Sátti sameinar stéttarfélögin: Keppast við að gagnrýna ákvörðun ríkissáttasemjara Bjarki Sigurðsson skrifar 27. janúar 2023 14:30 Aðalsteinn Leifsson er ríkissáttasemjari. Vísir/Vilhelm Fjögur stéttarfélög hafa gagnrýnt ríkissáttasemjara fyrir inngrip hans í kjaradeilu Eflingar og SA. Starfsgreinasambandið segir ákvörðunina ótímabæra og þrjú félög gera alvarlegar athugasemdir við hana. Í gær greindi Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari að hann hafi lagt fram miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA). Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um samskonar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið (SGS) fyrir áramót. Strax í kjölfar að tilkynnt var um miðlunartillöguna hafnaði Efling henni og sagði framkvæmdastjóri SA að hún væri vonbrigði. Hún gæti gefið hættulegt fordæmi til framtíðar. Þá sagði Drífa Snædal, fyrrverandi forseti ASÍ, að ákvörðunin gæti haft alvarlegar afleiðingar. Alvarlegar athugasemdir gerðar Í morgun sendu þrjú stéttarfélög, Bandalag háskólamenntaðra (BHM), Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), og Kennarasamband Íslands (KÍ), frá sér sameiginlega tilkynningu vegna ákvörðunarinnar. Þar voru gerðar alvarlegar athugasemdir. „Það er stórt og alvarlegt inngrip í vinnudeilu af hálfu ríkissáttasemjara að leggja fram miðlunartillögu. Sérstaklega þegar horft er til þess að þátttaka í kosningu þarf að vera mjög mikil svo unnt sé að fella tillöguna. Lögum samkvæmt þarf 25% félagsfólks að synja miðlunartillögu. Þröskuldurinn er því mun hærri en þegar kosið er um kjarasamninga og verkfallsaðgerðir og getur komið upp sú staða að tillagan teldist samþykkt jafnvel þó meirihluti atkvæða félli gegn henni,“ segir í tilkynningunni. Verkfallsvopnið slegið af borði Þá segir að með því að leggja til miðlunartillögu áður en niðurstaða kosningar um verkfallsaðgerðir liggur fyrir leiði óhjákvæmilega til þess að verkfallsvopnið sé slegið úr höndum stéttarfélaga. Með miðlunartillögunni sé ríkissáttasemjari ekki einungis að hafa áhrif á Eflingu heldur öll önnur stéttarfélög í landinu. „BHM, BSRB og KÍ gera þá sjálfsögðu kröfu að sjálfstæður samningsréttur stéttarfélaga sé virtur. Aldrei má ganga út frá því að kjarasamningur eins stéttarfélags bindi hendur annarra stéttarfélaga eða vegi að sjálfstæði þeirra. Hlutleysi og lagalegar forsendur þurfa að vera hafnar yfir allan vafa þegar ríkissáttasemjari ákveður að hlutast til með beinum hætti í vinnudeilur,“ segir í tilkynningunni. Vilja að dómstólar skeri úr um lögmæti Í tilkynningu frá SGS segir að ákvörðun ríkissáttasemjara sé ótímabær. Mikilvægt sé að samningsaðilar fái ætíð tækifæri til að ganga frá kjarasamningi án svo alvarlegra inngripa. „Í ljósi umræðu um hvort ríkissáttasemjari hafi haft lagaheimild skv. 27. grein laga um stéttarfélög og vinnudeilur telur framkvæmdastjórn SGS brýnt að dómstólar skeri úr um lögmæti miðlunartillögunnar og málið hljóti flýtimeðferð, vegna alvarleika þess. Það er mat framkvæmdastjórnar að nauðsynlegt sé að fá úr því skorið fyrir dómstólum hvort þessi ákvörðun ríkissáttasemjara sé á rökum reist á þessum tímapunkti og í anda laganna,“ segir í tilkynningunni. Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, segir það vera prinsippmál að stéttarfélögin fái að fullreyna samningaaðferðir sínar en að hann gagnrýni ekki samninginn í sjálfu sér. Samningurinn er svipaður og SGS skrifaði undir í kjaraviðræðunum í byrjun desember. „Ég held að það sé alveg ljóst að þegar það liggur fyrir að Efling ætli ekki að afhenda kjörgögn eins og miðlunartillagan gerir ráð fyrir þá blasir það við að tímaáætlunin sem ríkissáttasemjari setti sér í málinu, hún mun ekki ganga upp. Þannig getur málið ekkert endað með öðrum hætti en það fari fyrir dómstóla,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira
Í gær greindi Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari að hann hafi lagt fram miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA). Tillagan felur í sér að félagsmenn Eflingar og aðildarfélög SA munu greiða atkvæði um samskonar samning og gerður var við Starfsgreinasambandið (SGS) fyrir áramót. Strax í kjölfar að tilkynnt var um miðlunartillöguna hafnaði Efling henni og sagði framkvæmdastjóri SA að hún væri vonbrigði. Hún gæti gefið hættulegt fordæmi til framtíðar. Þá sagði Drífa Snædal, fyrrverandi forseti ASÍ, að ákvörðunin gæti haft alvarlegar afleiðingar. Alvarlegar athugasemdir gerðar Í morgun sendu þrjú stéttarfélög, Bandalag háskólamenntaðra (BHM), Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), og Kennarasamband Íslands (KÍ), frá sér sameiginlega tilkynningu vegna ákvörðunarinnar. Þar voru gerðar alvarlegar athugasemdir. „Það er stórt og alvarlegt inngrip í vinnudeilu af hálfu ríkissáttasemjara að leggja fram miðlunartillögu. Sérstaklega þegar horft er til þess að þátttaka í kosningu þarf að vera mjög mikil svo unnt sé að fella tillöguna. Lögum samkvæmt þarf 25% félagsfólks að synja miðlunartillögu. Þröskuldurinn er því mun hærri en þegar kosið er um kjarasamninga og verkfallsaðgerðir og getur komið upp sú staða að tillagan teldist samþykkt jafnvel þó meirihluti atkvæða félli gegn henni,“ segir í tilkynningunni. Verkfallsvopnið slegið af borði Þá segir að með því að leggja til miðlunartillögu áður en niðurstaða kosningar um verkfallsaðgerðir liggur fyrir leiði óhjákvæmilega til þess að verkfallsvopnið sé slegið úr höndum stéttarfélaga. Með miðlunartillögunni sé ríkissáttasemjari ekki einungis að hafa áhrif á Eflingu heldur öll önnur stéttarfélög í landinu. „BHM, BSRB og KÍ gera þá sjálfsögðu kröfu að sjálfstæður samningsréttur stéttarfélaga sé virtur. Aldrei má ganga út frá því að kjarasamningur eins stéttarfélags bindi hendur annarra stéttarfélaga eða vegi að sjálfstæði þeirra. Hlutleysi og lagalegar forsendur þurfa að vera hafnar yfir allan vafa þegar ríkissáttasemjari ákveður að hlutast til með beinum hætti í vinnudeilur,“ segir í tilkynningunni. Vilja að dómstólar skeri úr um lögmæti Í tilkynningu frá SGS segir að ákvörðun ríkissáttasemjara sé ótímabær. Mikilvægt sé að samningsaðilar fái ætíð tækifæri til að ganga frá kjarasamningi án svo alvarlegra inngripa. „Í ljósi umræðu um hvort ríkissáttasemjari hafi haft lagaheimild skv. 27. grein laga um stéttarfélög og vinnudeilur telur framkvæmdastjórn SGS brýnt að dómstólar skeri úr um lögmæti miðlunartillögunnar og málið hljóti flýtimeðferð, vegna alvarleika þess. Það er mat framkvæmdastjórnar að nauðsynlegt sé að fá úr því skorið fyrir dómstólum hvort þessi ákvörðun ríkissáttasemjara sé á rökum reist á þessum tímapunkti og í anda laganna,“ segir í tilkynningunni. Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, segir það vera prinsippmál að stéttarfélögin fái að fullreyna samningaaðferðir sínar en að hann gagnrýni ekki samninginn í sjálfu sér. Samningurinn er svipaður og SGS skrifaði undir í kjaraviðræðunum í byrjun desember. „Ég held að það sé alveg ljóst að þegar það liggur fyrir að Efling ætli ekki að afhenda kjörgögn eins og miðlunartillagan gerir ráð fyrir þá blasir það við að tímaáætlunin sem ríkissáttasemjari setti sér í málinu, hún mun ekki ganga upp. Þannig getur málið ekkert endað með öðrum hætti en það fari fyrir dómstóla,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira