Anníe Mist sagði frá ævintýrum hennar og Katrínar Tönju í Miami Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2023 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir ræða málin í andyri hótelsins í Miami á miðju Wodpalooza mótinu. Skjámynd/Youtube Það munaði eins litlu og hægt var þegar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir kepptu í fyrst sinn í sama CrossFit liði. Nú hafa þær leyft fylgjendum sínum að skyggnast á bak við tjöldin. Anníe Mist og Katrín Tanja voru í sama liði á Wodapalooza CrossFit stórmótinu í Miami i síðasta mánuði en liðið þeirra var að sjálfsögðu kennt við Dóttir eins og þær hafa jafnan markaðssett sig. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Heimsmeistararnir tveir hafa verið mjög góðar vinkonur lengi og unnið saman að mörgum athyglisverðum verkefnum. Samvinna þeirra inn á keppnisgólfinu hafði hins vegar látið bíða eftir sér. Að þessu sinni gengu þær hlið við hlið út á keppnisgólfið og kepptu loksins saman í liði. Anníe hefur nú sett saman myndband frá þessu ævintýri þeirra þar sem má sjá bæði viðtöl við hana og Katrínu Tönju sem og svipmyndir frá keppni þeirra. Í viðtölunum fóru þær yfir hvernig þær settu ákveðnar greinar upp þar sem þær reyndu að vinna með styrkleika hjá hverri fyrir sig. Það var oft erfitt fyrir þær að átta sig á því hver væri best hvar. Á CrossFit mótum sem þessum er ekki aðeins nóg að vera líkamlega tilbúinn heldur einnig er mjög mikilvægt að skipuleggja æfingarnar vel og eyða orkunni því á réttum stöðum. Liðsfélagi íslensku heimsmeistaranna var hin unga en frábæra Mal O´Brien. Þær þrjár enduðu með jafnmörg stig og sigurvegarinn en misstu af gullinu af því að hitt liðið vann fleiri greinar á mótinu. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Q3V6JvBWXyQ">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Sjá meira
Anníe Mist og Katrín Tanja voru í sama liði á Wodapalooza CrossFit stórmótinu í Miami i síðasta mánuði en liðið þeirra var að sjálfsögðu kennt við Dóttir eins og þær hafa jafnan markaðssett sig. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Heimsmeistararnir tveir hafa verið mjög góðar vinkonur lengi og unnið saman að mörgum athyglisverðum verkefnum. Samvinna þeirra inn á keppnisgólfinu hafði hins vegar látið bíða eftir sér. Að þessu sinni gengu þær hlið við hlið út á keppnisgólfið og kepptu loksins saman í liði. Anníe hefur nú sett saman myndband frá þessu ævintýri þeirra þar sem má sjá bæði viðtöl við hana og Katrínu Tönju sem og svipmyndir frá keppni þeirra. Í viðtölunum fóru þær yfir hvernig þær settu ákveðnar greinar upp þar sem þær reyndu að vinna með styrkleika hjá hverri fyrir sig. Það var oft erfitt fyrir þær að átta sig á því hver væri best hvar. Á CrossFit mótum sem þessum er ekki aðeins nóg að vera líkamlega tilbúinn heldur einnig er mjög mikilvægt að skipuleggja æfingarnar vel og eyða orkunni því á réttum stöðum. Liðsfélagi íslensku heimsmeistaranna var hin unga en frábæra Mal O´Brien. Þær þrjár enduðu með jafnmörg stig og sigurvegarinn en misstu af gullinu af því að hitt liðið vann fleiri greinar á mótinu. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Q3V6JvBWXyQ">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Sjá meira