Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 84-76 | Kári skaut uppeldisfélagið í kaf Sæbjörn Þór S. Steinke skrifar 2. febrúar 2023 22:35 Kári Jónsson var frábær í kvöld. Vísir/Vilhelm Valsmenn eru aftur komnir á topp Subway-deildarinnar eftir átta stiga heimasigur gegn Haukum í fimmtándu umferð deildarinnar, lokatölur urðu 84-76. Haukar leiddu nær allan fyrri hálfleikinn, komust mest tólf stigum yfir. Heimamenn voru hægir í gang en náðu að hægja vel á gestunum á kafla í öðrum leikhluta, ýttu Haukum í erfiðar aðgerðir og spiluðu af mikilli skynsemi sóknarlega. Fyrri hálfleikurinn verður seint sakaður um að hafa verið skemmtilegur, spilið var hægt og leikurinn oft stopp. Haukar leiddu í hálfleik og mikið jafnræði var með liðunum út þriðja leikhluta. Kári Jónsson stýrði sóknarleik heimamanna vel og setti niður hvert stóra skotið á fætur öðru. Snemma í lokaleikhlutanum var munurinn kominn upp í sex stig og það bil náðu Haukar aldrei að brúa. Hilmar Smári Henningsson gat jafnað leikinn með þriggja stiga skoti á lokamínútunni en það geigaði og Kári innsiglaði sigurinn með risa þriggja stiga körfu hinu megin. Af hverju vann Valur? Þetta Valslið hefur farið í marga leiki þar sem þarf að harka út sigra og sennilega ekkert lið á Íslandi betra í því. Þetta gekk alls ekki eins og smurt en með lykilkörfum, flestum frá Kára, þá hafðist þetta. Haukarnir létu mótlætið talsvert fara í taugarnar á sér, sérstaklega Norbertas Giga, en það er svo sem ekki í fyrsta sinn í vetur. Bestur á vellinum: Það er eiginlega ósanngjarnt að nefna flokkinn hverjir stóðu upp úr og því verður það ekki gert hér. Kári var langbesti maður vallarins í kvöld, skoraði 31 stig, gaf sjö stoðsendingar og átta sinnum var brotið á honum. Í þriðja leikhluta fór hann af velli og hélt um ökklann á sér. Það leit alls ekki vel út en hann var ekki lengi utan vallar, mætti aftur út á völlinn og var betri eftir það ef eitthvað var. Í fjórða leikhluta skoraði hann fjórtán stig og gaf tvær stoðsendingar, kom með beinum hætti að 18 af 23 stigum Valsmanna í lokaleikhlutanum. Hvað gekk illa? Haukar virtust vera með góð tök á leiknum í upphafi annars leikhluta. En svo hrökk allt í baklás, Hilmar Smári fékk sína þriðju villu og þurfti að hvíla í nokkrar mínútur og allt fór á meðan í baklás. Valsmenn náðu stjórn á leiknum sem þeir létu aldrei af hendi. Eins og fyrr segir var sóknarleikur Valsara alls ekkert frábær en það er gífurlegt styrkleikamerki að vera án Pablo Bertone, spila ekkert sérstaklega, en vinna samt. Hvað gerist næst? Haukar taka á móti Keflvíkingum á heimavelli eftir viku og Valsmenn fara til Þorlákshafnar eftir átta daga. Finnur Freyr: Verðum að hætta spila sæmilega eða illa og fara spila vel Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals.Vísir/Hulda Margrét „Ég er eins og alltaf virkilega ánægður að ná í sigur í þessari erfiðu deild. Auðvitað vildum við fá smá svar eftir síðasta leik,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, eftir leik. Bertone meiddist í gær, Kristófer Acox var með 40 stiga hita í morgun og Ozren Pavlovic spilaði örfáar mínútur í fyrsta leik eftir meiðsli. „Í ljósi þess er ég mjög ánægður með sigurinn og þessu svari. Það voru menn sem áttu góða kafla og svo var Kári náttúrulega stórkostlegur undir lokin.“ Finnur nefndi leikina sem Valur hefur spilað eftir að liðið varð bikarmeistari. „Við spiluðum sæmilega á móti Grindavík, spiluðum illa og töpum á móti Blikum í síðasta leik, við spiluðum sæmilega í dag og náðum að kreista fram sigur. Það er að koma þessi tími ársins þar sem við verðum að hætta spila sæmilega eða illa og fara spila vel. Það er okkar stóra verkefni, að finna meiri takt í það sem við erum að gera. Við getum gert töluvert betur en við höfum verið að gera í síðustu leikjum.“ Finnur var spurður sérstaklega út í frammistöðu Kára. „Hann var stórkostlegur, mér fannst hann eiginlega setja erfiðu skotin, var að klikka á opnum skotum. Sum lið eru búin að spila vörn þar sem lokað er á rúllið á Kristó og það opnar meira fyrir bakverðina. Stundum hafa menn viljað vera hreyfa boltann of mikið en það komu augnablik þar sem hann ákvað að láta vaða á þetta og það var svarið við þessari vörn. Við vitum allir að Kári getur sett þessi skot.“ Finnur var spurður hvort hann hefði íhugað að stækka leikmannahóp sinn fyrir gluggalok sem voru fyrr í þessari viku. „Nei, við vorum ekkert að fara breyta hópnum. Ég sagði einhvern tímann í nóvember að við værum búnir að loka hópnum og við stöndum við það.“ Finnur segir að þessi tvö stig hjálpi liðinu í baráttunni um heimaleikjaréttinn. „Það er svona stóra málið, svo að komast eins hátt og hægt er í deildinni. Við þurfum að halda áfram að bæta okkur, hætta að spila sæmilega og fara spila ágætlega og vel einstaka sinnum.“ Kári Jónsson: Auðvitað er maður aðeins extra peppaður í svona leiki Kári Jónsson var frábær í kvöld.Vísir/Bára Dröfn „Ég er virkilega sáttur með sigurinn í dag, við vorum laskaðir, vantaði Pablo, og það er virkilega sterkt að sækja sigur,“ sagði glaður Kári Jónsson, leikmaður Vals, eftir leikinn í kvöld. Kom hann með öðruvísi hugarfar inn í leikinn þar sem hann var að mæta uppeldisfélaginu? „Ég ætlaði mér að vera mjög aggresívur. Auðvitað er maður aðeins extra peppaður í svona leiki. Ég var að hitta ágætlega, og tók þau mörg líka. Sem betur fer fór eitthvað af þessu ofan í.“ Kári fór meiddur af velli í þriðja leikhluta og leit hann út fyrir að finna fyrir miklum sársauka. „Ég er búinn að vera í vandræðum með hásinarnar og stundum fæ ég verki. Það tekur smá stund, ég kann ágætlega á það og vissi að ég gæti hlaupið þetta af mér.“ Var seinni hálfleikurinn þinn besti hálfleikur á tímabilinu? „Gæti alveg verið, ég er bara sáttastur með að við náðum sigri. Við vorum í fyrri hálfleik aðeins þungir, stífir, ekki að leyfa okkur að vera við sjálfir. Mér fannst við gera það betur í seinni hálfleik.“ Kári viðurkennir að Valsarar hafi verið fúlir eftir tapið gegn Blikum í síðasta leik. „Við vildum gera betur og verðum að gera betur ef við ætlum að vinna leiki. Mér fannst við svara nokkuð vel í dag. Það er bara áfram gakk, fullt af leikjum framundan.“ Subway-deild karla Valur Haukar
Valsmenn eru aftur komnir á topp Subway-deildarinnar eftir átta stiga heimasigur gegn Haukum í fimmtándu umferð deildarinnar, lokatölur urðu 84-76. Haukar leiddu nær allan fyrri hálfleikinn, komust mest tólf stigum yfir. Heimamenn voru hægir í gang en náðu að hægja vel á gestunum á kafla í öðrum leikhluta, ýttu Haukum í erfiðar aðgerðir og spiluðu af mikilli skynsemi sóknarlega. Fyrri hálfleikurinn verður seint sakaður um að hafa verið skemmtilegur, spilið var hægt og leikurinn oft stopp. Haukar leiddu í hálfleik og mikið jafnræði var með liðunum út þriðja leikhluta. Kári Jónsson stýrði sóknarleik heimamanna vel og setti niður hvert stóra skotið á fætur öðru. Snemma í lokaleikhlutanum var munurinn kominn upp í sex stig og það bil náðu Haukar aldrei að brúa. Hilmar Smári Henningsson gat jafnað leikinn með þriggja stiga skoti á lokamínútunni en það geigaði og Kári innsiglaði sigurinn með risa þriggja stiga körfu hinu megin. Af hverju vann Valur? Þetta Valslið hefur farið í marga leiki þar sem þarf að harka út sigra og sennilega ekkert lið á Íslandi betra í því. Þetta gekk alls ekki eins og smurt en með lykilkörfum, flestum frá Kára, þá hafðist þetta. Haukarnir létu mótlætið talsvert fara í taugarnar á sér, sérstaklega Norbertas Giga, en það er svo sem ekki í fyrsta sinn í vetur. Bestur á vellinum: Það er eiginlega ósanngjarnt að nefna flokkinn hverjir stóðu upp úr og því verður það ekki gert hér. Kári var langbesti maður vallarins í kvöld, skoraði 31 stig, gaf sjö stoðsendingar og átta sinnum var brotið á honum. Í þriðja leikhluta fór hann af velli og hélt um ökklann á sér. Það leit alls ekki vel út en hann var ekki lengi utan vallar, mætti aftur út á völlinn og var betri eftir það ef eitthvað var. Í fjórða leikhluta skoraði hann fjórtán stig og gaf tvær stoðsendingar, kom með beinum hætti að 18 af 23 stigum Valsmanna í lokaleikhlutanum. Hvað gekk illa? Haukar virtust vera með góð tök á leiknum í upphafi annars leikhluta. En svo hrökk allt í baklás, Hilmar Smári fékk sína þriðju villu og þurfti að hvíla í nokkrar mínútur og allt fór á meðan í baklás. Valsmenn náðu stjórn á leiknum sem þeir létu aldrei af hendi. Eins og fyrr segir var sóknarleikur Valsara alls ekkert frábær en það er gífurlegt styrkleikamerki að vera án Pablo Bertone, spila ekkert sérstaklega, en vinna samt. Hvað gerist næst? Haukar taka á móti Keflvíkingum á heimavelli eftir viku og Valsmenn fara til Þorlákshafnar eftir átta daga. Finnur Freyr: Verðum að hætta spila sæmilega eða illa og fara spila vel Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals.Vísir/Hulda Margrét „Ég er eins og alltaf virkilega ánægður að ná í sigur í þessari erfiðu deild. Auðvitað vildum við fá smá svar eftir síðasta leik,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, eftir leik. Bertone meiddist í gær, Kristófer Acox var með 40 stiga hita í morgun og Ozren Pavlovic spilaði örfáar mínútur í fyrsta leik eftir meiðsli. „Í ljósi þess er ég mjög ánægður með sigurinn og þessu svari. Það voru menn sem áttu góða kafla og svo var Kári náttúrulega stórkostlegur undir lokin.“ Finnur nefndi leikina sem Valur hefur spilað eftir að liðið varð bikarmeistari. „Við spiluðum sæmilega á móti Grindavík, spiluðum illa og töpum á móti Blikum í síðasta leik, við spiluðum sæmilega í dag og náðum að kreista fram sigur. Það er að koma þessi tími ársins þar sem við verðum að hætta spila sæmilega eða illa og fara spila vel. Það er okkar stóra verkefni, að finna meiri takt í það sem við erum að gera. Við getum gert töluvert betur en við höfum verið að gera í síðustu leikjum.“ Finnur var spurður sérstaklega út í frammistöðu Kára. „Hann var stórkostlegur, mér fannst hann eiginlega setja erfiðu skotin, var að klikka á opnum skotum. Sum lið eru búin að spila vörn þar sem lokað er á rúllið á Kristó og það opnar meira fyrir bakverðina. Stundum hafa menn viljað vera hreyfa boltann of mikið en það komu augnablik þar sem hann ákvað að láta vaða á þetta og það var svarið við þessari vörn. Við vitum allir að Kári getur sett þessi skot.“ Finnur var spurður hvort hann hefði íhugað að stækka leikmannahóp sinn fyrir gluggalok sem voru fyrr í þessari viku. „Nei, við vorum ekkert að fara breyta hópnum. Ég sagði einhvern tímann í nóvember að við værum búnir að loka hópnum og við stöndum við það.“ Finnur segir að þessi tvö stig hjálpi liðinu í baráttunni um heimaleikjaréttinn. „Það er svona stóra málið, svo að komast eins hátt og hægt er í deildinni. Við þurfum að halda áfram að bæta okkur, hætta að spila sæmilega og fara spila ágætlega og vel einstaka sinnum.“ Kári Jónsson: Auðvitað er maður aðeins extra peppaður í svona leiki Kári Jónsson var frábær í kvöld.Vísir/Bára Dröfn „Ég er virkilega sáttur með sigurinn í dag, við vorum laskaðir, vantaði Pablo, og það er virkilega sterkt að sækja sigur,“ sagði glaður Kári Jónsson, leikmaður Vals, eftir leikinn í kvöld. Kom hann með öðruvísi hugarfar inn í leikinn þar sem hann var að mæta uppeldisfélaginu? „Ég ætlaði mér að vera mjög aggresívur. Auðvitað er maður aðeins extra peppaður í svona leiki. Ég var að hitta ágætlega, og tók þau mörg líka. Sem betur fer fór eitthvað af þessu ofan í.“ Kári fór meiddur af velli í þriðja leikhluta og leit hann út fyrir að finna fyrir miklum sársauka. „Ég er búinn að vera í vandræðum með hásinarnar og stundum fæ ég verki. Það tekur smá stund, ég kann ágætlega á það og vissi að ég gæti hlaupið þetta af mér.“ Var seinni hálfleikurinn þinn besti hálfleikur á tímabilinu? „Gæti alveg verið, ég er bara sáttastur með að við náðum sigri. Við vorum í fyrri hálfleik aðeins þungir, stífir, ekki að leyfa okkur að vera við sjálfir. Mér fannst við gera það betur í seinni hálfleik.“ Kári viðurkennir að Valsarar hafi verið fúlir eftir tapið gegn Blikum í síðasta leik. „Við vildum gera betur og verðum að gera betur ef við ætlum að vinna leiki. Mér fannst við svara nokkuð vel í dag. Það er bara áfram gakk, fullt af leikjum framundan.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti