Freistnivandi sveitarstjórna Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 9. febrúar 2023 11:30 Hverjar eru líkurnar á að sveitarfélag láti náttúru innan sinna sveitafélagamarka njóta vafans ef gull og grænir skógar eru í boði? Í öllum málum er mikilvægt að taka réttar ákvarðanir. Undirbúa þarf ákvarðanatöku vel og upplýsa allar hliðar eins og hægt er og tryggja að öll sem hafa mikilvæg sjónarmið og upplýsingar geti komið að ákvarðanatökunni. Í umhverfismálum er þetta sérstaklega mikilvægt því ákvarðanir um framkvæmdir eða starfsemi sem hafa neikvæð áhrif á umhverfið eru oft óafturkræfar og skaðinn óbætanlegur. Reglur um góða ákvarðanatöku Á vettvangi Evrópusambandsins og EES eru settar meginreglur um hvernig á að taka ákvarðanir í umhverfismálum. Ef líklegt er að áhrif framkvæmdar eða starfsemi verði neikvæð má ekki heimila hana nema áður hafi farið fram formlegt mat á áhrifum á ýmsa umhverfisþætti. Slíkar ákvarðanir má heldur ekki taka nema almenningur hafi raunveruleg tækifæri til að taka þátt í ákvörðuninni. Stjórnvöld sem taka ákvarðanir eiga að vera hlutlaus og óháð. Í því felst m.a. að stjórnvöld mega ekki vera háð framkvæmdinni fjárhagslega. Íslenska sérafbrigðið af ákvarðanatöku Á Íslandi er þetta samt öðruvísi í raun. Sveitarfélög á Íslandi hafa skipulagsábyrgð innan sveitafélagsmarka en auk þess veita sveitafélög á Íslandi leyfi til framkvæmda. Til þess að af framkvæmd geti orðið verður hún að vera í samræmi við aðal- og deiliskipulag sveitafélaga og þau hafa því vald til að hafna framkvæmdum innan sveitafélagsins. Það sem verra er að sveitafélög hafa hingað til líka getað samþykkt framkvæmdir innan sveitafélagsins sem brjóta í bága við náttúruverndarlög, skipulagslög og önnur lög sem varða vernd umhverfisins. Engin stofnun eða ráðuneyti hefur tiltæk tæki til þess að stöðva framkvæmdir sem brjóta í bága við landslög sem sveitafélög vilja veita framkvæmdaleyfi. Hver á að ráða? En er ekki bara ekki í góðu lagi að sveitastjórnir hafi hafa mest um það að segja hvaða framkvæmdir fara af stað innan sveitafélagamarka? Vissulega, enda standa þær að gerð aðal- og deiliskipulag. Án þeirra samþykkis er því ekki hægt að fara í framkvæmdir innan sveitafélagsins. En þegar kemur að hagsmunum náttúrunnar, hagsmunum íbúa og framtíðarkynslóða eru sveitafélög ekki besti aðilinn til að vera nánast einráð þegar kemur að ákvörðunum um stórar framkvæmdir. Sveitarfélög eru ekki hlutlaus leyfisveitandi Oft vega fjárhagslegir hagsmunir mjög þungt í ákvarðanatöku hjá sveitafélögum en umhverfissjónarmið láta í minni pokann. Það er í sjálfu sér skiljanlegt, það er innbyggt í sveitarfélög að vilja auka umsvif, afla tekna og fjölga íbúum. Einmitt af þessum sökum geta sveitafélög oft ekki verið hlutlaus og ábyrgur leyfisveitandi. Gott dæmi um þetta er til dæmis fyrirhugaðar framkvæmdir í Ölfusi við útflutning og mölun á íslenskum jarðefnum. Skv. nýrri úttekt gætu tekjur sveitafélagsins aukist um 25% við starfsemina. Hversu líklegt er að sveitafélag hafni framkvæmdaleyfi vegna umhverfissjónarmiða þegar um er að ræða umsvif sem gætu aukið tekjur þess um fjórðung? Að hunsa náttúruverndarlög Í landinu eru lög um verndun náttúru og umhverfis en enginn hefur eftirlit með því að sveitafélög fari eftir þeim þegar veitt eru leyfi til framkvæmda. Íslensk lög gera ráð fyrir því að sveitafélög á Íslandi geti verið beggja megin borðsins og tekið hlutlausar ákvarðanir þrátt fyrir það. Að þau sem leyfisveitendur geti á hlutlausan hátt metið skaðann fyrir allan almenning, íslenska náttúru, loftgæði og grunnvatn án þess að horfa til eigin fjárhagslegu hagsmuna. Þetta er gríðarlega stór galli á íslensku löggjöfinni og Landvernd hefur kvartað til ESA vegna þessa. Þá hefur ekki verið nefnt að mörg sveitafélög á Íslandi eru fámenn og vanbúin til þess að taka svo viðamkilar ákvarðanir þrátt fyrir að skipulagssvæði þeirra nái í mörgum tilfellum yfir mjög stórt svæði með miklum náttúruverðmætum. Tvö dæmi þar sem náttúran slapp með skrekkinn Að lokum skulum við fara yfir tvö mál þar sem sveitafélög hafa tekið ákvarðanir um framkvæmdir þrátt fyrir að ljóst væri að um brot á náttúruverndarlögum væri að ræða. Fyrra dæmið er Hvalárvirkjun en niðurstaða Skipulagsstofnunar var að umhverfisáhrif virkjunarinnar væru verulega neikvæð. Þrátt fyrir það ákvað sveitastjórn Árneshrepps að veita leyfi fyrir rannsóknum tengdum virkjuninni. Enginn opinber aðili hafði eftirlit með því að náttúruverndarlög væru ekki brotin og ef landeigendur og umhverfisverndarsamtök hefðu ekki kært veitingu framkvæmdaleyfis til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála hefði hún stað óhögguð. Sem betur fer virðist sem virkjanaaðili hafi fallið frá þessum áformum. Hitt dæmið er Hnútuvirkjun í Skaftárhreppi. Þar voru umhverfisáhrif metin afar neikvæð en þrátt fyrir það veitti sveitastjórn Skaftárhrepps framkvæmdaleyfi. Enginn opinber aðili gat gripið inn í og stöðvað yfirvofandi brot á náttúruverndarlögum. Náttúruverndarsamtök og landeigendur kærðu ákvörðun sveitastjórnarinnar til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála sem komst að því að leyfið væri í andstöðu við náttúruverndarlög. Ef almenningur og samtök hans hefðu ekki kært, hefði virkjunin nú gilt leyfi til framkvæmda og enginn opinber aðili hefði tæki eða ábyrgð til að framfylgja náttúruverndarlögum. Vonlaust dæmi að þurfa að eiga allt undir heppninni einni Getur niðurstaðan orðið góð ef ákvarðanir eru tekna samkvæmt afleitri aðferðarfæði? Já ef við erum heppin, en reynsla sýnir að verulegar líkur eru á slæmri niðurstöðu fyrir náttúru og umhverfi. Það er deginum ljósara að séríslenska leiðin við ákvarðanatöku vegna starfsemi og framkvæmda sem líkleg eru til að hafa neikvæð áhrif á umhverfið er handónýt. Skýra verður ábyrgð sveitastjórna og tryggja eftirfylgni og eftirlit með því að náttúruverndarlög séu ekki brotin við leyfisveitingar. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Hverjar eru líkurnar á að sveitarfélag láti náttúru innan sinna sveitafélagamarka njóta vafans ef gull og grænir skógar eru í boði? Í öllum málum er mikilvægt að taka réttar ákvarðanir. Undirbúa þarf ákvarðanatöku vel og upplýsa allar hliðar eins og hægt er og tryggja að öll sem hafa mikilvæg sjónarmið og upplýsingar geti komið að ákvarðanatökunni. Í umhverfismálum er þetta sérstaklega mikilvægt því ákvarðanir um framkvæmdir eða starfsemi sem hafa neikvæð áhrif á umhverfið eru oft óafturkræfar og skaðinn óbætanlegur. Reglur um góða ákvarðanatöku Á vettvangi Evrópusambandsins og EES eru settar meginreglur um hvernig á að taka ákvarðanir í umhverfismálum. Ef líklegt er að áhrif framkvæmdar eða starfsemi verði neikvæð má ekki heimila hana nema áður hafi farið fram formlegt mat á áhrifum á ýmsa umhverfisþætti. Slíkar ákvarðanir má heldur ekki taka nema almenningur hafi raunveruleg tækifæri til að taka þátt í ákvörðuninni. Stjórnvöld sem taka ákvarðanir eiga að vera hlutlaus og óháð. Í því felst m.a. að stjórnvöld mega ekki vera háð framkvæmdinni fjárhagslega. Íslenska sérafbrigðið af ákvarðanatöku Á Íslandi er þetta samt öðruvísi í raun. Sveitarfélög á Íslandi hafa skipulagsábyrgð innan sveitafélagsmarka en auk þess veita sveitafélög á Íslandi leyfi til framkvæmda. Til þess að af framkvæmd geti orðið verður hún að vera í samræmi við aðal- og deiliskipulag sveitafélaga og þau hafa því vald til að hafna framkvæmdum innan sveitafélagsins. Það sem verra er að sveitafélög hafa hingað til líka getað samþykkt framkvæmdir innan sveitafélagsins sem brjóta í bága við náttúruverndarlög, skipulagslög og önnur lög sem varða vernd umhverfisins. Engin stofnun eða ráðuneyti hefur tiltæk tæki til þess að stöðva framkvæmdir sem brjóta í bága við landslög sem sveitafélög vilja veita framkvæmdaleyfi. Hver á að ráða? En er ekki bara ekki í góðu lagi að sveitastjórnir hafi hafa mest um það að segja hvaða framkvæmdir fara af stað innan sveitafélagamarka? Vissulega, enda standa þær að gerð aðal- og deiliskipulag. Án þeirra samþykkis er því ekki hægt að fara í framkvæmdir innan sveitafélagsins. En þegar kemur að hagsmunum náttúrunnar, hagsmunum íbúa og framtíðarkynslóða eru sveitafélög ekki besti aðilinn til að vera nánast einráð þegar kemur að ákvörðunum um stórar framkvæmdir. Sveitarfélög eru ekki hlutlaus leyfisveitandi Oft vega fjárhagslegir hagsmunir mjög þungt í ákvarðanatöku hjá sveitafélögum en umhverfissjónarmið láta í minni pokann. Það er í sjálfu sér skiljanlegt, það er innbyggt í sveitarfélög að vilja auka umsvif, afla tekna og fjölga íbúum. Einmitt af þessum sökum geta sveitafélög oft ekki verið hlutlaus og ábyrgur leyfisveitandi. Gott dæmi um þetta er til dæmis fyrirhugaðar framkvæmdir í Ölfusi við útflutning og mölun á íslenskum jarðefnum. Skv. nýrri úttekt gætu tekjur sveitafélagsins aukist um 25% við starfsemina. Hversu líklegt er að sveitafélag hafni framkvæmdaleyfi vegna umhverfissjónarmiða þegar um er að ræða umsvif sem gætu aukið tekjur þess um fjórðung? Að hunsa náttúruverndarlög Í landinu eru lög um verndun náttúru og umhverfis en enginn hefur eftirlit með því að sveitafélög fari eftir þeim þegar veitt eru leyfi til framkvæmda. Íslensk lög gera ráð fyrir því að sveitafélög á Íslandi geti verið beggja megin borðsins og tekið hlutlausar ákvarðanir þrátt fyrir það. Að þau sem leyfisveitendur geti á hlutlausan hátt metið skaðann fyrir allan almenning, íslenska náttúru, loftgæði og grunnvatn án þess að horfa til eigin fjárhagslegu hagsmuna. Þetta er gríðarlega stór galli á íslensku löggjöfinni og Landvernd hefur kvartað til ESA vegna þessa. Þá hefur ekki verið nefnt að mörg sveitafélög á Íslandi eru fámenn og vanbúin til þess að taka svo viðamkilar ákvarðanir þrátt fyrir að skipulagssvæði þeirra nái í mörgum tilfellum yfir mjög stórt svæði með miklum náttúruverðmætum. Tvö dæmi þar sem náttúran slapp með skrekkinn Að lokum skulum við fara yfir tvö mál þar sem sveitafélög hafa tekið ákvarðanir um framkvæmdir þrátt fyrir að ljóst væri að um brot á náttúruverndarlögum væri að ræða. Fyrra dæmið er Hvalárvirkjun en niðurstaða Skipulagsstofnunar var að umhverfisáhrif virkjunarinnar væru verulega neikvæð. Þrátt fyrir það ákvað sveitastjórn Árneshrepps að veita leyfi fyrir rannsóknum tengdum virkjuninni. Enginn opinber aðili hafði eftirlit með því að náttúruverndarlög væru ekki brotin og ef landeigendur og umhverfisverndarsamtök hefðu ekki kært veitingu framkvæmdaleyfis til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála hefði hún stað óhögguð. Sem betur fer virðist sem virkjanaaðili hafi fallið frá þessum áformum. Hitt dæmið er Hnútuvirkjun í Skaftárhreppi. Þar voru umhverfisáhrif metin afar neikvæð en þrátt fyrir það veitti sveitastjórn Skaftárhrepps framkvæmdaleyfi. Enginn opinber aðili gat gripið inn í og stöðvað yfirvofandi brot á náttúruverndarlögum. Náttúruverndarsamtök og landeigendur kærðu ákvörðun sveitastjórnarinnar til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála sem komst að því að leyfið væri í andstöðu við náttúruverndarlög. Ef almenningur og samtök hans hefðu ekki kært, hefði virkjunin nú gilt leyfi til framkvæmda og enginn opinber aðili hefði tæki eða ábyrgð til að framfylgja náttúruverndarlögum. Vonlaust dæmi að þurfa að eiga allt undir heppninni einni Getur niðurstaðan orðið góð ef ákvarðanir eru tekna samkvæmt afleitri aðferðarfæði? Já ef við erum heppin, en reynsla sýnir að verulegar líkur eru á slæmri niðurstöðu fyrir náttúru og umhverfi. Það er deginum ljósara að séríslenska leiðin við ákvarðanatöku vegna starfsemi og framkvæmda sem líkleg eru til að hafa neikvæð áhrif á umhverfið er handónýt. Skýra verður ábyrgð sveitastjórna og tryggja eftirfylgni og eftirlit með því að náttúruverndarlög séu ekki brotin við leyfisveitingar. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar