Stjörnu-Sævar til KPMG Bjarki Sigurðsson skrifar 1. febrúar 2023 14:12 Frá vinstri: Sævar Helgi Bragason, Þorsteinn Guðbrandsson, Bryndís Gunnlaugsdóttir og Guido Picus. Fyrirtækið KPMG hefur ráðið til sín fjóra sérfræðinga, þau Bryndísi Gunnlaugsdóttur, Guido Picus, Sævar Helga Bragason og Þorstein Guðbrandsson. Sérhæfa þau sig á fjölbreyttum sviðum og koma frá ólíkum geirum atvinnulífsins. Bryndís mun sérhæfa sig í þjónustu við ríki og sveitarfélög. Hún starfaði áður sem lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra og Útlendingastofnun. Hún var forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar árin 2010-2014 og hefur setið í fjölda stjórna, nefnda og ráða fyrir bæði sveitarfélög og ríki. Bryndís er með BA og ML próf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Guido mun sérhæfa sig í því að aðstoða fyrirtæki og opinbera aðila við úttekt, skipulagningu og innleiðingu á starfrænum umbreytingum. Guido hefur yfir 20 ára reynslu frá London, Munchen og Quito og hefur áður starfað hjá Amazon, Deloitte og Futura Innovation Lab. Hann lærði greiningu og hönnun kerfa í University of South Carolina og er með MBA gráðu frá University of Edinburg. Sævar Helgi mun sérhæfa sig í sjálfbærni og umhverfismálum. Hann er jarðfræðingur að mennt, kennari, dagskrárgerðarmaður í sjónvarpi og útvarpi auk þess að vera rithöfundur. Hann starfaði áður í teymi loftslags og græns samfélags hjá Umhverfisstofnun, auk þess að starfa sjálfstætt við ýmis verkefni sem tengjast vísindamiðlun. Þorsteinn mun sérhæfa sig á sviði fjármála- og rekstrarráðgjafar. Hann er viðskiptafræðingur með yfir 20 ára reynslu af kaupum og sölu fyrirtækja og hefur leitt tugi viðskipta með fyrirtæki, bæði hér á landi og erlendis. Auk fyrirtækjaviðskipta hefur Þorsteinn víðtæka reynslu að fyrirtækjarekstri og starfaði um árabil í upplýsingatækni, áður en hann fór til starfa á fyrirtækjasviði Straums-Burðaráss, fjárfestingabanka. Undanfarin 14 ár hefur Þorsteinn búið í Austin, Texas þar sem hann hefur starfað sjálfstætt við fjármála-, fjárfestinga- og rekstrarráðgjöf. Vistaskipti Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Bryndís mun sérhæfa sig í þjónustu við ríki og sveitarfélög. Hún starfaði áður sem lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra og Útlendingastofnun. Hún var forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar árin 2010-2014 og hefur setið í fjölda stjórna, nefnda og ráða fyrir bæði sveitarfélög og ríki. Bryndís er með BA og ML próf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Guido mun sérhæfa sig í því að aðstoða fyrirtæki og opinbera aðila við úttekt, skipulagningu og innleiðingu á starfrænum umbreytingum. Guido hefur yfir 20 ára reynslu frá London, Munchen og Quito og hefur áður starfað hjá Amazon, Deloitte og Futura Innovation Lab. Hann lærði greiningu og hönnun kerfa í University of South Carolina og er með MBA gráðu frá University of Edinburg. Sævar Helgi mun sérhæfa sig í sjálfbærni og umhverfismálum. Hann er jarðfræðingur að mennt, kennari, dagskrárgerðarmaður í sjónvarpi og útvarpi auk þess að vera rithöfundur. Hann starfaði áður í teymi loftslags og græns samfélags hjá Umhverfisstofnun, auk þess að starfa sjálfstætt við ýmis verkefni sem tengjast vísindamiðlun. Þorsteinn mun sérhæfa sig á sviði fjármála- og rekstrarráðgjafar. Hann er viðskiptafræðingur með yfir 20 ára reynslu af kaupum og sölu fyrirtækja og hefur leitt tugi viðskipta með fyrirtæki, bæði hér á landi og erlendis. Auk fyrirtækjaviðskipta hefur Þorsteinn víðtæka reynslu að fyrirtækjarekstri og starfaði um árabil í upplýsingatækni, áður en hann fór til starfa á fyrirtækjasviði Straums-Burðaráss, fjárfestingabanka. Undanfarin 14 ár hefur Þorsteinn búið í Austin, Texas þar sem hann hefur starfað sjálfstætt við fjármála-, fjárfestinga- og rekstrarráðgjöf.
Vistaskipti Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira