Arsenal strákur markahæstur í frönsku deildinni: Ofar en Mbappe og Neymar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2023 13:30 Folarin Balogun fagnar einu marka sinna með Reims á tímabilinu. Getty/Jean Catuffe Folarin Balogun skoraði þrennu fyrir Reims í frönsku deildinni í gær og er þar með orðinn markahæsti leikmaðurinn í Ligue 1. Balogun hefur skorað fjórtán mörk í fyrstu tuttugu leikjunum með Reims. Hann hefur skorað einu marki meira en Kylian Mbappé og tveimur mörkum meira en Neymar sem báðir spila með Paris Saint Germain. Þessi 21 árs gamli strákur er þó ekki í eigu franska liðsins heldur þar á láni frá Arsenal. Reims fékk hann á láni fram á sumar en hann er með samning við Arsenal út júní 2025. Balogun tryggði Reims 1-1 jafntefli á móti PSG í leiknum á undan og fylgdi því eftir með þrennu í gær. Hann skoraði hana á tuttugu mínútum eða frá 44. til 64. mínútu. Fyrsta markið hans í leiknum kom úr vítaspyrnu. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Balogun kom fyrst í Arsenal þegar hann var átta ára gamall og skrifaði undir fyrsta atvinnumannasamninginn sinn í febrúar 2019. Hann skoraði sín fyrstu og einu mörk með Arsenal í Evrópudeildini tímabilið 2020-21. Balogun fór á láni til Middlesbrough eftir áramót í fyrra en náði bara að skora 3 mörk í 18 leikjum með liðinu í ensku b-deildinni. Hann fann aftur á móti skotskóna í Frakklandi og er nú orðinn markahæstur. Það munaði miklu um að skora í fyrstu þremur deildarleikjunum og enn fremur í fimm af fyrstu sex. Hann hefur síðan verið sjóðheitur í síðustu leikjum og Arsenal á greinilega framtíðar markaskorara í Balogun sem væri viðbót við allan þann fjölda ungra og spennandi leikmanna sem eru í röðum toppliðs ensku úrvalsdeildarinnar í dag. View this post on Instagram A post shared by GiveMeSport (@givemesport) View this post on Instagram A post shared by FootballTransfers.com (@transfer_centre) Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Balogun hefur skorað fjórtán mörk í fyrstu tuttugu leikjunum með Reims. Hann hefur skorað einu marki meira en Kylian Mbappé og tveimur mörkum meira en Neymar sem báðir spila með Paris Saint Germain. Þessi 21 árs gamli strákur er þó ekki í eigu franska liðsins heldur þar á láni frá Arsenal. Reims fékk hann á láni fram á sumar en hann er með samning við Arsenal út júní 2025. Balogun tryggði Reims 1-1 jafntefli á móti PSG í leiknum á undan og fylgdi því eftir með þrennu í gær. Hann skoraði hana á tuttugu mínútum eða frá 44. til 64. mínútu. Fyrsta markið hans í leiknum kom úr vítaspyrnu. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Balogun kom fyrst í Arsenal þegar hann var átta ára gamall og skrifaði undir fyrsta atvinnumannasamninginn sinn í febrúar 2019. Hann skoraði sín fyrstu og einu mörk með Arsenal í Evrópudeildini tímabilið 2020-21. Balogun fór á láni til Middlesbrough eftir áramót í fyrra en náði bara að skora 3 mörk í 18 leikjum með liðinu í ensku b-deildinni. Hann fann aftur á móti skotskóna í Frakklandi og er nú orðinn markahæstur. Það munaði miklu um að skora í fyrstu þremur deildarleikjunum og enn fremur í fimm af fyrstu sex. Hann hefur síðan verið sjóðheitur í síðustu leikjum og Arsenal á greinilega framtíðar markaskorara í Balogun sem væri viðbót við allan þann fjölda ungra og spennandi leikmanna sem eru í röðum toppliðs ensku úrvalsdeildarinnar í dag. View this post on Instagram A post shared by GiveMeSport (@givemesport) View this post on Instagram A post shared by FootballTransfers.com (@transfer_centre)
Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira