Bæjarstjórn Reykjanesbæjar þögul sem gröfin um fjögurra ára hrakfarir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. febrúar 2023 12:32 Halldóra Fríða forseti bæjarstjórnar gat engu svarað um málið, hvorki hvort bæjarstjórn ætlaði að bregðast við né hvert ætti að leita til að fá svör. Vísir Engin svör er að fá hjá bæjarstjórn Reykjanesbæjar vegna rauna ungrar fjölskyldu, sem hefur verið á hrakhólum í fjögur ár eftir að byggingarfulltrúi stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra. Öll leyfi höfðu verið gefin út og framkvæmdir langt komnar þegar þær voru stöðvaðar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við þau Sverri Örn Leifssonog Dalrós Líndal Þórisdóttir sem fengu úthlutaða lóð í Reykjanesbæ árið 2017. Teikningar voru samþykktar af byggingafulltrúa og framkvæmdir hófust. Átján mánuðum eftir upphaf framkvæmda tilkynnti byggingafulltrúinn að teikningarnar, sem hann hafði samþykkt væru ekki í samræmi við deiliskipulag og framkvæmdir voru stöðvaðar. Fjölskyldan fór með málið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem taldi sveitarfélagið heimilt að stöðva framkvæmdirnar. Hún leitaði þá til Umboðsmanns Alþingis sem í áliti sínu fellir ákveðinn áfellisdóm yfir vinnubrögðum sveitarfélagsins og úrskurðanefndar. Síðan þá hefur sveitarfélagið gefið fjölskyldunni grænt ljós að halda framkvæmd áfram en með þeim skilyrðum að hún afsali sér rétt til skaðabóta og gangist í ábyrgð með sveitarfélaginu verði nágrannar fyrir tjóni. Hátt í tuttugu hús í hverfinu stangast á við gildandi deiluskipulag en Sverrir og Dalrós þau einu sem hafa þurft að hætta framkvæmdum og fá ekki að flytja inn. Engin svör hafa fengist hjá sveitarfélaginu vegna málsins. Fréttastofa hefur ekki náð tali af byggingafulltrúanum þrátt fyrir ítrekuð símtöl. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, vildi ekki veita viðtal vegna málsins og sagðist í skrifelgu svari ekki geta rætt það á meðan það er til meðferðar. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ sagðist í samtali við fréttastofu ekki geta tjáð sig um málið. Aðspurð hvers vegna sagðist hún ekki geta tjáð sig um það. Ætlar bærinn ekki að svara neinu um þetta? „Eins og ég segi get ég bara ekki tjáð mig um þetta mál,“ segir Halldóra. Hvert á maður þá að leita svara? „Ég bara get ekki svarað því heldur.“ Hlusta má á viðtalið við Halldóru í spilaranum hér að neðan. Fréttin hefst á 8:43. https://eur03.safelinks.protection.outlook.com/?url=https%3A%2F%2Fwww.shs.is%2Fhvad-get-eg-gert%2Froskun-a-skolastarfi&data=05%7C01%7Challgerdurj%40stod2.is%7C18b9fce38e9141c6afe308db0848a283%7C7fe09985587e46b9bd0528d14474ed2c%7C0%7C0%7C638112880272847552%7CUnknown%7CTWFpbGZsb3d8eyJWIjoiMC4wLjAwMDAiLCJQIjoiV2luMzIiLCJBTiI6Ik1haWwiLCJXVCI6Mn0%3D%7C3000%7C%7C%7C&sdata=jLorRPHs%2BMAYZWzeKTDxgcA2QB9hpfTi7H6TJ0dyUp4%3D&reserved=0 Reykjanesbær Húsnæðismál Neytendur Tengdar fréttir Á hrakhólum í yfir þrjú ár: „Gríðarlegur kostnaður sem fylgir svona skrípaleik“ Fjölskylda hefur verið á hrakhólum milli húsa í fjögur ár eftir að byggingarfulltrúi í Reykjanesbæ stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra þrátt fyrir að öll leyfi hafi verið gefin út. Kostnaður vegna húss sem þau geta ekki flutt inn hleypur á tugum milljóna króna. Fjölskyldan segir mikilvægt að íbúar geti treyst útgefnum leyfum embættismanna og segja að málið verði ekki svæft, þrátt fyrir tilraunir sveitarfélagsins. 5. febrúar 2023 18:59 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við þau Sverri Örn Leifssonog Dalrós Líndal Þórisdóttir sem fengu úthlutaða lóð í Reykjanesbæ árið 2017. Teikningar voru samþykktar af byggingafulltrúa og framkvæmdir hófust. Átján mánuðum eftir upphaf framkvæmda tilkynnti byggingafulltrúinn að teikningarnar, sem hann hafði samþykkt væru ekki í samræmi við deiliskipulag og framkvæmdir voru stöðvaðar. Fjölskyldan fór með málið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem taldi sveitarfélagið heimilt að stöðva framkvæmdirnar. Hún leitaði þá til Umboðsmanns Alþingis sem í áliti sínu fellir ákveðinn áfellisdóm yfir vinnubrögðum sveitarfélagsins og úrskurðanefndar. Síðan þá hefur sveitarfélagið gefið fjölskyldunni grænt ljós að halda framkvæmd áfram en með þeim skilyrðum að hún afsali sér rétt til skaðabóta og gangist í ábyrgð með sveitarfélaginu verði nágrannar fyrir tjóni. Hátt í tuttugu hús í hverfinu stangast á við gildandi deiluskipulag en Sverrir og Dalrós þau einu sem hafa þurft að hætta framkvæmdum og fá ekki að flytja inn. Engin svör hafa fengist hjá sveitarfélaginu vegna málsins. Fréttastofa hefur ekki náð tali af byggingafulltrúanum þrátt fyrir ítrekuð símtöl. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, vildi ekki veita viðtal vegna málsins og sagðist í skrifelgu svari ekki geta rætt það á meðan það er til meðferðar. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ sagðist í samtali við fréttastofu ekki geta tjáð sig um málið. Aðspurð hvers vegna sagðist hún ekki geta tjáð sig um það. Ætlar bærinn ekki að svara neinu um þetta? „Eins og ég segi get ég bara ekki tjáð mig um þetta mál,“ segir Halldóra. Hvert á maður þá að leita svara? „Ég bara get ekki svarað því heldur.“ Hlusta má á viðtalið við Halldóru í spilaranum hér að neðan. Fréttin hefst á 8:43. https://eur03.safelinks.protection.outlook.com/?url=https%3A%2F%2Fwww.shs.is%2Fhvad-get-eg-gert%2Froskun-a-skolastarfi&data=05%7C01%7Challgerdurj%40stod2.is%7C18b9fce38e9141c6afe308db0848a283%7C7fe09985587e46b9bd0528d14474ed2c%7C0%7C0%7C638112880272847552%7CUnknown%7CTWFpbGZsb3d8eyJWIjoiMC4wLjAwMDAiLCJQIjoiV2luMzIiLCJBTiI6Ik1haWwiLCJXVCI6Mn0%3D%7C3000%7C%7C%7C&sdata=jLorRPHs%2BMAYZWzeKTDxgcA2QB9hpfTi7H6TJ0dyUp4%3D&reserved=0
Reykjanesbær Húsnæðismál Neytendur Tengdar fréttir Á hrakhólum í yfir þrjú ár: „Gríðarlegur kostnaður sem fylgir svona skrípaleik“ Fjölskylda hefur verið á hrakhólum milli húsa í fjögur ár eftir að byggingarfulltrúi í Reykjanesbæ stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra þrátt fyrir að öll leyfi hafi verið gefin út. Kostnaður vegna húss sem þau geta ekki flutt inn hleypur á tugum milljóna króna. Fjölskyldan segir mikilvægt að íbúar geti treyst útgefnum leyfum embættismanna og segja að málið verði ekki svæft, þrátt fyrir tilraunir sveitarfélagsins. 5. febrúar 2023 18:59 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Sjá meira
Á hrakhólum í yfir þrjú ár: „Gríðarlegur kostnaður sem fylgir svona skrípaleik“ Fjölskylda hefur verið á hrakhólum milli húsa í fjögur ár eftir að byggingarfulltrúi í Reykjanesbæ stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra þrátt fyrir að öll leyfi hafi verið gefin út. Kostnaður vegna húss sem þau geta ekki flutt inn hleypur á tugum milljóna króna. Fjölskyldan segir mikilvægt að íbúar geti treyst útgefnum leyfum embættismanna og segja að málið verði ekki svæft, þrátt fyrir tilraunir sveitarfélagsins. 5. febrúar 2023 18:59