Veit ekki hvernig lekann bar að Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2023 17:54 Rúnar Freyr Gíslason er framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar. Vísir Nöfnum allra flytjenda í Söngvakeppninnar á RÚV var lekið fyrr í dag. Framkvæmdastjóri kveðst ekki vita hvernig lekann bar að. Til stendur að kynna lögin á morgun. Vísir greindi frá nöfnum fimm keppenda í gær og fimm til viðbótar í dag. Trúnaður ríkir milli keppenda og RÚV varðandi þátttöku í keppninni og hefur jafnan mikil leynd hvílt yfir atriðunum. Twitter-notandinn Crystal Ball ESC hefur hins vegar farið mikinn undanfarnar vikur og birt upplýsingar um keppendur í undankeppnum ýmissa þátttökuþjóða Eurovision. Vísir hefur rætt við nokkra af þeim keppendum sem eiga að stíga á stokk á morgun. Sumir hafa staðfest þátttöku sína en aðrir neitað að tjá sig. Enginn hefur neitað því að vera meðal keppenda. Alveg hægt að skemma Rúnar Freyr Gíslason framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar vill ekki staðfesta að nöfn flytjenda, sem hafa verið lekið, séu rétt. Hann segist ekki vita hvernig lekann bar að. „Ef maður vill skemma fyrir mómentinu hjá okkur sem á að vera alltaf þegar þátturinn er spilaður á laugardagskvöldi, ef maður er þannig þá getur maður það alveg. En á hinn bóginn er hluti af manni sem gleðst yfir því hvað það er ótrúlega mikill áhugi á keppninni. Þetta mun auka áhorfið á þáttinn okkar og við erum ánægð með það,“ segir Rúnar Freyr og hlær. „Fólk talar, það er fólk sem vinnur úti í stúdíóunum út um allan bæ. Þau eiga vini og heyra að þessi hafi verið í keppninni og svona. Og þetta er ekki eins og þetta sé eitthvað háleynilegt mál, þetta varðar ekki þjóðarhagsmuni. Þetta er bara skemmtiefni sem við erum að gera saman og reyna að gleðja þjóðina,“ segir Rúnar Freyr en ítrekar að nöfn flytjenda hafi ekki verið formlega staðfest. Lögin óhult í bili Lögunum sjálfum hefur ekki verið lekið, en það gerðist til að mynda í fyrra. „Við höfum gert ráðstafanir – teljum við – til þess að sjá til þess að þau fari ekki. En svo veit maður aldrei. Þjófar eru oft klárari en eigendur hluta, eins og margir hafa lent í sjálfir, og við getum aldrei tryggt það. En við teljum okkur hafa gert ýmislegt til að passa vel upp á þetta í ár, en svo veit maður aldrei. Það eru greinilega margir að farast úr spenningi yfir því hvernig þetta fer hjá okkur.“ Söngvakeppnin hefst formlega með kynningu á lögum og flytjendum á morgun en fyrsta keppniskvöldið í beinni útsendingu verður 18. febrúar næstkomandi. Eurovision Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Seinni fimm flytjendum Söngvakeppninnar lekið Twitter-notandinn Crystal Ball ESC, sem farið hefur mikinn undanfarnar vikur og birt upplýsingar um keppendur í undankeppnum ýmissa þátttökuþjóða Eurovision, birti lista þátttakenda í Söngvakeppninni á síðu sinni í dag. Fullyrt er að um sé að ræða þau tíu atriði sem bítast um farseðilinn fyrir Íslands hönd í Eurovision. 27. janúar 2023 16:28 Enn bætist í hóp flytjenda í Söngvakeppninni Hljómsveitin Celebs er á meðal þeirra flytjenda sem munu taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Hljómsveitina skipa systkinin Valgeir Skorri Vernharðsson, Hrafnkell Hugi Vernharðsson og Katla Vigdís Vernharðsdóttir. 26. janúar 2023 14:54 Þessir fjórir flytjendur munu keppa í Söngvakeppninni Kjalar Martinsson, Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir, Úlfar Viktor Björnsson og Diljá Pétursdóttir eru á meðal þeirra keppenda sem munu taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. 26. janúar 2023 10:47 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Vísir greindi frá nöfnum fimm keppenda í gær og fimm til viðbótar í dag. Trúnaður ríkir milli keppenda og RÚV varðandi þátttöku í keppninni og hefur jafnan mikil leynd hvílt yfir atriðunum. Twitter-notandinn Crystal Ball ESC hefur hins vegar farið mikinn undanfarnar vikur og birt upplýsingar um keppendur í undankeppnum ýmissa þátttökuþjóða Eurovision. Vísir hefur rætt við nokkra af þeim keppendum sem eiga að stíga á stokk á morgun. Sumir hafa staðfest þátttöku sína en aðrir neitað að tjá sig. Enginn hefur neitað því að vera meðal keppenda. Alveg hægt að skemma Rúnar Freyr Gíslason framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar vill ekki staðfesta að nöfn flytjenda, sem hafa verið lekið, séu rétt. Hann segist ekki vita hvernig lekann bar að. „Ef maður vill skemma fyrir mómentinu hjá okkur sem á að vera alltaf þegar þátturinn er spilaður á laugardagskvöldi, ef maður er þannig þá getur maður það alveg. En á hinn bóginn er hluti af manni sem gleðst yfir því hvað það er ótrúlega mikill áhugi á keppninni. Þetta mun auka áhorfið á þáttinn okkar og við erum ánægð með það,“ segir Rúnar Freyr og hlær. „Fólk talar, það er fólk sem vinnur úti í stúdíóunum út um allan bæ. Þau eiga vini og heyra að þessi hafi verið í keppninni og svona. Og þetta er ekki eins og þetta sé eitthvað háleynilegt mál, þetta varðar ekki þjóðarhagsmuni. Þetta er bara skemmtiefni sem við erum að gera saman og reyna að gleðja þjóðina,“ segir Rúnar Freyr en ítrekar að nöfn flytjenda hafi ekki verið formlega staðfest. Lögin óhult í bili Lögunum sjálfum hefur ekki verið lekið, en það gerðist til að mynda í fyrra. „Við höfum gert ráðstafanir – teljum við – til þess að sjá til þess að þau fari ekki. En svo veit maður aldrei. Þjófar eru oft klárari en eigendur hluta, eins og margir hafa lent í sjálfir, og við getum aldrei tryggt það. En við teljum okkur hafa gert ýmislegt til að passa vel upp á þetta í ár, en svo veit maður aldrei. Það eru greinilega margir að farast úr spenningi yfir því hvernig þetta fer hjá okkur.“ Söngvakeppnin hefst formlega með kynningu á lögum og flytjendum á morgun en fyrsta keppniskvöldið í beinni útsendingu verður 18. febrúar næstkomandi.
Eurovision Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Seinni fimm flytjendum Söngvakeppninnar lekið Twitter-notandinn Crystal Ball ESC, sem farið hefur mikinn undanfarnar vikur og birt upplýsingar um keppendur í undankeppnum ýmissa þátttökuþjóða Eurovision, birti lista þátttakenda í Söngvakeppninni á síðu sinni í dag. Fullyrt er að um sé að ræða þau tíu atriði sem bítast um farseðilinn fyrir Íslands hönd í Eurovision. 27. janúar 2023 16:28 Enn bætist í hóp flytjenda í Söngvakeppninni Hljómsveitin Celebs er á meðal þeirra flytjenda sem munu taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Hljómsveitina skipa systkinin Valgeir Skorri Vernharðsson, Hrafnkell Hugi Vernharðsson og Katla Vigdís Vernharðsdóttir. 26. janúar 2023 14:54 Þessir fjórir flytjendur munu keppa í Söngvakeppninni Kjalar Martinsson, Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir, Úlfar Viktor Björnsson og Diljá Pétursdóttir eru á meðal þeirra keppenda sem munu taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. 26. janúar 2023 10:47 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Seinni fimm flytjendum Söngvakeppninnar lekið Twitter-notandinn Crystal Ball ESC, sem farið hefur mikinn undanfarnar vikur og birt upplýsingar um keppendur í undankeppnum ýmissa þátttökuþjóða Eurovision, birti lista þátttakenda í Söngvakeppninni á síðu sinni í dag. Fullyrt er að um sé að ræða þau tíu atriði sem bítast um farseðilinn fyrir Íslands hönd í Eurovision. 27. janúar 2023 16:28
Enn bætist í hóp flytjenda í Söngvakeppninni Hljómsveitin Celebs er á meðal þeirra flytjenda sem munu taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Hljómsveitina skipa systkinin Valgeir Skorri Vernharðsson, Hrafnkell Hugi Vernharðsson og Katla Vigdís Vernharðsdóttir. 26. janúar 2023 14:54
Þessir fjórir flytjendur munu keppa í Söngvakeppninni Kjalar Martinsson, Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir, Úlfar Viktor Björnsson og Diljá Pétursdóttir eru á meðal þeirra keppenda sem munu taka þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. 26. janúar 2023 10:47