Alvarlegar athugasemdir við hækkun æfingagjalda í Reykjavík Bjarki Sigurðsson skrifar 8. febrúar 2023 15:01 Skúli Helgason er formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Stöð 2/Arnar Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar hefur gert alvarlegar athugasemdir við hækkanir einstaka íþróttafélaga í Reykjavík á æfingagjöldum. Ráðið óskar eftir því að félögin endurskoði hækkanir sínar. Frístundastyrkur barna í Reykjavík hækkaði um helming um áramótin eða um 25 þúsund krónur, úr fimmtíu þúsund krónum í 75 þúsund. Tilgangur styrksins er að auka virkni og þátttöku barna og ungmenna í frístundastarfi. „Vilji borgarinnar er klárlega að stærstur hluti hækkunarinnar renni til barna og forráðamanna þeirra,“ segir í bókun menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Ráðinu hefur nú borist fregnir af verulegum hækkunum æfingagjalda íþróttafélaganna að undanförnu og því var óskað eftir því að Íþróttabandalag Reykjavíkurborgar (ÍBR) tæki saman heildstætt yfirlit yfir æfingagjöld með samanburði fyrir og eftir hækkun styrksins. Fyrstu upplýsingar frá ÍBR benda til þess að æfingagjöld hafi almennt ekki hækkað umfram verðlag en hins vegar eru einstök dæmi um meiri hækkanir sem ráðið telur mikilvægt að bregðast ákveðið við. „Ráðið gerir alvarlegar athugasemdir við hækkanir æfingagjalda umfram verðbólgu og telur eðlilegt að í slíkum tilvikum taki viðkomandi félög slíkar hækkanir til endurskoðunar,“ segir í bókuninni. Ráðið telur það mikilvægt að íþróttafélögin, ÍBR og borgaryfirvöld vinni þétt saman að því að verja grundvöll og tilgang styrksins sem mikilvæg forsenda fyrir almennri frístundaþátttöku barna og ungmenna í borginni án þess að það sé grafið undan styrknum með óhóflegum verðhækkunum. Voru æfingagjöldin hjá þínu íþróttafélagi að hækka? Vísir tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Reykjavík Íþróttir barna Borgarstjórn Neytendur Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Frístundastyrkur barna í Reykjavík hækkaði um helming um áramótin eða um 25 þúsund krónur, úr fimmtíu þúsund krónum í 75 þúsund. Tilgangur styrksins er að auka virkni og þátttöku barna og ungmenna í frístundastarfi. „Vilji borgarinnar er klárlega að stærstur hluti hækkunarinnar renni til barna og forráðamanna þeirra,“ segir í bókun menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar. Ráðinu hefur nú borist fregnir af verulegum hækkunum æfingagjalda íþróttafélaganna að undanförnu og því var óskað eftir því að Íþróttabandalag Reykjavíkurborgar (ÍBR) tæki saman heildstætt yfirlit yfir æfingagjöld með samanburði fyrir og eftir hækkun styrksins. Fyrstu upplýsingar frá ÍBR benda til þess að æfingagjöld hafi almennt ekki hækkað umfram verðlag en hins vegar eru einstök dæmi um meiri hækkanir sem ráðið telur mikilvægt að bregðast ákveðið við. „Ráðið gerir alvarlegar athugasemdir við hækkanir æfingagjalda umfram verðbólgu og telur eðlilegt að í slíkum tilvikum taki viðkomandi félög slíkar hækkanir til endurskoðunar,“ segir í bókuninni. Ráðið telur það mikilvægt að íþróttafélögin, ÍBR og borgaryfirvöld vinni þétt saman að því að verja grundvöll og tilgang styrksins sem mikilvæg forsenda fyrir almennri frístundaþátttöku barna og ungmenna í borginni án þess að það sé grafið undan styrknum með óhóflegum verðhækkunum. Voru æfingagjöldin hjá þínu íþróttafélagi að hækka? Vísir tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Voru æfingagjöldin hjá þínu íþróttafélagi að hækka? Vísir tekur við ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Reykjavík Íþróttir barna Borgarstjórn Neytendur Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira