunum sem hann hefur verið í. Svo kemur hann í landsliðið og er bara inn á í 55 mínútur í fyrstu þremur leikjunum. Það er drulluerfitt,“ sagði Logi. Aron hefur verið í íslenska landsliðinu síðan 2008.vísir/vilhelm „Vinstri skyttustaðan er kóngastaðan í Þýskalandi en rusl á þessu móti hjá okkur. Það kom ekki mark þaðan og ekkert að frétta.“ Bara í prófessor-handbolta Logi benti þó á að Aron væri notaður vitlaust í landsliðinu. Íslendingar ættu að nýta hann eins og Danir nýta Mikkel Hansen. „Hann er lúxusleikmaður. Hann fer aldrei í „kontakt“ eða fintu. Hann fær boltann, fer upp og skýtur. Við hefðum þurft að nota Aron þannig en hann er ekki einu sinni að gera þau mörk,“ sagði Logi. „Hann er bara í prófessor-handbolta, kíkja í hornið, er einhver í betri stöðu en ég. Þú þarft ekki þannig mann í vinstri skyttuna. Þú þarft bara mann sem skýtur á f-ing markið.“ Ekki lengur hægt að treysta á Aron Theodór segir að þeir tímar að hægt sé að treysta á að Aron leiði íslenska liðið áfram séu liðnir. „Við tökum það alltaf með inn í jöfnuna að við eigum að ná þessum árangri því við erum með Aron Pálmarsson. Þurfum við ekki að taka hann út úr myndinni sem þann prófíl?,“ sagði Theodór. „Það er búið,“ sagði Logi. „Enn eitt mótið, allt undir, liðið geggjað og væntingar. Það kom ekkert út úr honum.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Handkastið Tengdar fréttir Logi Geirs: „Við verðum að fá breytingar og mig langar í nýjan þjálfara“ Logi Geirsson vill fá nýjan þjálfara fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta. Hann var afar ósáttur við hvernig Guðmundur Guðmundsson stýrði Íslandi á HM. 26. janúar 2023 08:01 Bjarki Már bestur á HM en Aron og Ýmir verstir Bjarki Már Elísson var besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta á HM samkvæmt einkunnagjöf íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. 25. janúar 2023 09:01 Formaður HSÍ: Ekkert breyst með framtíð Guðmundar sem landsliðsþjálfara Guðmundur Guðmundsson verður áfram þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta ef marka má viðtal Guðjóns Guðmundssonar við Guðmund B. Ólafsson, formann Handknattleikssambands Íslands. 25. janúar 2023 08:01 Logi Geirs reiður: Enginn tók ábyrgð, liðinu illa stýrt og Guðmundur að gaslýsa Logi Geirsson, fyrrverandi landsliðsmaður og handboltasérfræðingur, gagnrýnir íslenska handboltalandsliðið og þá sérstaklega stjórnun liðsins á nýloknu heimsmeistaramóti. 25. janúar 2023 07:30 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
Logi Geirs: „Við verðum að fá breytingar og mig langar í nýjan þjálfara“ Logi Geirsson vill fá nýjan þjálfara fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta. Hann var afar ósáttur við hvernig Guðmundur Guðmundsson stýrði Íslandi á HM. 26. janúar 2023 08:01
Bjarki Már bestur á HM en Aron og Ýmir verstir Bjarki Már Elísson var besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta á HM samkvæmt einkunnagjöf íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. 25. janúar 2023 09:01
Formaður HSÍ: Ekkert breyst með framtíð Guðmundar sem landsliðsþjálfara Guðmundur Guðmundsson verður áfram þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta ef marka má viðtal Guðjóns Guðmundssonar við Guðmund B. Ólafsson, formann Handknattleikssambands Íslands. 25. janúar 2023 08:01
Logi Geirs reiður: Enginn tók ábyrgð, liðinu illa stýrt og Guðmundur að gaslýsa Logi Geirsson, fyrrverandi landsliðsmaður og handboltasérfræðingur, gagnrýnir íslenska handboltalandsliðið og þá sérstaklega stjórnun liðsins á nýloknu heimsmeistaramóti. 25. janúar 2023 07:30