Bróðir Messi þurfti að biðjast afsökunar á bullinu sínu um Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2023 09:30 Lionel Messi var örugglega ekki par sáttur með bullið í bróður sínum. AP/Jean-Francois Badias Matias Messi, bróðir Lionel Messi, gerði lítið úr afrekum Barcelona áður en bróðir hans mætti á svæðið en hefur nú þurft að biðjast afsökunar á öllu saman. Matias lét móðan mása á Twitch reikningi sonar síns þegar hann fékk spurningar um Lionel Messi og Barcelona. Messi's brother spoke about Barcelona before Messi pic.twitter.com/aOPz8o4OrP— ESPN FC (@ESPNFC) February 8, 2023 Hann lét meðal annars það út úr sér að enginn þekkti Barcelona áður en Messi kom þangað og að hann útilokaði það að Lionel Messi myndi einhvern tímann snúa aftur. Hann talaði líka um að bikarsafnið væri í raun Messi safn en ekki safn Barcelona. Ummælin um að Messi hafi komið Barcelona á kortið eru í besta falli kjánaleg. Lionel Messi lék sinn fyrsta leik með Barcelona árið 2004 en þá hafði félagið sextán sinnum unnið spænska titilinn og 24 sinnum unnið spænska bikarinn. Félagið hafði einnig unnið Evrópukeppni Meistaraliða einu sinni og Evrópukeppni bikarhafa fjórum sinnum. Með liðinu höfðu líka leikið margir af bestu leikmönnum heims á sínum tíma eins og Johan Cruyff, Diego Maradona, Romário, Ronaldo, Hristo Stoichkov, Rivaldo og Ronaldinho svo einhverjir séu nefndir. Matías Messi: "I want to apologize for what I said. I was only making jokes to my son and his friends. How could I think that about a club so big as Barcelona, with their history and everything they did for my family and Leo. For us, Catalonia is our second home. I'm sorry." pic.twitter.com/O29i05H7ah— Barça Universal (@BarcaUniversal) February 9, 2023 „Ég vil biðjast afsökunar á því sem ég sagði á samfélagsmiðlum. Ég var bara að grínast með syni mínum og vinum. Hvernig ætti ég að sagt svona hluti um frábært félag eins og Barcelona sem hefur gefið svo mikið til Leo og minnar fjölskyldu? Ég vil biðja alla afsökunar og sérstaklega alla stuðningsmenn Barcelona,“ skrifaði Matias Messi á Instagram síðu sína. Lionel Messi spilaði í tuttugu ár með Barcelona og vann 35 titla með félaginu eða fleiri en nokkur annar leikmaður í sögu félagsins. Hann vann spænsku deildina tíu sinnum, spænska bikarinn sjö sinnum og Meistaradeildina fjórum sinnum. Spænski boltinn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Fleiri fréttir „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Sjá meira
Matias lét móðan mása á Twitch reikningi sonar síns þegar hann fékk spurningar um Lionel Messi og Barcelona. Messi's brother spoke about Barcelona before Messi pic.twitter.com/aOPz8o4OrP— ESPN FC (@ESPNFC) February 8, 2023 Hann lét meðal annars það út úr sér að enginn þekkti Barcelona áður en Messi kom þangað og að hann útilokaði það að Lionel Messi myndi einhvern tímann snúa aftur. Hann talaði líka um að bikarsafnið væri í raun Messi safn en ekki safn Barcelona. Ummælin um að Messi hafi komið Barcelona á kortið eru í besta falli kjánaleg. Lionel Messi lék sinn fyrsta leik með Barcelona árið 2004 en þá hafði félagið sextán sinnum unnið spænska titilinn og 24 sinnum unnið spænska bikarinn. Félagið hafði einnig unnið Evrópukeppni Meistaraliða einu sinni og Evrópukeppni bikarhafa fjórum sinnum. Með liðinu höfðu líka leikið margir af bestu leikmönnum heims á sínum tíma eins og Johan Cruyff, Diego Maradona, Romário, Ronaldo, Hristo Stoichkov, Rivaldo og Ronaldinho svo einhverjir séu nefndir. Matías Messi: "I want to apologize for what I said. I was only making jokes to my son and his friends. How could I think that about a club so big as Barcelona, with their history and everything they did for my family and Leo. For us, Catalonia is our second home. I'm sorry." pic.twitter.com/O29i05H7ah— Barça Universal (@BarcaUniversal) February 9, 2023 „Ég vil biðjast afsökunar á því sem ég sagði á samfélagsmiðlum. Ég var bara að grínast með syni mínum og vinum. Hvernig ætti ég að sagt svona hluti um frábært félag eins og Barcelona sem hefur gefið svo mikið til Leo og minnar fjölskyldu? Ég vil biðja alla afsökunar og sérstaklega alla stuðningsmenn Barcelona,“ skrifaði Matias Messi á Instagram síðu sína. Lionel Messi spilaði í tuttugu ár með Barcelona og vann 35 titla með félaginu eða fleiri en nokkur annar leikmaður í sögu félagsins. Hann vann spænsku deildina tíu sinnum, spænska bikarinn sjö sinnum og Meistaradeildina fjórum sinnum.
Spænski boltinn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Fleiri fréttir „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Sjá meira