Nú hljóti félagatalið að nást úr krumlum forystu Eflingar Máni Snær Þorláksson skrifar 6. febrúar 2023 15:45 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Egill Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins býst við því að þar til bærir embættismenn muni einhenda sér í það verkefni að „ná atkvæðaskránni úr krumlum forystu Eflingar.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er vonsvikinn með niðurstöðu Félagsdóms sem féllst ekki á kröfur SA um að boðað verkfall hjá félagsmönnum Eflingar væri ólögmætt. Hann bendir þó á að sigur Eflingar hefði ekki getað verið tæpari. Þrír dómarar af fimm töldu verkfallsboðunina lögmæta en tveir skiluðu sératkvæði. „Ég sé að dómurinn er klofinn. Það eru þrír dómarar sem dæma með þessum hætti en síðan er sératkvæði tveggja dómara. Þannig þetta fellur á minnsta mögulegan mun,“ segir Halldór í samtali við fréttastofu. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, í húsnæði Félagsdóms í dag.Vísir Hann segir Samtök atvinnulífsins hafa vonað að dómurinn myndi falla á annan veg: „Kannski ekki síst í því ljósi að það er ekkert sem forysta Eflingar óttast meira en að félagsmenn þeirra fái að kjósa um miðlunartillöguna. Þetta verkfall sem er boðað og mun þá koma til framkvæmda á morgun mun auðvitað stöðvast um leið og búið er að kjósa eða greiða atkvæði um miðlunartillöguna. Í því ljósi er komin upp enn ein fordæmalaus staðan í þessu máli og samskiptum Samtaka atvinnulífsins og stjórnvalda við forystu Eflingar.“ Fagnar því sem „forysta Eflingar óttast mest“ Halldór segir þó aðalatriðið vera að fyrr í dag féll dómur í héraðsdómi sem gerir Eflingu skylt að afhenda félagatal sitt. „Sem þýðir að það sem forysta Eflingar óttast mest, að fram fari kosningar meðal félagsmanna um miðlunartillögu ríkissáttasemjara, sú atkvæðagreiðsla mun fara fram og ég fagna því,“ segir hann. „Við hljótum að velta fyrir okkur núna í beinu framhaldi hvort ekki sé eðlilegt að gera þá kröfu á hendur Eflingu að þau fresti boðun verkfalls í ljósi þess að ekki er lengur ágreiningur um það hvort þeim beri að afhenda atkvæðaskrá til ríkissáttasemjara.“ Finnst þér líklegt að þau geri það? „Ég ætla ekkert að lesa í það en ég hins vegar veit að lögin eru alveg skýr og úrskurðurinn í morgun er eins kristalskýr og hugsast getur og er auðvitað aðalatriðið í þessu samhengi. Það mun núna koma í ljós á næstu dögum hvort að forysta Eflingar muni hlíta niðurstöðu dómsins og ef ekki þá geri ég ráð fyrir að ríkisvaldið hafi úrræði til þess að knýja á um það.“ Klippa: Vonbrigði en embættismenn hljóti að ná félagatalinu úr krumlum Eflingar Halldór segir að Samtök atvinnulífsins muni að sjálfsögðu gera þá kröfu að þetta fari strax af stað, að Efling afhendi félagatalið: „Ég meina, það hlýtur að vera þannig að eftir að dómur hefur úrskurðað um innsetningarbeiðni að þá hljóta þar til bærir embættismenn að einhenda sér í það verkefni að ná atkvæðaskránni úr krumlum forystu Eflingar eins og lög kveða á.“ Efling óskaði eftir því að réttaráhrifum yrði frestað, meðan beðið yrði niðurstöðu Landsréttar, féllist héraðsdómur á að Efling ætti að veita sáttasemjara kjörskrána. Á það féllst héraðsdómur ekki. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Verkfall Eflingar fær grænt ljós og Sólveig heldur fast í kjörskrána Félagsdómur fellst ekki á kröfur Samtaka atvinnulífsins að boðað verkfall hjá félagsmönnum Eflingar hafi verið ólögmætt. Verkfallsaðgerðir Eflingar á Íslandshótelum hefjast að óbreyttu á hádegi á morgun. Formaður Eflingar fagnar sigri og ætlar ekki að afhenda sáttasemjara kjörskrá Eflingarfélaga strax. 6. febrúar 2023 14:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er vonsvikinn með niðurstöðu Félagsdóms sem féllst ekki á kröfur SA um að boðað verkfall hjá félagsmönnum Eflingar væri ólögmætt. Hann bendir þó á að sigur Eflingar hefði ekki getað verið tæpari. Þrír dómarar af fimm töldu verkfallsboðunina lögmæta en tveir skiluðu sératkvæði. „Ég sé að dómurinn er klofinn. Það eru þrír dómarar sem dæma með þessum hætti en síðan er sératkvæði tveggja dómara. Þannig þetta fellur á minnsta mögulegan mun,“ segir Halldór í samtali við fréttastofu. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, í húsnæði Félagsdóms í dag.Vísir Hann segir Samtök atvinnulífsins hafa vonað að dómurinn myndi falla á annan veg: „Kannski ekki síst í því ljósi að það er ekkert sem forysta Eflingar óttast meira en að félagsmenn þeirra fái að kjósa um miðlunartillöguna. Þetta verkfall sem er boðað og mun þá koma til framkvæmda á morgun mun auðvitað stöðvast um leið og búið er að kjósa eða greiða atkvæði um miðlunartillöguna. Í því ljósi er komin upp enn ein fordæmalaus staðan í þessu máli og samskiptum Samtaka atvinnulífsins og stjórnvalda við forystu Eflingar.“ Fagnar því sem „forysta Eflingar óttast mest“ Halldór segir þó aðalatriðið vera að fyrr í dag féll dómur í héraðsdómi sem gerir Eflingu skylt að afhenda félagatal sitt. „Sem þýðir að það sem forysta Eflingar óttast mest, að fram fari kosningar meðal félagsmanna um miðlunartillögu ríkissáttasemjara, sú atkvæðagreiðsla mun fara fram og ég fagna því,“ segir hann. „Við hljótum að velta fyrir okkur núna í beinu framhaldi hvort ekki sé eðlilegt að gera þá kröfu á hendur Eflingu að þau fresti boðun verkfalls í ljósi þess að ekki er lengur ágreiningur um það hvort þeim beri að afhenda atkvæðaskrá til ríkissáttasemjara.“ Finnst þér líklegt að þau geri það? „Ég ætla ekkert að lesa í það en ég hins vegar veit að lögin eru alveg skýr og úrskurðurinn í morgun er eins kristalskýr og hugsast getur og er auðvitað aðalatriðið í þessu samhengi. Það mun núna koma í ljós á næstu dögum hvort að forysta Eflingar muni hlíta niðurstöðu dómsins og ef ekki þá geri ég ráð fyrir að ríkisvaldið hafi úrræði til þess að knýja á um það.“ Klippa: Vonbrigði en embættismenn hljóti að ná félagatalinu úr krumlum Eflingar Halldór segir að Samtök atvinnulífsins muni að sjálfsögðu gera þá kröfu að þetta fari strax af stað, að Efling afhendi félagatalið: „Ég meina, það hlýtur að vera þannig að eftir að dómur hefur úrskurðað um innsetningarbeiðni að þá hljóta þar til bærir embættismenn að einhenda sér í það verkefni að ná atkvæðaskránni úr krumlum forystu Eflingar eins og lög kveða á.“ Efling óskaði eftir því að réttaráhrifum yrði frestað, meðan beðið yrði niðurstöðu Landsréttar, féllist héraðsdómur á að Efling ætti að veita sáttasemjara kjörskrána. Á það féllst héraðsdómur ekki.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Verkfall Eflingar fær grænt ljós og Sólveig heldur fast í kjörskrána Félagsdómur fellst ekki á kröfur Samtaka atvinnulífsins að boðað verkfall hjá félagsmönnum Eflingar hafi verið ólögmætt. Verkfallsaðgerðir Eflingar á Íslandshótelum hefjast að óbreyttu á hádegi á morgun. Formaður Eflingar fagnar sigri og ætlar ekki að afhenda sáttasemjara kjörskrá Eflingarfélaga strax. 6. febrúar 2023 14:34 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Verkfall Eflingar fær grænt ljós og Sólveig heldur fast í kjörskrána Félagsdómur fellst ekki á kröfur Samtaka atvinnulífsins að boðað verkfall hjá félagsmönnum Eflingar hafi verið ólögmætt. Verkfallsaðgerðir Eflingar á Íslandshótelum hefjast að óbreyttu á hádegi á morgun. Formaður Eflingar fagnar sigri og ætlar ekki að afhenda sáttasemjara kjörskrá Eflingarfélaga strax. 6. febrúar 2023 14:34