Treysta sér ekki til að drekka kranavatn á slökkvistöðinni Bjarki Sigurðsson skrifar 8. febrúar 2023 10:51 Í hluta húsnæðis slökkviliðs Borgarbyggðar í Borgarnesi er mygla. Vísir Starfsmenn slökkviliðs Borgarbyggðar treysta sér ekki til þess að drekka vatn úr krönum á kaffistofu slökkvistöðvarinnar. Sjáanlegar rakaskemmdir eru á svæðum á kaffistofunni en myglu má finna í skrifstofuhluta stöðvarinnar. Gert er ráð fyrir að endurnýjun á húsnæðinu ljúki árið 2025. Um miðjan janúarmánuð fór Vinnueftirlitið í eftirlitsheimsókn til slökkviliðsins í Borgarbyggð. Gerðar voru ýmsar kröfur um úrbætur vegna aðbúnaðar, hollustuhætti og öryggi á vinnustaðnum. Sumarið 2021 greindist mygla í skrifstofuhluta húsnæðisins og hefur það svæði lítið verið notað síðan þá. Vinnueftirlitið gerði athugasemd við umferðarleiðir manna um tæki á vinnustað. Lítið pláss er fyrir fólk að athafna sig við tæki sem starfsmenn þurfa að komast í vegna vinnu sinnar. Var slökkviliðinu gefin þau fyrirmæli að tryggja nægilegt athafnarými á svæðinu. Lítið pláss er fyrir starfsmenn slökkvistöðvarinnar að athafna sig milli ökutækja. Vinnueftirlitið Treysta sér ekki til þess að drekka kranavatn Þá setti Vinnueftirlitið út á það að starfsmenn þyrftu annað slagið að sækja skjöl eða annað dót í rými þar sem finna má myglu. Teknar voru myndir inni á kaffistofu stöðvarinnar þar sem sjá má sjáanlegar rakaskemmdir á ákveðnum svæðum. Rakinn getur valdið starfsfólki heilsutjóni og rýrt eðlileg heilbrigðis- og hollustuskilyrði innandyra. Einnig var sett út á það að kaffi- og matstofa starfsfólks væri ekki fullnægjandi þar sem aðstaðan er ekki samkvæmt kröfum sem gerðar eru um slíka aðstöðu. Í skýrslu Vinnueftirlitsins segir að starfsmenn treysti sér ekki til þess að drekka vatn úr krönum kaffistofunni. Starfsmenn treysta sér ekki til þess að drekka vatn úr krana kaffistofunnar. Vinnueftirlitið Stefán Broddi Guðjónsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, sendi athugasemdir við skýrsluna líkt og Vinnueftirlitið óskaði eftir. Þar var útskýrt að húsnæðið væri mikið skemmt vegna myglunnar en í kjölfarið hefur lítill umgangur verið um skrifstofu- og félagsaðstöðuhluta þess. Skrifstofa slökkviliðsstjóra er sem stendur í leiguhúsnæði en verður síðar á þessu ári flutt í ráðhús sveitarfélagsins. Endurnýjun ljúki 2025 Kostnaðarmat á endurbótum var framkvæmt í fyrrasumar og gerir samþykkt fjárhagsáætlun Borgarbyggðar ráð fyrir því að endurnýjun á húsnæðinu verði lokið árið 2025. Möguleikinn á að standa sameiginlega að byggingu húsnæðis með Lögreglunni á Vesturlandi er nú kannaður og eru viðræður hafnar á milli Borgarbyggðar og Framkvæmdasýslunnar. Stefán Broddi Guðjónsson er sveitarstjóri Borgarbyggðar.Vísir/Þorbjörn Þórðarson Tekið er fram að sveitarfélagið vinni einarðlega að því að í Borgarnesi verði til staðar fyrirmyndar starfsstöð fyrir slökkvilið Borgarbyggðar innan fárra ára, sama hvort það verði gert í samstarfi við lögregluna eða ekki. Hins vegar verður aðstaða slökkviliðsins til bráðabirgða þangað til og ekki til sóma. Loka með skýrari hætti Í athugasemdum Stefáns eru fyrirmælin úr skýrslu Vinnueftirlitsins tekin fyrir, sem og viðbrögð Borgarbyggðar. Til að bregðast við plássleysinu á viðbragðsstöð verður búnaði komið fyrir í geymslu annars staðar. Um er að ræða búnað sem ekki er bráðnauðsynlegt að hafa til staðar á viðbragðsstöðinni. Sá hluti hússins þar sem finna má myglu verður lokaður með skýrari hætti en nú er, til dæmis með byggingarplasti. Þannig sé hægt að tryggja betur að enginn óþarfa umgangur verði um rýmin. Sama má segja um snyrtingar hússins svo hægt sé að tryggja að ekki eigi sér stað samgangur við myglurýmin. Rakaskemmdir eru sjáanlegar á kaffistofu stöðvarinnar. Vinnueftirlitið „Það er von sveitarfélagsins með þessu megi tryggja viðunandi aðstæður fyrir slökkviliðsmenn í útköllum, í viðhaldsvinnu á búnaði og við móttöku slökkvitækjum til eftirlits og þjónustu. Ekki er um annan umgang að ræða í húsnæðinu,“ segir í athugasemdum Stefáns. Borgarbyggð Mygla Slökkvilið Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Sjá meira
Um miðjan janúarmánuð fór Vinnueftirlitið í eftirlitsheimsókn til slökkviliðsins í Borgarbyggð. Gerðar voru ýmsar kröfur um úrbætur vegna aðbúnaðar, hollustuhætti og öryggi á vinnustaðnum. Sumarið 2021 greindist mygla í skrifstofuhluta húsnæðisins og hefur það svæði lítið verið notað síðan þá. Vinnueftirlitið gerði athugasemd við umferðarleiðir manna um tæki á vinnustað. Lítið pláss er fyrir fólk að athafna sig við tæki sem starfsmenn þurfa að komast í vegna vinnu sinnar. Var slökkviliðinu gefin þau fyrirmæli að tryggja nægilegt athafnarými á svæðinu. Lítið pláss er fyrir starfsmenn slökkvistöðvarinnar að athafna sig milli ökutækja. Vinnueftirlitið Treysta sér ekki til þess að drekka kranavatn Þá setti Vinnueftirlitið út á það að starfsmenn þyrftu annað slagið að sækja skjöl eða annað dót í rými þar sem finna má myglu. Teknar voru myndir inni á kaffistofu stöðvarinnar þar sem sjá má sjáanlegar rakaskemmdir á ákveðnum svæðum. Rakinn getur valdið starfsfólki heilsutjóni og rýrt eðlileg heilbrigðis- og hollustuskilyrði innandyra. Einnig var sett út á það að kaffi- og matstofa starfsfólks væri ekki fullnægjandi þar sem aðstaðan er ekki samkvæmt kröfum sem gerðar eru um slíka aðstöðu. Í skýrslu Vinnueftirlitsins segir að starfsmenn treysti sér ekki til þess að drekka vatn úr krönum kaffistofunni. Starfsmenn treysta sér ekki til þess að drekka vatn úr krana kaffistofunnar. Vinnueftirlitið Stefán Broddi Guðjónsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, sendi athugasemdir við skýrsluna líkt og Vinnueftirlitið óskaði eftir. Þar var útskýrt að húsnæðið væri mikið skemmt vegna myglunnar en í kjölfarið hefur lítill umgangur verið um skrifstofu- og félagsaðstöðuhluta þess. Skrifstofa slökkviliðsstjóra er sem stendur í leiguhúsnæði en verður síðar á þessu ári flutt í ráðhús sveitarfélagsins. Endurnýjun ljúki 2025 Kostnaðarmat á endurbótum var framkvæmt í fyrrasumar og gerir samþykkt fjárhagsáætlun Borgarbyggðar ráð fyrir því að endurnýjun á húsnæðinu verði lokið árið 2025. Möguleikinn á að standa sameiginlega að byggingu húsnæðis með Lögreglunni á Vesturlandi er nú kannaður og eru viðræður hafnar á milli Borgarbyggðar og Framkvæmdasýslunnar. Stefán Broddi Guðjónsson er sveitarstjóri Borgarbyggðar.Vísir/Þorbjörn Þórðarson Tekið er fram að sveitarfélagið vinni einarðlega að því að í Borgarnesi verði til staðar fyrirmyndar starfsstöð fyrir slökkvilið Borgarbyggðar innan fárra ára, sama hvort það verði gert í samstarfi við lögregluna eða ekki. Hins vegar verður aðstaða slökkviliðsins til bráðabirgða þangað til og ekki til sóma. Loka með skýrari hætti Í athugasemdum Stefáns eru fyrirmælin úr skýrslu Vinnueftirlitsins tekin fyrir, sem og viðbrögð Borgarbyggðar. Til að bregðast við plássleysinu á viðbragðsstöð verður búnaði komið fyrir í geymslu annars staðar. Um er að ræða búnað sem ekki er bráðnauðsynlegt að hafa til staðar á viðbragðsstöðinni. Sá hluti hússins þar sem finna má myglu verður lokaður með skýrari hætti en nú er, til dæmis með byggingarplasti. Þannig sé hægt að tryggja betur að enginn óþarfa umgangur verði um rýmin. Sama má segja um snyrtingar hússins svo hægt sé að tryggja að ekki eigi sér stað samgangur við myglurýmin. Rakaskemmdir eru sjáanlegar á kaffistofu stöðvarinnar. Vinnueftirlitið „Það er von sveitarfélagsins með þessu megi tryggja viðunandi aðstæður fyrir slökkviliðsmenn í útköllum, í viðhaldsvinnu á búnaði og við móttöku slökkvitækjum til eftirlits og þjónustu. Ekki er um annan umgang að ræða í húsnæðinu,“ segir í athugasemdum Stefáns.
Borgarbyggð Mygla Slökkvilið Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Sjá meira