Keyrðu út af í Víkurskarði: „Helvíti hvasst, hálka á veginum og slabb“ Máni Snær Þorláksson skrifar 3. febrúar 2023 16:31 Myndin sem Ragnar tók út um gluggann. Hann segir að enginn hafi slasast er bíllinn fór út af veginum. RAX Skilyrði til aksturs voru slæm á Norðurlandi í dag en bíll fór út af veginum og festist í Víkurskarði í Þingeyjarsveit. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Vegagerðinni, segir í samtali við fréttastofu að hápunkti lægðarinnar sé náð á sunnanverðu landinu. „Skilin sem eru á undan lægðinni, þau eru á leið til norðurs og á undan þeim er hvassviðri og það hlýnar. Sumir vegir á Norðurlandi eru að detta í flughálku um leið og hlýnar en vonandi þá bráðnar nú fljótt af þeim en það er ekkert grín að vera á ferðinni í hvössum vind og þegar það er hálka,“ segir Einar. Þá varaði hann fólk við að ferðast um landið í veðri sem þessu: „Það er snjóþekja og þetta eru erfið akstursskilyrði. Ég myndi sjálfur ekki vilja vera að ferðast á milli landshluta í svona veðri en staðan hjá fólki er ólík og mismunandi. Það þarf að fara varlega og fylgjast vel með og umfram allt að vera vel búinn.“ Tók mynd út um gluggann Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, eða RAX, var á ferðinni í Víkurskarði í dag og náði mynd út um gluggann á færð af bílnum sem sat fastur. Hann segir að engin slys hafi orðið á fólki og að þetta hafi ekki verið alvarlegt. Myndin sýni þó hvað akstursskilyrðin voru slæm í dag. „Það er búið að vera rosa hvasst. Það fór alveg upp í svona 30 metra á sekúndu þarna hjá fjöllunum. Þegar við komum þarna var helvíti hvasst, hálka á veginum og slabb – menn voru að keyra út af,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Rútuslysið einnig á Norðurlandi eystra Gular viðvaranir eru enn í gildi víða um landið en þó ekki á Norðurlandi eystra, þar sem bíllinn fór út af. Einnig varð rútuslys á svæðinu, nánar tiltekið á Ólafsfjarðarvegi, um klukkan 14:30 í dag. Rútan sem um ræðir keyrði út af veginum og valt. Tuttugu og fimm farþegar voru í rútunni auk ökumanns og fararstjóra en engin alvarleg slys urðu á fólki. Veður Þingeyjarsveit RAX Tengdar fréttir Rútuslys varð á Ólafsfjarðarvegi Rútuslys varð á Ólafsfjarðarvegi laust fyrir klukkan 14:30 í dag þegar rútan keyrði út af veginum og valt. Tuttugu og fimm farþegar voru í rútunni auk ökumanns og fararstjóra en engin alvarleg slys urðu á fólki. 3. febrúar 2023 16:00 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Vegagerðinni, segir í samtali við fréttastofu að hápunkti lægðarinnar sé náð á sunnanverðu landinu. „Skilin sem eru á undan lægðinni, þau eru á leið til norðurs og á undan þeim er hvassviðri og það hlýnar. Sumir vegir á Norðurlandi eru að detta í flughálku um leið og hlýnar en vonandi þá bráðnar nú fljótt af þeim en það er ekkert grín að vera á ferðinni í hvössum vind og þegar það er hálka,“ segir Einar. Þá varaði hann fólk við að ferðast um landið í veðri sem þessu: „Það er snjóþekja og þetta eru erfið akstursskilyrði. Ég myndi sjálfur ekki vilja vera að ferðast á milli landshluta í svona veðri en staðan hjá fólki er ólík og mismunandi. Það þarf að fara varlega og fylgjast vel með og umfram allt að vera vel búinn.“ Tók mynd út um gluggann Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, eða RAX, var á ferðinni í Víkurskarði í dag og náði mynd út um gluggann á færð af bílnum sem sat fastur. Hann segir að engin slys hafi orðið á fólki og að þetta hafi ekki verið alvarlegt. Myndin sýni þó hvað akstursskilyrðin voru slæm í dag. „Það er búið að vera rosa hvasst. Það fór alveg upp í svona 30 metra á sekúndu þarna hjá fjöllunum. Þegar við komum þarna var helvíti hvasst, hálka á veginum og slabb – menn voru að keyra út af,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Rútuslysið einnig á Norðurlandi eystra Gular viðvaranir eru enn í gildi víða um landið en þó ekki á Norðurlandi eystra, þar sem bíllinn fór út af. Einnig varð rútuslys á svæðinu, nánar tiltekið á Ólafsfjarðarvegi, um klukkan 14:30 í dag. Rútan sem um ræðir keyrði út af veginum og valt. Tuttugu og fimm farþegar voru í rútunni auk ökumanns og fararstjóra en engin alvarleg slys urðu á fólki.
Veður Þingeyjarsveit RAX Tengdar fréttir Rútuslys varð á Ólafsfjarðarvegi Rútuslys varð á Ólafsfjarðarvegi laust fyrir klukkan 14:30 í dag þegar rútan keyrði út af veginum og valt. Tuttugu og fimm farþegar voru í rútunni auk ökumanns og fararstjóra en engin alvarleg slys urðu á fólki. 3. febrúar 2023 16:00 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Sjá meira
Rútuslys varð á Ólafsfjarðarvegi Rútuslys varð á Ólafsfjarðarvegi laust fyrir klukkan 14:30 í dag þegar rútan keyrði út af veginum og valt. Tuttugu og fimm farþegar voru í rútunni auk ökumanns og fararstjóra en engin alvarleg slys urðu á fólki. 3. febrúar 2023 16:00