Segja Aðalstein vanhæfan og krefjast þess formlega að hann víki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2023 10:13 Sólveig og félagar í Eflingu eru ekki sátt með framgöngu Aðalsteins í deilunni. Vísir/Vilhelm Efling - stéttarfélag sendi í morgun kröfu til embættis ríkissáttasemjara um að Aðalsteinn Leifsson víki sæti sökum vanhæfis í kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Er þess krafist að skipaður verði staðgengill hans til að fara með málið. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur í orði óskað eftir því undanfarna daga að sáttasemjari víki. Nú hefur stéttarfélagið sent formlegt erindi til sáttasemjara sem Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður Eflingar, ritar. Í erindinu er meðhöndlun ríkissáttasemjara á málinu rakin. Rök eru leidd að því hann hafi með framgöngu sinni gefið skýrt tilefni til að draga óhlutdrægni sína í efa. „Ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu sína án þess að hann uppfyllti skilyrði laga um að ráðgast við Eflingu. Tillagan er efnislega samhljóða tilboði Samtaka atvinnulífsins, og kom í engum atriðum til móts við sjónarmið Eflingar,“ segir í kröfu Eflingar. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í gær að Eflingu bæri að afhenda sáttasemjara kjörskrá sína tafarlaust svo sáttasemjari geti látið atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna fara fram hjá öllum félagsmönnum Eflingar. Sólveig Anna segist ekki ætla að afhenda kjörskrána fyrr en Landsréttur hefur tekið málið fyrir. „Öll heildarsamtök launafólks á Íslandi hafa opinberlega gagnrýnt miðlunartillögu ríkissáttasemjara,“ segir í tilkynningu frá Eflingu. Er þar vísað til þess að ASÍ, SGS og VR hafa öll gagnrýnt tillöguna. Verkfall félagsmanna Eflingar á sjö hótel í Reykjavík hefst klukkan tólf í dag. Þá lýkur atkvæðagreiðslu um víðtækari aðgerðir á átta hótelum til viðbótar auk bílstjóra hjá Samskipum og olíufélögum. Erindið í heild sinni má sjá í viðhengi að neðan. Tengd skjöl Krafa_vegna_vanhæfisPDF454KBSækja skjal Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur í orði óskað eftir því undanfarna daga að sáttasemjari víki. Nú hefur stéttarfélagið sent formlegt erindi til sáttasemjara sem Daníel Isebarn Ágústsson, lögmaður Eflingar, ritar. Í erindinu er meðhöndlun ríkissáttasemjara á málinu rakin. Rök eru leidd að því hann hafi með framgöngu sinni gefið skýrt tilefni til að draga óhlutdrægni sína í efa. „Ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu sína án þess að hann uppfyllti skilyrði laga um að ráðgast við Eflingu. Tillagan er efnislega samhljóða tilboði Samtaka atvinnulífsins, og kom í engum atriðum til móts við sjónarmið Eflingar,“ segir í kröfu Eflingar. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í gær að Eflingu bæri að afhenda sáttasemjara kjörskrá sína tafarlaust svo sáttasemjari geti látið atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna fara fram hjá öllum félagsmönnum Eflingar. Sólveig Anna segist ekki ætla að afhenda kjörskrána fyrr en Landsréttur hefur tekið málið fyrir. „Öll heildarsamtök launafólks á Íslandi hafa opinberlega gagnrýnt miðlunartillögu ríkissáttasemjara,“ segir í tilkynningu frá Eflingu. Er þar vísað til þess að ASÍ, SGS og VR hafa öll gagnrýnt tillöguna. Verkfall félagsmanna Eflingar á sjö hótel í Reykjavík hefst klukkan tólf í dag. Þá lýkur atkvæðagreiðslu um víðtækari aðgerðir á átta hótelum til viðbótar auk bílstjóra hjá Samskipum og olíufélögum. Erindið í heild sinni má sjá í viðhengi að neðan. Tengd skjöl Krafa_vegna_vanhæfisPDF454KBSækja skjal
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira