Nánast enginn launamunur á opinbera og almenna vinnumarkaðnum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. febrúar 2023 09:57 Ólafur Stephensen, framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekanda. Vísir/Vilhelm Launamunur á milli opinbera- og almenna vinnumarkaðarins er nánast horfinn og opinberi markaðurinn því orðinn samkeppnisfær við þann almenna. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu sem að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda kallar á viðbrögð. Velta þurfi því upp hvort verndarákvæði starfsmannalaganna eigi enn rétt á sér? Ráðgjafafyrirtækið Intellecon vann nýverið skýrslu um launa- og fjöldaþróun opinberra starfsmanna undanfarin ár og var skýrslan kynnt fyrir helgi. Þar kemur fram að opinberum starfsmönnum hafi fjölgað um tæp tuttugu prósent á sama tíma og starfsmönnum almenna markaðarins hafi einungis fjölgað um þrjú prósent. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir niðurstöðurnar slá sig illa. „Verðmætin í íslensku samfélagi verða til í einkageiranum, þau verða til á almenna markaðnum, þannig við megum aldrei gleyma því að hlúa að fyrirtækjunum í landinu. Við verðum að búa til þannig starfsumhverfi að það sé ákjósanlegt og auðvelt að stofna hér fyrirtæki og starfa í íslensku starfsumhverfi,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir. Kallar á viðbrögð Sögulega séð hafa laun hjá hinu opinbera jafnan verið lægri en á hinum almenna markaði en á síðustu árum hefur þessi launamunur nánast horfið. Af þessu má ráða að hið opinbera sé orðið samkeppnisfært við almenna markaðinn. Þá er vinnutími á opinbera markaðnum oft mun betri auk þess sem opinberir starfsmenn njóta mun ríkari lagaverndar en þeir sem eru á hinum almenna markaði. „Þá er orðin ástæða til að skoða hluti eins og starfsmannalögin um opinbera starfsmenn. Á að vera áfram ríkari uppsagnarvernd? Og þetta kerfi sem gerir öll starfsmannamál hjá ríkinu miklu þyngri í vöfum og stífari enn á einkamarkaðnum. Ég held að það sé orðin full ástæða til að endurskoða það,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Eðlilegt að opinberir starfsmenn njóti ríkari verndar? Guðrún tekur í sama streng og spyr hvort út frá þessum niðurstöðum sé eðlilegt að opinberir starfsmenn njóti ríkari verndar á vinnumarkaði en Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram frumvarp um breytingar á starfsmannalögum, þar sem meðal annars er lagt til að heimild til uppsagnar starfsmanna verði rýmkuð. Ólafur vill sjá eina vinnulöggjöf og segir að áfram þurfi að vera reglur um faglegar ráðningar í opinbera geiranum svo að frændhygli eða spilling þrífist ekki. „En þetta þunga ferli að ráðning og starfslok séu stjórnsýsluákvarðanir er allt of þungt í vöfum og gerir opinbera geirann svo óskilvirkan og óhagkvæman og of dýran,“ segir Ólafur. Engin lækkun hér á landi Þessi mikla fjölgun starfsmanna á opinberum markaði sést líka í öðrum OECD löndum. „En það má kannski segja að það sem er sérstakt hér er að ef maður notar þær mælingar sem notaðar í alþjóðlegum samanburði þá hefur að minnsta kosti ekki orðið lækkun eins og í mörgum öðrum OECD löndum í umfangi hins opinbera af heildarvinnumarkaði,“ segir Gunnar Haraldsson, framkvæmdastjóri Intellecon. Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Kjaramál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira
Ráðgjafafyrirtækið Intellecon vann nýverið skýrslu um launa- og fjöldaþróun opinberra starfsmanna undanfarin ár og var skýrslan kynnt fyrir helgi. Þar kemur fram að opinberum starfsmönnum hafi fjölgað um tæp tuttugu prósent á sama tíma og starfsmönnum almenna markaðarins hafi einungis fjölgað um þrjú prósent. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir niðurstöðurnar slá sig illa. „Verðmætin í íslensku samfélagi verða til í einkageiranum, þau verða til á almenna markaðnum, þannig við megum aldrei gleyma því að hlúa að fyrirtækjunum í landinu. Við verðum að búa til þannig starfsumhverfi að það sé ákjósanlegt og auðvelt að stofna hér fyrirtæki og starfa í íslensku starfsumhverfi,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir. Kallar á viðbrögð Sögulega séð hafa laun hjá hinu opinbera jafnan verið lægri en á hinum almenna markaði en á síðustu árum hefur þessi launamunur nánast horfið. Af þessu má ráða að hið opinbera sé orðið samkeppnisfært við almenna markaðinn. Þá er vinnutími á opinbera markaðnum oft mun betri auk þess sem opinberir starfsmenn njóta mun ríkari lagaverndar en þeir sem eru á hinum almenna markaði. „Þá er orðin ástæða til að skoða hluti eins og starfsmannalögin um opinbera starfsmenn. Á að vera áfram ríkari uppsagnarvernd? Og þetta kerfi sem gerir öll starfsmannamál hjá ríkinu miklu þyngri í vöfum og stífari enn á einkamarkaðnum. Ég held að það sé orðin full ástæða til að endurskoða það,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Eðlilegt að opinberir starfsmenn njóti ríkari verndar? Guðrún tekur í sama streng og spyr hvort út frá þessum niðurstöðum sé eðlilegt að opinberir starfsmenn njóti ríkari verndar á vinnumarkaði en Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram frumvarp um breytingar á starfsmannalögum, þar sem meðal annars er lagt til að heimild til uppsagnar starfsmanna verði rýmkuð. Ólafur vill sjá eina vinnulöggjöf og segir að áfram þurfi að vera reglur um faglegar ráðningar í opinbera geiranum svo að frændhygli eða spilling þrífist ekki. „En þetta þunga ferli að ráðning og starfslok séu stjórnsýsluákvarðanir er allt of þungt í vöfum og gerir opinbera geirann svo óskilvirkan og óhagkvæman og of dýran,“ segir Ólafur. Engin lækkun hér á landi Þessi mikla fjölgun starfsmanna á opinberum markaði sést líka í öðrum OECD löndum. „En það má kannski segja að það sem er sérstakt hér er að ef maður notar þær mælingar sem notaðar í alþjóðlegum samanburði þá hefur að minnsta kosti ekki orðið lækkun eins og í mörgum öðrum OECD löndum í umfangi hins opinbera af heildarvinnumarkaði,“ segir Gunnar Haraldsson, framkvæmdastjóri Intellecon.
Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Kjaramál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Sjá meira