„Hættulegt fordæmi til framtíðar“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 26. janúar 2023 12:34 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir miðlunartillögu ríkissáttasemjara vera vonbrigði. Vísir/Egill Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir miðlunartillögu ríkissáttasemjara vera vonbrigði. Halldór segist óttast að þetta gefi slæmt fordæmi til framtíðar. Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót. Halldór segir þetta mikil vonbrigði og segir samtökin hafa talað gegn inngripum ríkisvaldsins. „Já, við erum svo sem bara að meta stöðuna og átta okkur á hvað þetta þýðir. Þetta eru náttúrulega vonbrigði fyrst og fremst og þýðir að báðum aðilum hefur mistekist. Miðlunartillaga er ekkert annað en skipbrot samtalsins. Hingað til höfum við talað gegn inngripum ríkisvaldsins í kjaradeilur. Við viljum semja við okkar viðsemjendur. Þessi deila var auðvitað komin í mjög harðan hnút og ég var að horfa á fréttamannafundinn líka þar sem ríkissáttasemjari er að tala um afturvirknina. Við hefðum viljað geta tekist á við Eflingu eftir þeim leiðum sem vinnulöggjöfin leyfir. Við vorum tilbúin að fylgja því eftir.“ Hefði kosið aðra leið Halldór hefði frekar kosið að forysta Eflingar hefði sjálf sett samningstilboðið í atkvæðagreiðslu. „Já, en við þurfum að semja aftur við Eflingu og öll önnur stéttarfélög landsins. Ég hefði kosið að forysta Eflingar hefði sett þennan kjarasamning sjálf í atkvæðagreiðslu. Það hefði verið eðlileg framvinda að sjá og kanna hug síns félagsfólks. Það var ekkert að fara að gerast í þessu tilviki eins og ég met stöðuna. En núna þurfum við bara að fara yfir þetta. Á endanum er þetta atkvæðagreiðsla bæði okkar megin og Eflingarmegin. Við munum nýta daginn í það.“ Óttast fordæmið Halldór segir samtökin munu funda með sínum félagsmönnum í dag en óttast fordæmið. „Ég óttast það að þetta gefi slæmt fordæmi til framtíðar. Það er þannig að samningar á vinnumarkaði eru þannig að það er alltaf samningur sem tekur við af samningi. Við þurfum að semja aftur við þessi verkalýðsfélög og get tekir undir það að ég óttast það fordæmi sem verið er að setja hér.“ Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Efling hafnar lögmæti miðlunartillögunnar Efling hafnar lögmæti þeirrar miðlunartillögu sem ríkisáttasemjari hefur lagt fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Stéttarfélagið telur miðlunartillöguna fela það í sér að afstöðu SA sé þröngvað upp á Eflingu. 26. janúar 2023 11:58 Setur miðlunartillögu í atkvæðagreiðslu Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur lagt fram miðlunartillögu, í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót. 26. janúar 2023 11:25 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þota á Egilsstaði í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Sjá meira
Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót. Halldór segir þetta mikil vonbrigði og segir samtökin hafa talað gegn inngripum ríkisvaldsins. „Já, við erum svo sem bara að meta stöðuna og átta okkur á hvað þetta þýðir. Þetta eru náttúrulega vonbrigði fyrst og fremst og þýðir að báðum aðilum hefur mistekist. Miðlunartillaga er ekkert annað en skipbrot samtalsins. Hingað til höfum við talað gegn inngripum ríkisvaldsins í kjaradeilur. Við viljum semja við okkar viðsemjendur. Þessi deila var auðvitað komin í mjög harðan hnút og ég var að horfa á fréttamannafundinn líka þar sem ríkissáttasemjari er að tala um afturvirknina. Við hefðum viljað geta tekist á við Eflingu eftir þeim leiðum sem vinnulöggjöfin leyfir. Við vorum tilbúin að fylgja því eftir.“ Hefði kosið aðra leið Halldór hefði frekar kosið að forysta Eflingar hefði sjálf sett samningstilboðið í atkvæðagreiðslu. „Já, en við þurfum að semja aftur við Eflingu og öll önnur stéttarfélög landsins. Ég hefði kosið að forysta Eflingar hefði sett þennan kjarasamning sjálf í atkvæðagreiðslu. Það hefði verið eðlileg framvinda að sjá og kanna hug síns félagsfólks. Það var ekkert að fara að gerast í þessu tilviki eins og ég met stöðuna. En núna þurfum við bara að fara yfir þetta. Á endanum er þetta atkvæðagreiðsla bæði okkar megin og Eflingarmegin. Við munum nýta daginn í það.“ Óttast fordæmið Halldór segir samtökin munu funda með sínum félagsmönnum í dag en óttast fordæmið. „Ég óttast það að þetta gefi slæmt fordæmi til framtíðar. Það er þannig að samningar á vinnumarkaði eru þannig að það er alltaf samningur sem tekur við af samningi. Við þurfum að semja aftur við þessi verkalýðsfélög og get tekir undir það að ég óttast það fordæmi sem verið er að setja hér.“
Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Efling hafnar lögmæti miðlunartillögunnar Efling hafnar lögmæti þeirrar miðlunartillögu sem ríkisáttasemjari hefur lagt fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Stéttarfélagið telur miðlunartillöguna fela það í sér að afstöðu SA sé þröngvað upp á Eflingu. 26. janúar 2023 11:58 Setur miðlunartillögu í atkvæðagreiðslu Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur lagt fram miðlunartillögu, í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót. 26. janúar 2023 11:25 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þota á Egilsstaði í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Sjá meira
Efling hafnar lögmæti miðlunartillögunnar Efling hafnar lögmæti þeirrar miðlunartillögu sem ríkisáttasemjari hefur lagt fram í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Stéttarfélagið telur miðlunartillöguna fela það í sér að afstöðu SA sé þröngvað upp á Eflingu. 26. janúar 2023 11:58
Setur miðlunartillögu í atkvæðagreiðslu Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur lagt fram miðlunartillögu, í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um sams konar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið fyrir áramót. 26. janúar 2023 11:25