Lífið

Ís­land keppir á seinna undan­k­völdinu í Euro­vision

Bjarki Sigurðsson skrifar
AJ Odudu með íslenska borðann í kvöld.
AJ Odudu með íslenska borðann í kvöld.

Ísland mun keppa á seinna undankvöldi Eurovision-keppninnar í ár sem fer fram í Liverpool í maí. Íslenska framlagið mun stíga á svið í fyrri hluta kvöldsins.

Dregið var í undarriðla í Liverpool fyrr í kvöld og voru það sjónvarpsstjörnurnar AJ Odudu og Rylan Clark-Neal sem sáu um dráttinn. Fyrir dráttinn hafði ríkjunum verið skipt upp í hópa eftir því hvar ríkin eru staðsett til þess að koma í veg fyrir að of margar nágrannaþjóðir keppi sama undankvöldið. Ísland var í sama hóp og Danmörk, Finnland, Noregur, Svíþjóð og Eistland og fékk Ástralía að fljóta með þrátt fyrir að vera rúmlega fimmtán þúsund kílómetrum frá Íslandi. 

Ísland var síðasta ríkið sem dregið var úr pottinum og mun framlag okkar því stíga á svið á seinna undankvöldinu. Það mun fara fram þann 11. maí næstkomandi. 

Með okkur á undankvöldi verða:

  • Armenía
  • Kýpur
  • Rúmenía
  • Danmörk
  • Belgía
  • Grikkland
  • Albanía
  • Ástralía
  • Austurríki
  • Litáen
  • San Marínó
  • Slóvenía
  • Georgía

Íslensku lögin sem keppa í Söngvakeppni sjónvarpsins um þátttöku í Eurovision í maí voru kynnt á dögunum og verður spennandi að sjá hvaða lag verður fyrir valinu og fer til Liverpool fyrir hönd lands og þjóðar.

Lög keppninnar í ár má hlusta á á íslensku og ensku hér að neðan.


Tengdar fréttir

Sam­einuð með tón­list og himin­háum kostnaði

Slagorð Eurovision keppninnar sem haldin verður í Liverpool í ár, hefur verið afhjúpað og útlit keppninnar sömuleiðis. Kostnaður Breta við keppnina gæti numið meira en þremur milljörðum íslenskra króna. 

Seinni fimm flytj­endum Söngva­­keppninnar lekið

Twitter-notandinn Crystal Ball ESC, sem farið hefur mikinn undanfarnar vikur og birt upplýsingar um keppendur í undankeppnum ýmissa þátttökuþjóða Eurovision, birti lista þátttakenda í Söngvakeppninni á síðu sinni í dag. Fullyrt er að um sé að ræða þau tíu atriði sem bítast um farseðilinn fyrir Íslands hönd í Eurovision.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.